Jólamolar: Gat ekki borðað hamborgarhrygg í mörg ár eftir að hann borðaði yfir sig Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. desember 2021 09:00 Nökkvi Fjalar segist vera algjör jólaálfur og er mikið fyrir hefðir þegar kemur að jólunum. Instagram/Nökkvi Fjalar Athafnamaðurinn Nökkvi Fjalar Orrason segir mikilvægt að fólk gleymi sér ekki í jólastressinu, það þurfi ekki allt að vera fullkomið um jólin. Sjálfur ætlar hann að njóta jóladýrðarinnar í London þar sem hann er búsettur, áður en hann kemur heim í faðm fjölskyldunnar. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er mikill Elf maður, algjör jólaálfur. Er sykur í sírópi? Ó já! Grinch er samt nettur en ég tengi lítið við hann.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Úff það er svakaleg spurning. Ég myndi segja að ég sé mjög gæfuríkur að eiga margar góðar minningar af jólunum. Þær eiga það allar sameiginlegt að ég hef verið staddur akkúrat í núinu og nota öll skynfæri til þess að njóta stundarinnar.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég er lítið fyrir að fá jólagjafir, en í fyrra gáfu systkinin mín mér mjög fallega gjöf sem gladdi mig mikið. Þau gáfu mér það að styrkja gott málefni.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Haha ég hef ekki fengið neina jólagjöf sem ég myndi telja verstu.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er mikið fyrir hefðirnar og ég á því margar góðar jólahefðir. Ég hef til dæmis alltaf horft á Elf fyrir öll jól síðan hún kom út. Ég labba niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Ég nýt stunda með þeim sem ég elska.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Þau eru nokkur. Stevie Wonder kemur mér alltaf í jólagírinn með lögunum Someday at Christmas og What Christmas Means To Me. Svo er lagið Mistletoe með Justin Bieber líka á þessum lista.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég borða hamborgarhrygg. Þó svo að ég hafi ekki getað borðað hann mörg ár í röð þar sem ég borðaði yfir mig af honum þegar ég var yngri. En eftir mikla æfingu og þrautseigju get ég nú borðað hann aftur með mikilli lyst.“ Nökkvi er mikið jólabarn en undanfarin ár hefur hann safnað hvítu skeggi í aðdraganda jóla, sannkölluðu jólasveinaskeggi.Instagram/Nökkvi Fjalar Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Gjöf sem gefur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég tel mig geta hringt inn jólin innra með mér meira að segja í júlí. Svo fyrir mér það er bara að njóta með þeim sem ég elska.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ó já! Þar sem ég bý í London þá ætla ég að njóta samverunnar, jólaskrautsins og stemmingarinnar hér. Svo er ferð til Íslands fram undan þar sem ég ætla að njóta með þeim sem ég elska. Jólin verða dásamleg í ár.“ „Jólin eru falleg hefð og er mikilvægt að minna sig á hvað hún stendur fyrir. Auðvitað er það mismunandi á milli einstaklinga en fyrir mér er það ást og kærleikur. Það er mikilvægt að einbeita sér að því í stað þess að einbeita sér að stressinu sem fylgir öllu því sem þarf að gera fyrir jólin.“ „Það er svo áhugaverð blekking að mínu mati að allt þurfi að vera fullkomið og allt þurfi að vera tipp-topp. Bara njóta, gera sitt besta, hafa gaman og elska!“ Jól Jólalög Jólamatur Samfélagsmiðlar Jólamolar 2021 Hamborgarhryggur Tengdar fréttir Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00 Jólamolar: Svört rós frá kærastanum eftirminnilegasta jólagjöfin Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja. 2. desember 2021 09:00 Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo. 1. desember 2021 09:00 Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er mikill Elf maður, algjör jólaálfur. Er sykur í sírópi? Ó já! Grinch er samt nettur en ég tengi lítið við hann.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Úff það er svakaleg spurning. Ég myndi segja að ég sé mjög gæfuríkur að eiga margar góðar minningar af jólunum. Þær eiga það allar sameiginlegt að ég hef verið staddur akkúrat í núinu og nota öll skynfæri til þess að njóta stundarinnar.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég er lítið fyrir að fá jólagjafir, en í fyrra gáfu systkinin mín mér mjög fallega gjöf sem gladdi mig mikið. Þau gáfu mér það að styrkja gott málefni.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Haha ég hef ekki fengið neina jólagjöf sem ég myndi telja verstu.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er mikið fyrir hefðirnar og ég á því margar góðar jólahefðir. Ég hef til dæmis alltaf horft á Elf fyrir öll jól síðan hún kom út. Ég labba niður Laugarveginn á Þorláksmessu. Ég nýt stunda með þeim sem ég elska.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Þau eru nokkur. Stevie Wonder kemur mér alltaf í jólagírinn með lögunum Someday at Christmas og What Christmas Means To Me. Svo er lagið Mistletoe með Justin Bieber líka á þessum lista.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég borða hamborgarhrygg. Þó svo að ég hafi ekki getað borðað hann mörg ár í röð þar sem ég borðaði yfir mig af honum þegar ég var yngri. En eftir mikla æfingu og þrautseigju get ég nú borðað hann aftur með mikilli lyst.“ Nökkvi er mikið jólabarn en undanfarin ár hefur hann safnað hvítu skeggi í aðdraganda jóla, sannkölluðu jólasveinaskeggi.Instagram/Nökkvi Fjalar Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Gjöf sem gefur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ég tel mig geta hringt inn jólin innra með mér meira að segja í júlí. Svo fyrir mér það er bara að njóta með þeim sem ég elska.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ó já! Þar sem ég bý í London þá ætla ég að njóta samverunnar, jólaskrautsins og stemmingarinnar hér. Svo er ferð til Íslands fram undan þar sem ég ætla að njóta með þeim sem ég elska. Jólin verða dásamleg í ár.“ „Jólin eru falleg hefð og er mikilvægt að minna sig á hvað hún stendur fyrir. Auðvitað er það mismunandi á milli einstaklinga en fyrir mér er það ást og kærleikur. Það er mikilvægt að einbeita sér að því í stað þess að einbeita sér að stressinu sem fylgir öllu því sem þarf að gera fyrir jólin.“ „Það er svo áhugaverð blekking að mínu mati að allt þurfi að vera fullkomið og allt þurfi að vera tipp-topp. Bara njóta, gera sitt besta, hafa gaman og elska!“
Jól Jólalög Jólamatur Samfélagsmiðlar Jólamolar 2021 Hamborgarhryggur Tengdar fréttir Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00 Jólamolar: Svört rós frá kærastanum eftirminnilegasta jólagjöfin Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja. 2. desember 2021 09:00 Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo. 1. desember 2021 09:00 Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25 Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. 4. desember 2021 09:00
Jólamolar: Svört rós frá kærastanum eftirminnilegasta jólagjöfin Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja. 2. desember 2021 09:00
Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Söngkonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut, betur þekkt sem Camy, er mikið jólabarn. Hún og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist, hafa haldið vinsæla jólatónleika síðustu ár en árið 2019 fylltu þau Gamla bíó. Camilla segir jólin fyrst og fremst snúast um að skapa minningar með börnunum og finnst henni fátt dýrmætara en að upplifa jólin í gegnum drengina sína tvo. 1. desember 2021 09:00
Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. 14. ágúst 2021 16:25