Ókeypis leikskóli og tónlistarskóli í Reykhólahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 14:06 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um tæplega 250 íbúa. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er góð. Aðsend Mikil ánægja er hjá foreldrum barna í Reykhólahreppi því á nýju ári verða leikskólagjöld og tónlistarnám í sveitarfélaginu ókeypis fyrir börn. Ástæðan er góð afkoma sveitarfélagsins. Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við. Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við.
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent