Skoðun

Niðursetningarnir

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Íslenskur almenningur sem lifir í ríkasta samfélagi veraldar eru niðursetningar í eigin landi. Spillingin sem vaxið hefur í kringum kvótakerfið sem aldrei átti að verða hefur fært útgerðunum þvílík pólitísk völd að þeir ráða orðið gengi krónunnar.

2014 þegar allt hafði verið gert frá hruni til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar hækkaði ekki enda gróði útgerðarinnar í hrungenginu €=160 kr fordæmalaus voru hækkandi tekjur þjóðarinnar farnar að þrýsta á gengið og ekkert annað en hækkun á flot krónunni lá fyrir. En þá hófst fordæmalaust ferli sem gekk gegn öllu velsæmi hvað athafnir Seðlabanka varðar. Fjármálaráðaherra setur pressu á Seðlabankastjórann (rak hann og réð aftur) og skipaði honum að hefja fordæmalaus uppkaup á gjaldeyrir í þeim tilgangi að hægja á mælanlegum hagvexti og koma þannig í veg fyrir eðlilega hækkun á gengi krónunnar.

Takið þið nú vel eftir. Þarna fer fjármálaráðherrann gagngert gegn hagsmunum þjóðarinnar og almennings og tekur óáunninn hag útgerðarinnar fram yfir skyldur sínar gagnvar almenning í landinu sem átti rétt á því að gengið rétti úr kútnum og launafólk lífeyrisþegar og allir fengju eðlilegan kaupmátt launa sinna.

Með þessu fordæmalausa hryðjuverki sem nú hefur haldið áfram í yfir 6 ár hefur Seðlabankinn verið notaður til að gera okkur borgarana að Niðursetningum í eigin landi sem er bara eitt ríkasta og lang tekjuhæsta samfélag verlaldar. Hér hefur verið góðæri í 6 ár sem fer vaxandi en við höfum í engu fengið að njóta vegna glæpaverka sem framin eru á gengi krónunnar. Aðgerð sem er í engu verjanlega.

Ætla mætti að gengi Evrunnar ætti að vera svipað og fyrir hrun €=90 kr en Seðlabankinn kemst upp með að vera búinn að kaupa upp gjaldeyrir fyrir 930 milljarða (gjaldeyrisvarsjóður í eigu laun og lífeyrisþega) til að halda gengi krónunnar í € = 150 kr. Þarna er grímulaust verð að stela af mér og þér til að hygla útgerðinni sem á Sjálfstæðisflokkinn. Útgerðin er að fá 50% meiri tekjur út á þetta skítaplott í Seðlabankanum.

Höfundur er heldirborgari og fyrrverandi skipstjóri.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×