Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 20:04 Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn á öllum vesturhluta landsins og miðhálendinu. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter. Veður Strætó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Veður Strætó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira