Þungavigtin um Arnór Smára: „Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Rikki G spurði þá Kristján Óla og Mikael um endurkomu Arnórs Smárasonar í íslenska boltann. Þungavigtin Í síðasta þætti Þungavigtarinnar velti Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, þeirri spurningu hvort kaup Vals á Arnóri Smárasyni væru einhver verstu kaup síðari ára. Að venju voru þeir Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson með Rikka. „Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Ég kíkti aðeins á Víking – Val og velti fyrir mér hvort Arnór Smárason sé að spila með blautt sement í skónum sínum því maðurinn haggast ekki. Hann er ekki í góðu standi og því spyr ég: Er Arnór Smárason pund fyrir pund ein verstu og misheppnuðustu kaup í íslenskum fótbolta, það er að segja í deild,“ spurði Ríkharð Óskar. „Frábær spurning. Hann kom í fyrra og spilaði nánast ekki neitt. Hann var ekki að koma heim til að fá 200 þúsund krónur á mánuði og græna kortið frá Val. Ég get alveg lofað þér því. Áður en hann kom í Val var hann eiginlega ekkert búinn að spila í tvö ár þó hann sé ekki það gamall, fæddur 1989 eða 1988,“ svaraði Kristján Óli um hæl. „Hann haggaðist ekki, hann hreyfðist ekki,“ bætti Ríkharð Óskar við en samkvæmt honum lék Arnór á miðri miðju Valsmanna í leiknum gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég held að Stjáni fari alveg með rétt mál að tékkinn hans sé örugglega hærri en 200 þúsund krónur á mánuði, örugglega mun hærri. Hann vann ekki fyrir einni krónu af þeim peningum síðasta sumar. Ekki er þetta þá að byrja vel núna en eigum við ekki að gefa honum smá breik, það er nú bara nóvember,“ sagði Mikael Nikulásson að endingu. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Arnór Smárason (til vinstri) í leik með Val gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira