Postulakirkja lífvarðar Sigga hakkara og Menningarsetur múslima afskráð á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2021 09:00 Menningarsetur múslima á Íslandi var til húsa í Ýmishúsinu við Skógarhlíð um hríð. Vísir Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur afskráð tvö trúfélög það sem af eru þessu ári. Annað þeirra var Menningarsetur múslima á Íslandi sem varð gjaldþrota en hitt kristlegur söfnuður undir stjórn fyrrverandi hermanns sem starfaði um tíma sem lífvörður Sigga „hakkara“. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum var Menningarsetur múslima á Íslandi fellt af skrá 12. mars. Það hafði áður breytt um nafn hét þá Moska hins miskunnsama á Íslandi frá júní 2020. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seint á síðasta ári. Aðstandendur félagsins skráðu annað trúfélag í apríl en það gengur undir nafninu Íslamskt menningarsetur Íslands (Islamic Cultural Center of Iceland (ICCI)). Töluverður styr hafði staðið um starfsemi Menningarseturs múslima á Íslandi síðasta áratuginn. Ásakanir voru uppi um að félagið þægi fjármuni frá róttækum íslamistum erlendis, nokkuð sem leiðtogar þess hér sögðust ekki kannast við. Þá kom til töluverðra deilna á milli félagsins og Stofnunar múslima á Íslandi, meðal annars um húsnæði í Ýmishúsinu við Skógarhlíð í Reykjavík. Postulakirkja ekki talin uppfylla skilyrði laga Hitt félagið sem sýslumaður tók af skrá í fyrra var svonefnd Postulakirkja Beth-Shekhinah. Afskráningin var auglýst í janúar. Sýslumannsembættið veitti aðeins þær upplýsingar að félagið hefði verið afskráð vegna þess að það hafi ekki lengur verið talið uppfylla skilyrði þriðju greinar laga um trú- og lífsskoðunarfélag. Sú grein kveður meðal annars á um að félög verði að hafa náð fótfestu, hafa virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þeirra stríði ekki gegn lögum, góðu siðferði eða allsherjareglu til að hljóta opinbera skráningu. Forstöðumaður Postulakirkjunnar var Dan Sommers. Í viðtali við hann í Fréttablaðinu árið 2018 kom fram að hann væri fyrrverandi hermaður úr danska hernum. Hann hafi einnig starfað sem lífvörður fyrir Sigurð Inga Þórðarson sem gjarnan hefur verið nefndur Siggi hakkari í fjölmiðlum. Sigurður Ingi hefur hlotið sakadóma fyrir barnaníð, fjársvik og þjófnað. Sommer sagði í viðtalinu að leiðir þeirra Sigurður Inga hefði skilið eftir að upp um glæpi hans komst. Í umfjöllun Stundarinnar um Sigurð Inga frá því í október kom fram að þeir Sommer hafi átt í einhvers konar viðskiptasambandi fram til 2019. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru félagar í Postulakirkjunni á bilinu átján til 29 á árunum 2014 til 2021. Á Facebook-síðu Postulakirkjunnar segir að hún sé „frumkristið samfélag karla og kvenna sem hefur það að markmiði að efla andlegt líf allra landsmanna“. Fyrir utan hefðbundið kirkjustarf sé mikil áhersla lögð á uppbyggjandi félagsstarf og samveru eins og heilsurækt, útivist, fræðslu og námskeiðahald. Uppfært 29.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefði afskráð trúfélögin. Það rétta er að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.
Trúmál Stjórnsýsla Mál Sigga hakkara Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent