Erlent

Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af ástandinu í búðum í Dunkirk, þar sem fjöldi fólks bíður tækifæris til að komast til Bretlands. Fjöldi ungra barna býr í búðunum en veðrið er að versna og aðstaðan langt í frá til fyrirmyndar.
Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af ástandinu í búðum í Dunkirk, þar sem fjöldi fólks bíður tækifæris til að komast til Bretlands. Fjöldi ungra barna býr í búðunum en veðrið er að versna og aðstaðan langt í frá til fyrirmyndar. AP/Louis Witter

Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands.

Innanríkisráðherra Frakka segir að fimm konur og eitt barn séu á meðal látnu en að enn sé lítið vitað um fólkið, til að mynda þjóðerni þess. 

Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa þegar rætt málið og heita því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þá sem standa í þessum ólöglegu flutningum á fólki. 

Báturinn sem fólkið var á var upplásinn og virðist hafa komið gat á hann með þeim afleiðingum að hann sökk. 

Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins grunaðir um að hafa staðið að smyglinu. 

Flóttafólkið býr við slæmar aðstæður í Frakklandi og margir freistast til að leggja á Ermarsundið áður en vetur skellur á fyrir alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×