Fyrrverandi leikmaður Tottenham segir leikmenn liðsins hafa verið sér til skammar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 07:01 Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið gegn NS Mura í gær, en O'Hara lét nánast hvern einn og einasta leikmann liðsins heyra það eftir leikinn. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images Jamie O'Hara, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur og núverandi sparkspekingur, segir að margir af leikmönnum liðsins hafi verið sér til skammar þegar liðið tapaði 2-1 gegn slóvenska liðinu NS Mura í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Tottenham lenti undir snemma leiks og þurfti svo að spila seinasta klukkutíman manni færri eftir að Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald. Harry Kane virtist hafa bjargað stigi fyrir Tottenham, en heimamenn stálu sigrinum með seinustu spyrnu leiksins. Tottenham þarf því á sigri að halda gegn toppliði Rennes í lokaumferðinni til að komast í útslattakeppnina á markatölu. „Þetta er lið í slóvensku efstu deildinni og ég myndi búast við að utandeildarlið frá Englandi myndi gefa þeim leik,“ sagði O'Hara í settinu hjá Sky Sports. „Þetta var til skammar, og sumir af þessum leikmönnum - ég skal nefna þá - (Matt) Doherty, (Tanguy) Ndombele, Dele Alli og Davinson Sanchez voru gjörsamlega hræðilegir. Margir af þeim ættu ekki að fá að klæðast Tottenham-treyju aftur finnst mér.“ O'Hara var langt frá því að vera hættur og velti því meðal annars fyrir sér hvort leikmenn Tottenham hafi litið svo á að þeir væru yfir þennan leik hafnir. „Þetta er Evrópuleikur sem þú þarft að vinna og þú vilt sanna þig fyrir nýja þjálfaranum, Atnonio Conte. Þú verður að mæta og gefa allt sem þú átt og eiga frábæran leik til að láta þjálfarann vita að þú viljir vera hluti af þessum nýju tímum hjá félaginu. Það er ekki einn einasti elikmaður sem á skilið lof fyrir þennan leik.“ „Þetta var hræðileg frammistaða. Þessir leikmenn eru röltandi um völlinn eins og þeir séu að hugsa að þeir séu of góðir til að spila þennan leik.“ „Þetta var algjörlega til skammar frá sumum þarna. Ef Conte gerir ekki stórar breytingar - losið þá frá klúbbnum, losið ykkur við þá, losnið við þá af launaskránni - við viljum þá ekki. Þetta var ömurlegt,“ sagði O'Hara að lokum. 🗣 "They shouldn't wear a Spurs shirt again in my opinion."A rollercoaster of an evening for Jamie O'Hara as #THFC are beaten by the lowest-ranked team in the Europa Conference League 🤯 pic.twitter.com/IJIJeOdqva— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira