Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 11:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Alþingis horfir til almættisins og minnir núverandi meirihluta þingsins á hverfulleika lífsins. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09