Viðskipti innlent

Ráðin deildar­stjóri vöru­húsa og dreifingar hjá Dis­ti­ca

Atli Ísleifsson skrifar
Oddný Sófusdóttir.
Oddný Sófusdóttir. Distica

Oddný Sófusdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Hun tekur við starfinu af Birgi Hrafn Hafsteinssyni, sem gengt hefur starfinu frá upphafi árs 2017.

Í tilkynningu kemur fram að Oddný hafi starfað hjá Distica frá árinu 2005 og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum og stjórnunarhlutverkum. 

„Oddný hefur því mikla reynslu af öllu sviðum vöruhúsareksturs auk þess að hafa verið í fararbroddi í umbótastarfi vöruhúsanna undanfarin ár. 

Frá 2018 hefur Oddný sinnt hlutverki verkefnastjóra vöruhúsanna auk þess að vera aðstoðardeildarstjóri. Á því tímabili hefur Oddný bæði tekið þátt í og leitt stór verkefni innan deildarinnar sem m.a. hafa snúið að uppfærslu vöruhúsakerfa og innleiðingu eigin dreifingar Distica á höfuðborgarsvæðinu. Oddný er með diplóma í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. 

Oddný er gift Davíð Pálssyni, þau búa í Hafnarfirði ásamt 4 börnum en saman eiga þau 5 börn og eitt barnabarn.“

Um Distica segir að það sé leiðandi á sínum markaði og sérhæfi sig í vörustjórnun fyrir fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Distica dreifir m.a lyfjum, rannsóknartækjum, rekstrarvörum og neytendavörum til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, tannlækna, dýralækna og verslana. Árstekjur Distica 2020 voru 25 milljarðar og stöðugildi 85.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×