Innherji

Gréta María lætur af störfum hjá Brimi

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Gréta María Grétarsdóttir hóf störf hjá Brimi í febrúar.
Gréta María Grétarsdóttir hóf störf hjá Brimi í febrúar. Vísir/Vilhelm

Gréta María Grétarsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá útgerðinni.

Gréta María, sem mun láta af störfum á næstu vikum, tók við framkvæmdastjórastöðunni í febrúar á þessu ári. Áður var hún framkvæmdastjóri Krónunnar og þar áður fjár­mála­stjóri Festi.

Þá hef­ur hún setið í fjöl­mörg­um stjórn­um og einnig sinnt kennslu við verk­fræðideild Há­skóla Íslands og við MPM nám í verk­efna­stjórn. 

Á meðan Gréta María starfaði hjá Krónunni hlaut hún Viðskipta­verðlaun Viðskipta­blaðsins og Frjálsr­ar versl­un­ar árið 2019 fyr­ir áherslu á um­hverf­is- og lýðheilsu­mál.

Í tilkynningu Brims er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra að það sé eftirsjá eftir Grétu Maríu sem hafi reynst útgerðinni vel. Hún hafi komið með „margar góðar og ferskar hugmyndir og sýn“ rekstur Brims.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×