Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2021 08:30 Sverre Jakobsson hefur verið aðstoðarþjálfari Jónatans Magnússonar og nú bætist Heimir Örn Árnason við teymið. vísir/hulda margrét Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins. Samhliða þjálfun meistaraflokks hefur Jónatan þjálfað yngri flokka. Hann tók sér nokkurra daga frí frá störfum í þessari viku til að ná heilsu, eftir að hafa glímt við höfuðverk síðustu vikur, en segist ekki koma til með að missa af neinum leikja KA í Olís-deildinni. Liðið mætir næst Gróttu á heimavelli á sunnudag. Endurkoma Heimis, sem verður annar aðstoðarþjálfara KA ásamt Sverre Jakobssyni, er þó öðrum þræði hugsuð til að minnka álagið á Jónatani. „Ég er ekki að fara í veikindaleyfi og verð með í næsta leik. Við erum bara að breyta strúkturnum og fá fleiri með mér því það er búið að vera mikið að gera,“ segir Jónatan og bendir blaðamanni góðfúslega á að ekki sé um neina stórfrétt að ræða: „Ég er ekki að hætta. Þetta er ekki einhver hallarbylting.“ Heimir Örn Árnason leggur dómaraflautuna á hilluna og kemur inn í þjálfarateymi KA.vísir/vilhelm KA hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni og tapað sjö af tíu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti, einungis fyrir ofan nýliða Víkings og HK, og endurkomu Heimis því sjálfsagt ætlað að hjálpa til við að snúa gengi liðsins. Heimir mun því ekki sinna dómgæslu í Olís-deildinni í vetur. Hann hætti sem aðstoðarþjálfari KA árið 2019 þegar Jónatan varð aðalþjálfari ásamt Stefáni Árnasyni, sem Heimir hafði aðstoðað. Áður stýrði Jónatan liði KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Stefán steig svo til hliðar fyrir síðustu leiktíð og Sverre kom inn sem aðstoðarþjálfari. Olís-deild karla KA Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Samhliða þjálfun meistaraflokks hefur Jónatan þjálfað yngri flokka. Hann tók sér nokkurra daga frí frá störfum í þessari viku til að ná heilsu, eftir að hafa glímt við höfuðverk síðustu vikur, en segist ekki koma til með að missa af neinum leikja KA í Olís-deildinni. Liðið mætir næst Gróttu á heimavelli á sunnudag. Endurkoma Heimis, sem verður annar aðstoðarþjálfara KA ásamt Sverre Jakobssyni, er þó öðrum þræði hugsuð til að minnka álagið á Jónatani. „Ég er ekki að fara í veikindaleyfi og verð með í næsta leik. Við erum bara að breyta strúkturnum og fá fleiri með mér því það er búið að vera mikið að gera,“ segir Jónatan og bendir blaðamanni góðfúslega á að ekki sé um neina stórfrétt að ræða: „Ég er ekki að hætta. Þetta er ekki einhver hallarbylting.“ Heimir Örn Árnason leggur dómaraflautuna á hilluna og kemur inn í þjálfarateymi KA.vísir/vilhelm KA hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni og tapað sjö af tíu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti, einungis fyrir ofan nýliða Víkings og HK, og endurkomu Heimis því sjálfsagt ætlað að hjálpa til við að snúa gengi liðsins. Heimir mun því ekki sinna dómgæslu í Olís-deildinni í vetur. Hann hætti sem aðstoðarþjálfari KA árið 2019 þegar Jónatan varð aðalþjálfari ásamt Stefáni Árnasyni, sem Heimir hafði aðstoðað. Áður stýrði Jónatan liði KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Stefán steig svo til hliðar fyrir síðustu leiktíð og Sverre kom inn sem aðstoðarþjálfari.
Olís-deild karla KA Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira