Erindi til stéttarfélagsmanna KÍ Hjördís B. Gestsdóttir skrifar 4. desember 2021 12:01 Kæri stéttarfélagi, menntun skiptir máli fyrir okkur öll og mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að því að kjósa þá sem gefa kost á sér sem leiðtogar menntamála. Einstaklinga sem brenna fyrir málefnum menntunar, eru fylgnir sér, búa yfir þrautseigju og seiglu, hlusta á raddir kennara og valdefla þá. Ég hef boðið mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands þar sem ég hef trú á sjálfri mér í það starf. Lengi vel hef ég haft brennandi áhuga á menntamálum og tel mig hafa það sem til þarf til að leiða okkar fagstétt ásamt nýkjörnum formanni sambandsins. Störf með börnum og ungmennum er gefandi og krefjandi í senn en eitt það mikilvægasta sem til er um leið. Mannauður fagstéttarinnar er mikill, fjölbreyttur og dýrmætur. Huga þarf að starfsumhverfi og gæðum starfsins og hlúa þarf að okkar fólki, styðja það og styrkja. Ánægja í starfi okkar kennara skilar sér í jákvæðari skólabrag og meiri árangri nemenda. Kennarar þurfa sterkari rödd og þar get ég lagt mitt af mörkum með virkri hlustun um þau málefni sem kennarar brenna fyrir. Samstarf og samtal allra skólastiga og skólagerða er það sem þarf að vera virkt öllum stundum ásamt sveigjanleika og auknum tækifærum m.a. til sí- og endurmenntunar og frekari starfs- og framþróunar. Kæri stéttarfélagi, ég óska eftir þínu atkvæði í sæti varaformanns Kennarasambands Íslands. Ég heiti þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og vinna ötullega að málefnum stéttarinnar með hagsmuni hvers og eins í huga, vera talsmaður okkar allra, enda lít ég svo á að við séum ein heild. Saman getum við gert svo miklu betur og meira! Látum verkin tala! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri stéttarfélagi, menntun skiptir máli fyrir okkur öll og mikilvægt er að vanda valið þegar kemur að því að kjósa þá sem gefa kost á sér sem leiðtogar menntamála. Einstaklinga sem brenna fyrir málefnum menntunar, eru fylgnir sér, búa yfir þrautseigju og seiglu, hlusta á raddir kennara og valdefla þá. Ég hef boðið mig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands þar sem ég hef trú á sjálfri mér í það starf. Lengi vel hef ég haft brennandi áhuga á menntamálum og tel mig hafa það sem til þarf til að leiða okkar fagstétt ásamt nýkjörnum formanni sambandsins. Störf með börnum og ungmennum er gefandi og krefjandi í senn en eitt það mikilvægasta sem til er um leið. Mannauður fagstéttarinnar er mikill, fjölbreyttur og dýrmætur. Huga þarf að starfsumhverfi og gæðum starfsins og hlúa þarf að okkar fólki, styðja það og styrkja. Ánægja í starfi okkar kennara skilar sér í jákvæðari skólabrag og meiri árangri nemenda. Kennarar þurfa sterkari rödd og þar get ég lagt mitt af mörkum með virkri hlustun um þau málefni sem kennarar brenna fyrir. Samstarf og samtal allra skólastiga og skólagerða er það sem þarf að vera virkt öllum stundum ásamt sveigjanleika og auknum tækifærum m.a. til sí- og endurmenntunar og frekari starfs- og framþróunar. Kæri stéttarfélagi, ég óska eftir þínu atkvæði í sæti varaformanns Kennarasambands Íslands. Ég heiti þér því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og vinna ötullega að málefnum stéttarinnar með hagsmuni hvers og eins í huga, vera talsmaður okkar allra, enda lít ég svo á að við séum ein heild. Saman getum við gert svo miklu betur og meira! Látum verkin tala!
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar