Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2021 22:11 Flugsýn yfir hringveginn og brúna yfir Gígju á Skeiðarársandi í dag. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú. Til hægri sést til Lómagnúps og Fljótshverfis. Ragnar Axelsson Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug yfir Grímsvötn í dag. Sjá má vök komna á vötnin og gufumekki stíga þaðan upp. Gufumekkir stigu upp úr Grímsvötnum í dag þar sem jarðhitinn bræddi sig í gegnum ísinn.Ragnar Axelsson Íshellan yfir vötnunum hefur sigið um tíu metra á síðustu tveimur vikum en í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sér Helgi Björnsson jöklafræðingur á mælitækjum hvernig hlaupið er að vaxa. „Svo rís þetta með þessum hraða upp og er komið núna í 800 rúmmetra á sekúndu,“ segir Helgi um leið og hann bendir á línuritið. Jarðvísindamennirnir Helgi Björnsson og Páll Einarsson í Öskju, húsi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag.Sigurjón Ólason Hlaupvatnið rennur um rásir undir Skeiðarárjökli og í dag mátti sjá skýr merki þess að það væri byrjað að spretta undan jökulsporðinum. Og meðan Ragnar flaug þarna yfir í dag settum við hann í beint símasamband við Helga til að lýsa rennslinu. „Ég held að það sé að koma í báðar, bæði Gígjukvísl og svo í Skeiðará. Það er að koma þarna upp undan við fjallið austast,“ sagði Ragnar úr flugvélinni. „En það er ekkert niður í gamla Skeiðarárfarveginn, er það?“ spurði Helgi. „Jaa, það gæti gert það,“ svaraði Ragnar. Hlaupvatnið rennur í farvegi Skeiðarár við Jökulfell en sveigir síðan vestur með sporði Skeiðarárjökuls og yfir í Gígju. Fjær til hægri sést til Skaftafells og Öræfajökuls.Ragnar Axelsson Næst jöklinum fylgdi hlaupið gamla farvegi Skeiðarár en okkur virtist það síðan rennu meðfram jaðri Skeiðarárjökuls og yfir í Gígjukvísl. Þar var áin í dag greinilega farin að bólgna út og breiða úr sér. En verður þetta stórt hlaup í sögulegu samhengi? „Nei, það er ekki mikið í Grímsvötnum, - ekki eins og var. Það er einn rúmkílómetri en hér áður fyrr voru þeir þrír. Þannig að við erum að tala um að það gæti kannski á viku, eða rúmlega það, náð þrjú-fjögurþúsund teningsmetrum á sekúndu, sem er lítið. Því að hlaupið í Gjálpargosinu var fimmtíu. En þetta fer rólega af stað,“ svarar Helgi. Flogið yfir Grímsvötn í dag.Ragnar Axelsson En stóra spurningin er: Fylgir þessu eldgos, eins og gerðist í hlaupinu árið 2004? „Þá var sem sé vatnsborðið í Grímsvötnum búið að falla niður um, held ég, tuttugu metra þegar gosið kom upp. Núna hefur vatnsborðið fallið um tíu metra. Þannig að það er kannski ekki alveg komið að þessum punkti,“ svarar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en tekur fram að það sé ekkert víst að gos verði. „Gosin í Grímsvötnum eiga sér venjulega greinilegan aðdraganda, svona skammtíma aðdraganda. Það er að segja; það kemur venjulega skjálftahrina rétt á undan, áður en eldgos brýst upp. Þannig að það má nú reikna með að þess verði nú vart áður en gosið brýst upp. En það er ekkert slíkt ennþá sjáanlegt,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er Gjálpargosið árið 1996 rifjað upp en það sópaði burt brúnni yfir Gígju og tók hluta Skeiðarárbrúar: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36 Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53 Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01 Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug yfir Grímsvötn í dag. Sjá má vök komna á vötnin og gufumekki stíga þaðan upp. Gufumekkir stigu upp úr Grímsvötnum í dag þar sem jarðhitinn bræddi sig í gegnum ísinn.Ragnar Axelsson Íshellan yfir vötnunum hefur sigið um tíu metra á síðustu tveimur vikum en í Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sér Helgi Björnsson jöklafræðingur á mælitækjum hvernig hlaupið er að vaxa. „Svo rís þetta með þessum hraða upp og er komið núna í 800 rúmmetra á sekúndu,“ segir Helgi um leið og hann bendir á línuritið. Jarðvísindamennirnir Helgi Björnsson og Páll Einarsson í Öskju, húsi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í dag.Sigurjón Ólason Hlaupvatnið rennur um rásir undir Skeiðarárjökli og í dag mátti sjá skýr merki þess að það væri byrjað að spretta undan jökulsporðinum. Og meðan Ragnar flaug þarna yfir í dag settum við hann í beint símasamband við Helga til að lýsa rennslinu. „Ég held að það sé að koma í báðar, bæði Gígjukvísl og svo í Skeiðará. Það er að koma þarna upp undan við fjallið austast,“ sagði Ragnar úr flugvélinni. „En það er ekkert niður í gamla Skeiðarárfarveginn, er það?“ spurði Helgi. „Jaa, það gæti gert það,“ svaraði Ragnar. Hlaupvatnið rennur í farvegi Skeiðarár við Jökulfell en sveigir síðan vestur með sporði Skeiðarárjökuls og yfir í Gígju. Fjær til hægri sést til Skaftafells og Öræfajökuls.Ragnar Axelsson Næst jöklinum fylgdi hlaupið gamla farvegi Skeiðarár en okkur virtist það síðan rennu meðfram jaðri Skeiðarárjökuls og yfir í Gígjukvísl. Þar var áin í dag greinilega farin að bólgna út og breiða úr sér. En verður þetta stórt hlaup í sögulegu samhengi? „Nei, það er ekki mikið í Grímsvötnum, - ekki eins og var. Það er einn rúmkílómetri en hér áður fyrr voru þeir þrír. Þannig að við erum að tala um að það gæti kannski á viku, eða rúmlega það, náð þrjú-fjögurþúsund teningsmetrum á sekúndu, sem er lítið. Því að hlaupið í Gjálpargosinu var fimmtíu. En þetta fer rólega af stað,“ svarar Helgi. Flogið yfir Grímsvötn í dag.Ragnar Axelsson En stóra spurningin er: Fylgir þessu eldgos, eins og gerðist í hlaupinu árið 2004? „Þá var sem sé vatnsborðið í Grímsvötnum búið að falla niður um, held ég, tuttugu metra þegar gosið kom upp. Núna hefur vatnsborðið fallið um tíu metra. Þannig að það er kannski ekki alveg komið að þessum punkti,“ svarar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur en tekur fram að það sé ekkert víst að gos verði. „Gosin í Grímsvötnum eiga sér venjulega greinilegan aðdraganda, svona skammtíma aðdraganda. Það er að segja; það kemur venjulega skjálftahrina rétt á undan, áður en eldgos brýst upp. Þannig að það má nú reikna með að þess verði nú vart áður en gosið brýst upp. En það er ekkert slíkt ennþá sjáanlegt,“ segir Páll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er Gjálpargosið árið 1996 rifjað upp en það sópaði burt brúnni yfir Gígju og tók hluta Skeiðarárbrúar:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36 Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53 Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01 Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Telja að mannvirki muni þola hlaupið Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 20:36
Grimsvatnagosið í heimsfréttunum Fjölmiðlar víða um heim hafa í kvöld sagt frá eldgosinu í Grímsvötnum minnugir þess hve mikil röskun varð á flugi í fyrra þegar Eyjafjallajökull gaus. 21. maí 2011 21:53
Gosmökkurinn mikill og öskufall víða Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu. 21. maí 2011 00:01
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Gjálpargosið þurfti nærri tvo daga til að bræða jökulinn Gjálpargosið í Vatnajökli árið 1996 er síðasta eldgosið sem rakið er til Bárðarbungu. 23. ágúst 2014 17:45