Konur eru áhugasamari um glæpi en karlar Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2021 07:01 Eva Björg Ægisdóttir. Nýja glæpasagan hennar, sú fjórða frá henni, er snilldarlega ofin. Hún brýtur blað í íslenskri glæpasagnagerð. vísir/vilhelm Eva Björg Ægisdóttir er næsta stórstjarna á sviði íslenskrar glæpasagnagerðar. Nýr krimmi hennar, Þú sérð mig ekki, er glæsilega ofinn og nýstárleg saga innan þess ramma sem skilgreinir glæpasöguna. Ef lesandinn vill setja fyrirvara við þessar glannalegu yfirlýsingar má benda á að sagan hefur fengið glimrandi dóma. Og nú, þegar blaðamaður Vísis er að taka saman viðtal við Evu Björgu, rekur hann augu í umsögn gagnrýnanda Moggans sem heldur ekki vatni, kallar bókina „Meistaraverk Evu Bjargar“ í fyrirsögn og gefur bókinni fjórar og hálfa stjörnu: „Uppbygging sögunnar er úthugsuð og hittir í mark,“ segir Steinþór Guðbjartsson og telur Þú sérð mig ekki að öllum líkindum bestu spennubókina í ár. Eva Björg hafnar því í samtali við blaðamann Vísis að hún sé að skrifa formúlubækur. Hvernig má það vera þegar um er að ræða svo fastmótað form og glæpasagan telst vera? Eva Björg gerir þetta meðal annars með því að leika sér með sjónarhorn og frásagnarhátt. Þannig verður sagan ekki síður leit að hinum myrta en þeim sem myrðir: Hver er svo sekur, hver er svo saklaus, hver er hinn myrti, hver er sá sem myrðir, eins og pönkhljómsveitin Jonee Jonee söng svo eftirminnilega í laginu Hver er svo sekur? Eva Björg leggur mikið upp úr sjónarhorni og frásagnarhætti og vill meina að þannig sé hægt að drífa söguna áfram, ekki síður en með plottinu einu saman.vísir/vilhelm „Það eru fjórir sögumenn og svo kemur lögreglan inn á milli,“ segir Eva Björg sem reynist afar hógvær um skrif sín. Og tekur það skýrt fram að hún sé ekki að finna upp hjólið heldur taka til kostanna form sem hún hefur oft séð notað erlendis. „Ég les mikið á ensku og þar er þetta mikið notað. Mig langaði að færa þetta í íslenskan búning. Agatha Christie skrifaði meira í þriðju persónu en hún er oft með lokað rými sem sögusvið. Og fáa aðila sem koma til greina. En mig langaði mig að hafa söguna í 1. persónu. Sagan gerist í stuttum tíma og snýst mikið um sálarlíf persóna og þeirra tilfinningu. 1. persóna er góð aðferð til að komast mjög nálægt fólki.“ Eva Björg segist skrifa að teknu tilliti til þess hvað það er sem henni sjálfri finnst gaman að lesa. „Já ég pæli mikið í sjónarhorni. En maður þarf að hugsa út frá sögunni sem þú ert að skrifa hvaða frásagnarháttur hentar best. Ég sé fyrir mér formið, sé fyrir mér tímalínu og vinn svo út frá því.“ Glæpurinn sjálfur nánast aukaatriði Eva Björg hefur þegar skipað sér í fremstu röð glæpasagnahöfunda Íslands og eru bundna miklar vonir við hana. Þú sérð mig ekki er hennar 4. bók. Að sögn útgefanda hennar, Péturs Más Ólafssonar hjá Bjarti og Veröld, kom Marrið út í Frakklandi í lok maímánaðar og er nú sjötta mest selda bókin þar, það sem af er ári. „Ekki slæmt að byrja í Frakklandi með nokkrum tugum þúsundum seldra eintaka. Vegur hennar vex miklu hraðar en okkur óraði fyrir,“ segir útgefandinn harla kátur. „Mér finnst áhugavert eftir að ég byrjaði að skrifa glæpasögur, hversu margir hafa fastmótaðar hugmyndir um krimma og hvað þar eigi að koma fram. Alltaf verið að segja við mann: Þetta á að vera svona og svona, að það þurfi að vera ákveðnir þræðir sem eigi að vera spennandi. jújú, auðvitað þarf að vera spenna og eitthvað sem heldur fólki en fyrir mér getur það verið svo margt,“ segir Eva Björg. Hún segir að persónurnar verði að vera áhugaverðar. Það sé lykilatriði. „Ég hef aldrei hugsað sem svo að ég sé að skrifa inn í ákveðna formúlu heldur er þetta saga um glæp. Og glæpurinn sjálfur er jafnvel aukaatriði, frekar afleiðingum glæpsins og hvað kemur á undan. Áhrifin sem þetta hefur og hvað kemur til.“ B.A.-ritgerðin fjallar um fanga Ferill Evu Bjargar er athyglisverður í þessu samhengi. Hún lauk B.A.-prófi í félagsfræði en var með Almenna bókmenntafræði sem aukagrein. Hún sótti meðal annars tíma í afbrotafræði hjá Helga Gunnlaugssyni sem var svo leiðbeinandi hennar í lokaverkefninu sem ber titilinn Hlutverk fangelsa í nútímasamfélagi: Endurkomur fanga og notkun úrræða á Íslandi og Englandi. Leynt og ljóst hefur Eva Björg stefnt að því að skrifa glæpasögur. Þannig fjallar B.A.-ritgerð hennar um fanga. Hún hefur áhuga á að skoða hvað það er sem veldur glæpum og telur þar ýmsa samverkandi þætti búa að baki.vísir/vilhelm Við tók nám í alþjóðafræði sem Eva Björg stúderaði í Þrándheimi en draumurinn var alltaf sá að skrifa glæpasögu. Og það gerði hún í vaktafríum meðan hún starfaði sem flugfreyja. Marrið í stiganum varð metsölubók á Íslandi og í vor var tilkynnt að Marrið í stiganum hefði komist á langlistann fyrir virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands – Gullrýtinginn – í flokki frumrauna. Og var eina þýðingin á þeim lista. Bókin var einnig á blaði þegar stuttlistinn var kynntur – og þegar tilkynnt var um sigurvegara í sumar stóð Eva Björg uppi sem sigurvegari með Marrið í stiganum. Stelpur sem ljúga var önnur bók Evu Bjargar og Næturskuggar sú þriðja. Sögusviðið þar er Akranes en þaðan er hún. Í Þú sérð mig ekki er sögusviðið Snæfellsnes en sagan gerist um helgi á nýtísku hóteli. Og fjallar um vellauðuga fjölskyldu sem þar kemur saman. Sjónarhornið skiptir miklu máli Eins og áður sagði eru sjónarhorn úr ýmsum áttum. Eva Björg segir, spurð um áhrifavalda, halda meðal annarra upp á Gillian Flynn og svo Lucy Foley. „Hún er með svipað form og ég nota en er alls ekki sú fyrsta sem gerir það. Til eru margar skemmtilegar sögur sem eru ekki þessi hefðbundna lögreglurannsókn á morði, maður er búinn að lesa það svo oft, og skemmtilegt þegar það er vel gert. Ég verð fljótt leið á hlutum og vil helst vera í að prófa eitthvað nýtt.“ Þá er Eva Björg að tala um spennusögur sem eru ekki endilega frá sjónarhorni lögreglunnar eða rannsóknarinnar sem slíkrar. „Oft eru sögumenn sem þú getur ekki treyst. Og það er hægt að leika sér mikið með að teknu tilliti til fléttunnar; hvernig þú setur söguna saman; það getur verið strategískt uppá það hvernig þú vilt að lesandinn upplifi söguna og hvernig þú vilt hafa þitt plott.“ Eva Björg segir mikilvægt að nota ekki ódýr brögð svo sem þeim að halda vísvitandi upplýsingum frá lesanda ef það stangast beinlínis á við sjónarhornið. Sagan verður að búa yfir innra samræmi. „Þú verður að segja satt og rétt frá, þú mátt ekki ljúga blákalt. En það getur verið gaman að móta söguna þannig að kannski liggur plottið í því sem þú segir ekki.“ Glæpasagan mætir þörfinni til að skilja glæpahneigðina Önnur bók Evu Bjargar, Stelpur ljúga, gengur að hluta til út á þetta. Plottið býr meðal annars í frásagnarhættinum; lesandanum er gert að spyrja sig hvers vegna hann hafi ályktað eins og hann gerði? Svo virðist sem konur hafi talsvert meiri áhuga á allskyns glæpasögum en karlar. Eva Björg kann ekki alveg skýringarnar á því en þar gæti eitt og annað komið til.vísir/vilhelm En það er vandmeðfarið að blekkja lesandann án þess að svíkja formið. Að finna nýjar leiðir er erfitt því svo margt gott hefur verið gert á þessum vettvangi. „Flestir vilja finna nýjar leiðir. Það þarf ekki endilega að vera svo að bók sé keyrð á plotti. Og svo má auðvitað líka skrifa gamaldags hver-gerði-það-sögu.“ Eva Björg segist alltaf hafa verið áhugasöm um ýkta hegðun og hvernig hún komi til. Og í félagsfræðináminu hafi hún verið að skoða meðal annars hvort betrunarvist gagnist föngum. En hvaðan kemur þessi áhugi á glæpum? „Mér hefur alltaf fundist gaman að lesa glæpasögur en les allt mögulegt. Glæpasagan er eitthvað flestir hafa áhuga á. Glæpir eru flestum óskiljanlegir en langflestir hafa áhuga á því að reyna að skilja hvernig eitthvað svona getur gerst,“ segir Eva Björg og bendir á gríðarlega miklar vinsældir hlaðvarpa þar sem fjallað er um glæpamál. Ýmsir samverkandi þættir skapa eins og einn glæpamann „Það er eðlislægt hjá manninum að vilja reyna að skilja svona glæpi,“ segir Eva Björg. Og það sé kannski það sem glæpasagan gerir – svarar því kalli: „Reynir að finna skýringu og tekur tengda þætti úr samfélagsgerðinni til skoðunar sem mætti bæta. Það er oft sagt að glæpasagan sé góður samfélagsspegill. Glæpir eru ekki einstaklingsbundin vandamál heldur samfélagsvandi. Þetta gerist ekki á einu kvöldi heldur á sér langa sögu af allskonar kerfum sem hafa brugðist einstaklingum. rótin liggur oft annars staðar en hjá einstaklingnum sjálfum, glæpamanninum.“ Eva Björg segir leitun að yndislegra fólki en glæpasagnahöfundum. Hún er ekki frá því að ritun krimma veiti útrás öllum óbermislegum þönkum.vísir/vilhelm Segja má að bakgrunnur Evu Bjargar nýtist henni vel við glæpasagnaskrifin. Hún segir að ýmsar rannsóknir hafi verið gerð á því hvers vegna sumir fremji glæpi en aðrir ekki. Og vísar til hinnar þekktu Dunedin-rannsóknar en þar fundu rannsakendur mögulega sjálft glæpagenið. „Sem er bara virkt ef ákveðnar samfélagslegar aðstæður voru til staðar. Ef þú elst upp án ástar og umhyggju getur þetta gen virkjast í þér og þá er ég ekki endilega að tala um að þú myrðir heldur sýnir afbrotahegðun seinna í lífinu. Árin í frumbernsku hafa mikil áhrif,“ segir Eva Björg. Í rannsókninni var 1037 börnum fylgt eftir frá frumbernsku. Glæpasagnahöfundar yndislegt fólk Það tekur Evu Björgu að sögn um sex mánuði að skrifa bækur sínar og svo fylgja allskyns lagfæringar. Hún segir glæpasöguna í stöðugri þróun, hún sé að breytast og nýir vinklar að koma inn. „Það eru til svo margir góðir glæpasagnahöfundar. Og því lægri afbrotatíðni í samfélögum þeim mun meira er leitað í afþreyingarform þar sem fjallað er um eitthvað sem gengur þvert á það. Kannski þess vegna sem glæpasaganb er svona vinsæl. Lengi hefur nordic noir verið spáð hægu andláti en það er ekkert lát á vinsældum.“ Á Íslandi eru um tugur höfunda sem fást við það að skrifa glæpasögur að staðaldri og hafa að því atvinnu. „Þetta er stórskemmtilegt samfélag,“ segir Eva Björg og nefnir að nýlokinni sé hátíð Iceland noir. „Þetta er vinalegasta og skemmtilegasta samfélag sem finnst. Við fáum alla útrás fyrir það slæma í bókunum.“ Að glæpasagnaskrifin hafi þá einskonar þerapjútískt gildi? „Jájá, er það ekki bara? Jújú, eða ég veit það ekki. Ég held að það sé hægt að fá ákveðna útrás, ekki þannig að ef maður hætti að skrifa færi maður út að drepa. En þetta er í það minnsta mjög skemmtilegur félagsskapur.“ Konurnar og glæpirnir Glæpasöguna má kannski flokka gróflega í það þá sem kenna má við Norðurlöndin, hin samfélagslega glæpasaga, við England „Whodunit“ og svo Bandaríkin, þar sem finna má hina kaldhömruðu einkaspæjarasögu og/eða trylli. Í tilraun til að flokka Evu Björg þá sver hún sig líkast til í ætt hinna norrænu en þar verður þó að segja fyrirvara. Eva Björg skrifar á daginn. Hún segir drauminn vera þann að geta sinnt skáldsagnaritun og hafa að því atvinnu. Og fátt bendir til annars en að einmitt sá draumur sé að rætast.vísir/vilhelm Hún segist til að mynda ekki hafa lesið Mankell og hún hrífst ekki af norsku stórstjörnunni Jo Nesbö. „Ég er alls ekki fyrir harðsoðna krimma. Ég hef meiri áhuga á samfélagslegum aðstæðum og lífi fólks, sálarlífi þeirra persóna sem ég er að skrifa um. Sálfræðitrylla og fjölskyldudrama einhvers konar. Ég gæti ekki lesið bækur um skipulagða glæpastarfsemi og ég get ekki bækur þar sem spennan er of mikil, þá fer ég að fletta of hratt í gegn. Áhugaverðar persónur heilla mig meira en hraðinn.“ En, hvernig er það til að mynda ef litið er til mikils áhuga á hlaðvarpi þar sem glæpir eru til umfjöllunar, svo virðist sem áhugi kvenna á þessu sé umtalsvert meiri en karla? „Já, ég held að það sé rétt,“ segir Eva Björg hugsi. „Konur eru oftast fórnarlömb glæpamanna... það er ákveðin kenning, að þarna ráði einskonar varnarþörf. Eitthvað á þá leið að við viljum lesa um glæpi og ímynda okkur hvernig við getum varist þeim. En glæpir eiga sér oftast stað innan náinna sambanda.“ Og Eva Björg bendir á að almennt þá lesa konur meira og fleiri skáldsögur. „Og kannski eru það svo að konur hafi meiri áhuga á öðru fólki og þannig sögum? Það er erfitt að setja fingurinn á það. En, það er rétt, stærsti hópur hlustenda á „True Crime“ eru konur. Sjálf hlusta ég endalaust á slík hlaðvörp meðan karlinn minn hefur engan áhuga á þeim. Ég veit ekki hvers vegna þetta er.“ Skagamaður búsett við KR-völlinn Eins og áður kom fram er Eva Björg Skagamaður, og stolt af því en býr nú hjá KR-vellinum vestur í bæ. „Eldri strákurinn er í borðtennis en yngri er í fótboltanum, og maðurinn er að þjálfa hann hjá KR. Hann treystir engum öðrum í það. Og svo eigum við eina litla stelpu sem hefur engan áhuga á þessu.“ Eva Björg er Skagamaður en býr nú við KR-völlinn með eiginmanni og þremur börnum.vísir/vilhelm Aðspurð segir Eva Björg að það gangi vel að samþætta skrifin og fjölskyldulífið. „Ég vinn við þetta. Er heima að skrifa á daginn. Ég hef náð að gera þetta á dagvinnutíma. Gengur svona ljómandi vel. Maður tekur þetta ár frá ári og sér hvernig næsta ár verður út frá samningum sem maður hefur gert. Ég hef náð að vinna við þetta hingað til og er þakklát fyrir hvert ár sem maður sér fram á að geta gert það. Draumurinn að geta starfað við þetta áfram.“ Þú hefur leynt og ljóst stefnt að því að skrifa glæpasögur en eru engin önnur form skáldskapar sem þú gætir hugsað þér að fást við? „Það gæti vel verið, en ég ætla að halda mig við glæpasöguna næstu ár. En kannski getur komið eitthvað með því, mig hefur alltaf langað til að skrifa unglingabók. Ég held að það gæti verið gaman. En mér finnst mjög gaman að skrifa glæpasögur.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Akranes Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ef lesandinn vill setja fyrirvara við þessar glannalegu yfirlýsingar má benda á að sagan hefur fengið glimrandi dóma. Og nú, þegar blaðamaður Vísis er að taka saman viðtal við Evu Björgu, rekur hann augu í umsögn gagnrýnanda Moggans sem heldur ekki vatni, kallar bókina „Meistaraverk Evu Bjargar“ í fyrirsögn og gefur bókinni fjórar og hálfa stjörnu: „Uppbygging sögunnar er úthugsuð og hittir í mark,“ segir Steinþór Guðbjartsson og telur Þú sérð mig ekki að öllum líkindum bestu spennubókina í ár. Eva Björg hafnar því í samtali við blaðamann Vísis að hún sé að skrifa formúlubækur. Hvernig má það vera þegar um er að ræða svo fastmótað form og glæpasagan telst vera? Eva Björg gerir þetta meðal annars með því að leika sér með sjónarhorn og frásagnarhátt. Þannig verður sagan ekki síður leit að hinum myrta en þeim sem myrðir: Hver er svo sekur, hver er svo saklaus, hver er hinn myrti, hver er sá sem myrðir, eins og pönkhljómsveitin Jonee Jonee söng svo eftirminnilega í laginu Hver er svo sekur? Eva Björg leggur mikið upp úr sjónarhorni og frásagnarhætti og vill meina að þannig sé hægt að drífa söguna áfram, ekki síður en með plottinu einu saman.vísir/vilhelm „Það eru fjórir sögumenn og svo kemur lögreglan inn á milli,“ segir Eva Björg sem reynist afar hógvær um skrif sín. Og tekur það skýrt fram að hún sé ekki að finna upp hjólið heldur taka til kostanna form sem hún hefur oft séð notað erlendis. „Ég les mikið á ensku og þar er þetta mikið notað. Mig langaði að færa þetta í íslenskan búning. Agatha Christie skrifaði meira í þriðju persónu en hún er oft með lokað rými sem sögusvið. Og fáa aðila sem koma til greina. En mig langaði mig að hafa söguna í 1. persónu. Sagan gerist í stuttum tíma og snýst mikið um sálarlíf persóna og þeirra tilfinningu. 1. persóna er góð aðferð til að komast mjög nálægt fólki.“ Eva Björg segist skrifa að teknu tilliti til þess hvað það er sem henni sjálfri finnst gaman að lesa. „Já ég pæli mikið í sjónarhorni. En maður þarf að hugsa út frá sögunni sem þú ert að skrifa hvaða frásagnarháttur hentar best. Ég sé fyrir mér formið, sé fyrir mér tímalínu og vinn svo út frá því.“ Glæpurinn sjálfur nánast aukaatriði Eva Björg hefur þegar skipað sér í fremstu röð glæpasagnahöfunda Íslands og eru bundna miklar vonir við hana. Þú sérð mig ekki er hennar 4. bók. Að sögn útgefanda hennar, Péturs Más Ólafssonar hjá Bjarti og Veröld, kom Marrið út í Frakklandi í lok maímánaðar og er nú sjötta mest selda bókin þar, það sem af er ári. „Ekki slæmt að byrja í Frakklandi með nokkrum tugum þúsundum seldra eintaka. Vegur hennar vex miklu hraðar en okkur óraði fyrir,“ segir útgefandinn harla kátur. „Mér finnst áhugavert eftir að ég byrjaði að skrifa glæpasögur, hversu margir hafa fastmótaðar hugmyndir um krimma og hvað þar eigi að koma fram. Alltaf verið að segja við mann: Þetta á að vera svona og svona, að það þurfi að vera ákveðnir þræðir sem eigi að vera spennandi. jújú, auðvitað þarf að vera spenna og eitthvað sem heldur fólki en fyrir mér getur það verið svo margt,“ segir Eva Björg. Hún segir að persónurnar verði að vera áhugaverðar. Það sé lykilatriði. „Ég hef aldrei hugsað sem svo að ég sé að skrifa inn í ákveðna formúlu heldur er þetta saga um glæp. Og glæpurinn sjálfur er jafnvel aukaatriði, frekar afleiðingum glæpsins og hvað kemur á undan. Áhrifin sem þetta hefur og hvað kemur til.“ B.A.-ritgerðin fjallar um fanga Ferill Evu Bjargar er athyglisverður í þessu samhengi. Hún lauk B.A.-prófi í félagsfræði en var með Almenna bókmenntafræði sem aukagrein. Hún sótti meðal annars tíma í afbrotafræði hjá Helga Gunnlaugssyni sem var svo leiðbeinandi hennar í lokaverkefninu sem ber titilinn Hlutverk fangelsa í nútímasamfélagi: Endurkomur fanga og notkun úrræða á Íslandi og Englandi. Leynt og ljóst hefur Eva Björg stefnt að því að skrifa glæpasögur. Þannig fjallar B.A.-ritgerð hennar um fanga. Hún hefur áhuga á að skoða hvað það er sem veldur glæpum og telur þar ýmsa samverkandi þætti búa að baki.vísir/vilhelm Við tók nám í alþjóðafræði sem Eva Björg stúderaði í Þrándheimi en draumurinn var alltaf sá að skrifa glæpasögu. Og það gerði hún í vaktafríum meðan hún starfaði sem flugfreyja. Marrið í stiganum varð metsölubók á Íslandi og í vor var tilkynnt að Marrið í stiganum hefði komist á langlistann fyrir virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlands – Gullrýtinginn – í flokki frumrauna. Og var eina þýðingin á þeim lista. Bókin var einnig á blaði þegar stuttlistinn var kynntur – og þegar tilkynnt var um sigurvegara í sumar stóð Eva Björg uppi sem sigurvegari með Marrið í stiganum. Stelpur sem ljúga var önnur bók Evu Bjargar og Næturskuggar sú þriðja. Sögusviðið þar er Akranes en þaðan er hún. Í Þú sérð mig ekki er sögusviðið Snæfellsnes en sagan gerist um helgi á nýtísku hóteli. Og fjallar um vellauðuga fjölskyldu sem þar kemur saman. Sjónarhornið skiptir miklu máli Eins og áður sagði eru sjónarhorn úr ýmsum áttum. Eva Björg segir, spurð um áhrifavalda, halda meðal annarra upp á Gillian Flynn og svo Lucy Foley. „Hún er með svipað form og ég nota en er alls ekki sú fyrsta sem gerir það. Til eru margar skemmtilegar sögur sem eru ekki þessi hefðbundna lögreglurannsókn á morði, maður er búinn að lesa það svo oft, og skemmtilegt þegar það er vel gert. Ég verð fljótt leið á hlutum og vil helst vera í að prófa eitthvað nýtt.“ Þá er Eva Björg að tala um spennusögur sem eru ekki endilega frá sjónarhorni lögreglunnar eða rannsóknarinnar sem slíkrar. „Oft eru sögumenn sem þú getur ekki treyst. Og það er hægt að leika sér mikið með að teknu tilliti til fléttunnar; hvernig þú setur söguna saman; það getur verið strategískt uppá það hvernig þú vilt að lesandinn upplifi söguna og hvernig þú vilt hafa þitt plott.“ Eva Björg segir mikilvægt að nota ekki ódýr brögð svo sem þeim að halda vísvitandi upplýsingum frá lesanda ef það stangast beinlínis á við sjónarhornið. Sagan verður að búa yfir innra samræmi. „Þú verður að segja satt og rétt frá, þú mátt ekki ljúga blákalt. En það getur verið gaman að móta söguna þannig að kannski liggur plottið í því sem þú segir ekki.“ Glæpasagan mætir þörfinni til að skilja glæpahneigðina Önnur bók Evu Bjargar, Stelpur ljúga, gengur að hluta til út á þetta. Plottið býr meðal annars í frásagnarhættinum; lesandanum er gert að spyrja sig hvers vegna hann hafi ályktað eins og hann gerði? Svo virðist sem konur hafi talsvert meiri áhuga á allskyns glæpasögum en karlar. Eva Björg kann ekki alveg skýringarnar á því en þar gæti eitt og annað komið til.vísir/vilhelm En það er vandmeðfarið að blekkja lesandann án þess að svíkja formið. Að finna nýjar leiðir er erfitt því svo margt gott hefur verið gert á þessum vettvangi. „Flestir vilja finna nýjar leiðir. Það þarf ekki endilega að vera svo að bók sé keyrð á plotti. Og svo má auðvitað líka skrifa gamaldags hver-gerði-það-sögu.“ Eva Björg segist alltaf hafa verið áhugasöm um ýkta hegðun og hvernig hún komi til. Og í félagsfræðináminu hafi hún verið að skoða meðal annars hvort betrunarvist gagnist föngum. En hvaðan kemur þessi áhugi á glæpum? „Mér hefur alltaf fundist gaman að lesa glæpasögur en les allt mögulegt. Glæpasagan er eitthvað flestir hafa áhuga á. Glæpir eru flestum óskiljanlegir en langflestir hafa áhuga á því að reyna að skilja hvernig eitthvað svona getur gerst,“ segir Eva Björg og bendir á gríðarlega miklar vinsældir hlaðvarpa þar sem fjallað er um glæpamál. Ýmsir samverkandi þættir skapa eins og einn glæpamann „Það er eðlislægt hjá manninum að vilja reyna að skilja svona glæpi,“ segir Eva Björg. Og það sé kannski það sem glæpasagan gerir – svarar því kalli: „Reynir að finna skýringu og tekur tengda þætti úr samfélagsgerðinni til skoðunar sem mætti bæta. Það er oft sagt að glæpasagan sé góður samfélagsspegill. Glæpir eru ekki einstaklingsbundin vandamál heldur samfélagsvandi. Þetta gerist ekki á einu kvöldi heldur á sér langa sögu af allskonar kerfum sem hafa brugðist einstaklingum. rótin liggur oft annars staðar en hjá einstaklingnum sjálfum, glæpamanninum.“ Eva Björg segir leitun að yndislegra fólki en glæpasagnahöfundum. Hún er ekki frá því að ritun krimma veiti útrás öllum óbermislegum þönkum.vísir/vilhelm Segja má að bakgrunnur Evu Bjargar nýtist henni vel við glæpasagnaskrifin. Hún segir að ýmsar rannsóknir hafi verið gerð á því hvers vegna sumir fremji glæpi en aðrir ekki. Og vísar til hinnar þekktu Dunedin-rannsóknar en þar fundu rannsakendur mögulega sjálft glæpagenið. „Sem er bara virkt ef ákveðnar samfélagslegar aðstæður voru til staðar. Ef þú elst upp án ástar og umhyggju getur þetta gen virkjast í þér og þá er ég ekki endilega að tala um að þú myrðir heldur sýnir afbrotahegðun seinna í lífinu. Árin í frumbernsku hafa mikil áhrif,“ segir Eva Björg. Í rannsókninni var 1037 börnum fylgt eftir frá frumbernsku. Glæpasagnahöfundar yndislegt fólk Það tekur Evu Björgu að sögn um sex mánuði að skrifa bækur sínar og svo fylgja allskyns lagfæringar. Hún segir glæpasöguna í stöðugri þróun, hún sé að breytast og nýir vinklar að koma inn. „Það eru til svo margir góðir glæpasagnahöfundar. Og því lægri afbrotatíðni í samfélögum þeim mun meira er leitað í afþreyingarform þar sem fjallað er um eitthvað sem gengur þvert á það. Kannski þess vegna sem glæpasaganb er svona vinsæl. Lengi hefur nordic noir verið spáð hægu andláti en það er ekkert lát á vinsældum.“ Á Íslandi eru um tugur höfunda sem fást við það að skrifa glæpasögur að staðaldri og hafa að því atvinnu. „Þetta er stórskemmtilegt samfélag,“ segir Eva Björg og nefnir að nýlokinni sé hátíð Iceland noir. „Þetta er vinalegasta og skemmtilegasta samfélag sem finnst. Við fáum alla útrás fyrir það slæma í bókunum.“ Að glæpasagnaskrifin hafi þá einskonar þerapjútískt gildi? „Jájá, er það ekki bara? Jújú, eða ég veit það ekki. Ég held að það sé hægt að fá ákveðna útrás, ekki þannig að ef maður hætti að skrifa færi maður út að drepa. En þetta er í það minnsta mjög skemmtilegur félagsskapur.“ Konurnar og glæpirnir Glæpasöguna má kannski flokka gróflega í það þá sem kenna má við Norðurlöndin, hin samfélagslega glæpasaga, við England „Whodunit“ og svo Bandaríkin, þar sem finna má hina kaldhömruðu einkaspæjarasögu og/eða trylli. Í tilraun til að flokka Evu Björg þá sver hún sig líkast til í ætt hinna norrænu en þar verður þó að segja fyrirvara. Eva Björg skrifar á daginn. Hún segir drauminn vera þann að geta sinnt skáldsagnaritun og hafa að því atvinnu. Og fátt bendir til annars en að einmitt sá draumur sé að rætast.vísir/vilhelm Hún segist til að mynda ekki hafa lesið Mankell og hún hrífst ekki af norsku stórstjörnunni Jo Nesbö. „Ég er alls ekki fyrir harðsoðna krimma. Ég hef meiri áhuga á samfélagslegum aðstæðum og lífi fólks, sálarlífi þeirra persóna sem ég er að skrifa um. Sálfræðitrylla og fjölskyldudrama einhvers konar. Ég gæti ekki lesið bækur um skipulagða glæpastarfsemi og ég get ekki bækur þar sem spennan er of mikil, þá fer ég að fletta of hratt í gegn. Áhugaverðar persónur heilla mig meira en hraðinn.“ En, hvernig er það til að mynda ef litið er til mikils áhuga á hlaðvarpi þar sem glæpir eru til umfjöllunar, svo virðist sem áhugi kvenna á þessu sé umtalsvert meiri en karla? „Já, ég held að það sé rétt,“ segir Eva Björg hugsi. „Konur eru oftast fórnarlömb glæpamanna... það er ákveðin kenning, að þarna ráði einskonar varnarþörf. Eitthvað á þá leið að við viljum lesa um glæpi og ímynda okkur hvernig við getum varist þeim. En glæpir eiga sér oftast stað innan náinna sambanda.“ Og Eva Björg bendir á að almennt þá lesa konur meira og fleiri skáldsögur. „Og kannski eru það svo að konur hafi meiri áhuga á öðru fólki og þannig sögum? Það er erfitt að setja fingurinn á það. En, það er rétt, stærsti hópur hlustenda á „True Crime“ eru konur. Sjálf hlusta ég endalaust á slík hlaðvörp meðan karlinn minn hefur engan áhuga á þeim. Ég veit ekki hvers vegna þetta er.“ Skagamaður búsett við KR-völlinn Eins og áður kom fram er Eva Björg Skagamaður, og stolt af því en býr nú hjá KR-vellinum vestur í bæ. „Eldri strákurinn er í borðtennis en yngri er í fótboltanum, og maðurinn er að þjálfa hann hjá KR. Hann treystir engum öðrum í það. Og svo eigum við eina litla stelpu sem hefur engan áhuga á þessu.“ Eva Björg er Skagamaður en býr nú við KR-völlinn með eiginmanni og þremur börnum.vísir/vilhelm Aðspurð segir Eva Björg að það gangi vel að samþætta skrifin og fjölskyldulífið. „Ég vinn við þetta. Er heima að skrifa á daginn. Ég hef náð að gera þetta á dagvinnutíma. Gengur svona ljómandi vel. Maður tekur þetta ár frá ári og sér hvernig næsta ár verður út frá samningum sem maður hefur gert. Ég hef náð að vinna við þetta hingað til og er þakklát fyrir hvert ár sem maður sér fram á að geta gert það. Draumurinn að geta starfað við þetta áfram.“ Þú hefur leynt og ljóst stefnt að því að skrifa glæpasögur en eru engin önnur form skáldskapar sem þú gætir hugsað þér að fást við? „Það gæti vel verið, en ég ætla að halda mig við glæpasöguna næstu ár. En kannski getur komið eitthvað með því, mig hefur alltaf langað til að skrifa unglingabók. Ég held að það gæti verið gaman. En mér finnst mjög gaman að skrifa glæpasögur.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Höfundatal Akranes Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira