Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Sverrir Mar Smárason skrifar 4. desember 2021 20:34 Pétur Ingvarsson, þjálfair Blika, vareðlilega sáttur með öruggan sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. „Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
„Að sjálfsögðu sáttir. Þetta spilaðist svolítið að okkur og eins og við vildum hafa þetta í öðrum leikhluta og það var erfitt fyrir þá að ná þessu eftir það,“ sagði Pétur. Breiðablik byrjaði hægt en gaf svo hressilega í þegar leið á fyrri hálfleik. Liðið skoraði til að mynda 39 stig í 2. leikhluta. Liðið fékk að stýra hraðanum og hlaupa eins og það vildi. „Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því þegar við skorum 122. Það hefur verið erfitt fyrir lið að halda í við okkur en það hefur vantað endahnútinn á leikina en það þurfti ekki í dag. Við erum kannski áfram með sama vandamál varðandi það að klára jafna leiki,“ sagði Pétur. Fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kringum 20 stig í leiknum. Gulls ígildi fyrir þjálfara og lið að fá stig úr öllum áttum og Pétur segir það þurfa að vera svoleiðis þegar sótt er hratt. „Þegar við spilum hratt og skorum mörg stig þá þurfa einhverjir að skora. Það er ekki hægt að einn maður skori þetta allt. Þetta verður að dreifast svolítið á menn og það verður erfiðara að eiga við okkur varnarlega ef allir geta skorað. Þetta eru mikið af auðveldum körfum, mikið af hlaupum og opnum þriggja stiga skotum. Ef menn geta sett þetta ofan í þá eru menn í góðum málum,“ sagði Pétur um dreifingu stiga í dag. Sinisa Bilic, leikmaður Blika, var hvergi sjáanlegur í Smáranum í kvöld. Eitthvað hefur verið talað um það að hann sé farinn frá félaginu. Pétur staðfesti í viðtalinu að svo sé. „Hann bara sagði upp samningnum 1. desember og er bara farinn. Það er ekkert flóknara en það að hann hætti bara með okkur. Við höfum oft hætt með leikmönnum en núna hætti hann bara með okkur,“ sagði Pétur um Bilic sem nú er orðinn fyrrum leikmaður Breiðabliks. Blikar unnu sinn annan sigur í deildinni með sigrinum í kvöld og eru því komnir með 4 stig. Næst eiga þeir Vestra á Ísafirði sem Pétur heldur að verði mjög erfiður leikur. „Við eigum Vestra í næsta leik fyrir vestan og það verður gríðarlega erfiður leikur. Að vera ekki með Bilic munar rosalega fyrir okkur því við erum ekki hávaxnasta liðið. Getum ekkert bætt við okkur núna svo það verður mjög erfiður leikur. Það er bara næsti leikur og maður er ekkert farinn að hugsa neitt meira en það,“ sagði Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Breiðablik Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. 4. desember 2021 19:41