Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 14:29 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent Willum Þór Þórssyni minnisblað um Covid-19 þar sem fókusinn er omíkron afbrigðið. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. Þetta kemur fram í fyrsta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willums Þórs Þórssonar nýskipaðs heilbrigðisráðherra. Þórólfur óskar Willum til hamingju með nýja starfið og segist á næstu dögum ætla að senda honum ítarlegra uppgjör vegna COVID-19 hér á landi og reifa hugmyndir sínar um framtíðarhorfur vegna sjúkdómsins. Í minnisblaðinu ræðir Þórólfur nýtt afbrigði veirunnar sem veldur Covid og nefnt hefur verið omíkron. Hertar aðgerðir á landamærum meðan beðið er upplýsinga Þórólfur rekur að afbrigðið hafi greinst fyrst í Botswana í Afríku í byrjun nóvember og hafi síðan greinst í Suður-Afríku og nokkrum löndum utan Afríku meðal annars í Evrópu. Mikil fjölgun smita í sunnanverðri Afríku hefur hins vegar vakið áhyggjur um víðtæka dreifingu afbrigðisins í álfunni. „Mjög mörg afbrigði hafa greinst af SARS-CoV-2 frá því að COVID-19 faraldurinn hófst en það sem er sérstakt við þetta nýja afbrigði er hversu margar stökkbreytingar hafa greinst. Um 60 stökkbreytingar hafa greinst í Omicron afbrigðinu og þar af um 30 í hinu svokallaða „spike“ (gadda) geni veirunnar sem stjórnar framleiðslu á „spike“ prótíni (S-prótín) og sem er langt umfram það sem áður hefur sést.“ S-prótín finnist á yfirborði veirunnar og stýri hvernig hún komist inn í frumur líkamans. „Þannig gegnir þetta prótín lykilhlutverki við dreifingu og fjölgun veirunnar í líkamanum. Ónæmiskerfi líkamans myndar einnig mótefni gegn prótíninu í kjölfar náttúrulegra sýkingu og eftir bólusetningu sem verndar gegn frekari sýkingum.“ Þegar svo margar stökkbreytingar verði á S-prótíninu þá vakni áhyggjur af því að smithæfni hennar kunni að aukast, hún geti valdið alvarlegri veikindum og að ónæmi sem fengist hefur af fyrri sýkingum og bólusetningum muni ekki vernda gegn frekari sýkingum eða smiti. Því hafi mörg lönd og þeirra á meðal Ísland gripið til hertra aðgerða á landamærum á meðan að frekari upplýsinga um afbrigðið sé aflað. Sviðsmynd tilbúin í lok vikunnar Þórólfur vísar til nýrrar reglugerðar sem tók gildi á sunnudaginn varðandi landamærin. Allir sem dvalist hafa lengur en 24 klukkustundir á síðastliðnum 14 dögum í Botsvana, Esvatíni, Lesótó, Mósambík, Namibíu, Zimbabwe og Suður Afríku verði að fara í PCR próf við komuna hingað til lands og dvelja fimm daga í sóttkví sem ljúki með öðru PCR prófi. Þessar ráðstafanir séu í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópusambandsins, sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og heilbrigðis- og öryggismálaráðs Evrópusambandsins (HSC). „Nú er hins vegar ljóst að hið nýja afbrigði er ekki eingöngu bundið við fyrrgreind lönd í suðurhluta Afríku heldur hefur það greinst í öðrum heimshlutum og í nokkrum löndum Evrópu. Við þurfum því að vera undir það búin að það geti borist hingað til lands. Jafnframt þurfum við að undirbúa að grípa þurfi til hertari aðgerðum á landamærum og jafnvel innanlands ef veiran reynist skeinuhættari en talið hefur verið.“ Mat á því sé nú í gangi og unnið að mismunandi sviðmyndum þar að lútandi. Þær sviðmyndir verða breytilegar eftir því sem nánari upplýsingar berast en gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin í lok vikunnar. „Þær aðgerðir sem nú eru í gangi á okkar landamærum eiga að minnka áhættuna á því að Omicron afbrigðið berist inn í landið en koma ekki að öllu leyti í veg fyrir það. Auk þess eiga þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru viðhafðar innanlands að lámarka dreifingu þess í samfélaginu. Raðgreing veirunnar sem gerð er af Íslenskri erfðagreiningu mun auk þess greina veiruna fljótt og örugglega og er reynt að flýta því ferli eftir föngum.“ Þórólfur segir að ætla megi að frekari upplýsingar muni berast um eiginleika hins nýja afbrigðis á næstu dögum og vikum. Þá muni línur skýrast betur. „Ég er því ekki á þessari stundu með tillögur um hertari aðgerðir á landamærum eða innanlands en það kann að breytast fljótt.“ Tengd skjöl Minnisblad_vegna_omikronPDF452KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þetta kemur fram í fyrsta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willums Þórs Þórssonar nýskipaðs heilbrigðisráðherra. Þórólfur óskar Willum til hamingju með nýja starfið og segist á næstu dögum ætla að senda honum ítarlegra uppgjör vegna COVID-19 hér á landi og reifa hugmyndir sínar um framtíðarhorfur vegna sjúkdómsins. Í minnisblaðinu ræðir Þórólfur nýtt afbrigði veirunnar sem veldur Covid og nefnt hefur verið omíkron. Hertar aðgerðir á landamærum meðan beðið er upplýsinga Þórólfur rekur að afbrigðið hafi greinst fyrst í Botswana í Afríku í byrjun nóvember og hafi síðan greinst í Suður-Afríku og nokkrum löndum utan Afríku meðal annars í Evrópu. Mikil fjölgun smita í sunnanverðri Afríku hefur hins vegar vakið áhyggjur um víðtæka dreifingu afbrigðisins í álfunni. „Mjög mörg afbrigði hafa greinst af SARS-CoV-2 frá því að COVID-19 faraldurinn hófst en það sem er sérstakt við þetta nýja afbrigði er hversu margar stökkbreytingar hafa greinst. Um 60 stökkbreytingar hafa greinst í Omicron afbrigðinu og þar af um 30 í hinu svokallaða „spike“ (gadda) geni veirunnar sem stjórnar framleiðslu á „spike“ prótíni (S-prótín) og sem er langt umfram það sem áður hefur sést.“ S-prótín finnist á yfirborði veirunnar og stýri hvernig hún komist inn í frumur líkamans. „Þannig gegnir þetta prótín lykilhlutverki við dreifingu og fjölgun veirunnar í líkamanum. Ónæmiskerfi líkamans myndar einnig mótefni gegn prótíninu í kjölfar náttúrulegra sýkingu og eftir bólusetningu sem verndar gegn frekari sýkingum.“ Þegar svo margar stökkbreytingar verði á S-prótíninu þá vakni áhyggjur af því að smithæfni hennar kunni að aukast, hún geti valdið alvarlegri veikindum og að ónæmi sem fengist hefur af fyrri sýkingum og bólusetningum muni ekki vernda gegn frekari sýkingum eða smiti. Því hafi mörg lönd og þeirra á meðal Ísland gripið til hertra aðgerða á landamærum á meðan að frekari upplýsinga um afbrigðið sé aflað. Sviðsmynd tilbúin í lok vikunnar Þórólfur vísar til nýrrar reglugerðar sem tók gildi á sunnudaginn varðandi landamærin. Allir sem dvalist hafa lengur en 24 klukkustundir á síðastliðnum 14 dögum í Botsvana, Esvatíni, Lesótó, Mósambík, Namibíu, Zimbabwe og Suður Afríku verði að fara í PCR próf við komuna hingað til lands og dvelja fimm daga í sóttkví sem ljúki með öðru PCR prófi. Þessar ráðstafanir séu í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópusambandsins, sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og heilbrigðis- og öryggismálaráðs Evrópusambandsins (HSC). „Nú er hins vegar ljóst að hið nýja afbrigði er ekki eingöngu bundið við fyrrgreind lönd í suðurhluta Afríku heldur hefur það greinst í öðrum heimshlutum og í nokkrum löndum Evrópu. Við þurfum því að vera undir það búin að það geti borist hingað til lands. Jafnframt þurfum við að undirbúa að grípa þurfi til hertari aðgerðum á landamærum og jafnvel innanlands ef veiran reynist skeinuhættari en talið hefur verið.“ Mat á því sé nú í gangi og unnið að mismunandi sviðmyndum þar að lútandi. Þær sviðmyndir verða breytilegar eftir því sem nánari upplýsingar berast en gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa verði tilbúin í lok vikunnar. „Þær aðgerðir sem nú eru í gangi á okkar landamærum eiga að minnka áhættuna á því að Omicron afbrigðið berist inn í landið en koma ekki að öllu leyti í veg fyrir það. Auk þess eiga þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru viðhafðar innanlands að lámarka dreifingu þess í samfélaginu. Raðgreing veirunnar sem gerð er af Íslenskri erfðagreiningu mun auk þess greina veiruna fljótt og örugglega og er reynt að flýta því ferli eftir föngum.“ Þórólfur segir að ætla megi að frekari upplýsingar muni berast um eiginleika hins nýja afbrigðis á næstu dögum og vikum. Þá muni línur skýrast betur. „Ég er því ekki á þessari stundu með tillögur um hertari aðgerðir á landamærum eða innanlands en það kann að breytast fljótt.“ Tengd skjöl Minnisblad_vegna_omikronPDF452KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira