Reiknað með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf ljúki annað kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2021 13:27 Það kemur í ljós annað kvöld hvort allir þeir sextíu og þrír þingmenn sem kjörbréf voru gefin út fyrir haldi þingsæti sínu eða hvort kosið verður aftur um sjö kjördæmakjörna þingmenn Norðvesturkjördæmis og níu jöfnunarþingmenn á landsvísu Vísir/Vilhelm Enn liggur ekki fyrir hversu margar tillögur koma til atkvæðagreiðslu á Alþingi á morgun varðandi staðfestingu eða synjun kjörbréfa vegna alþingiskosninganna í lok september. Niðurstaða þingsins ræður miklu um hvenær ný ríkissjórn og stjórnarsáttmáli verða kynnt. Kjörbréfanefnd Alþingis kom saman til stutts fundar klukkan hálf tíu í morgun. Eftir fyrsta fund nefndarinnar í gær liggur fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins mynda meirihluta í nefndinni um að leggja til að Alþingi samþykki öll útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar eftir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Einnig er ljóst að nokkur minnihlutaálit gætu komið fram þar sem nefndarmenn færa rök úr ólíkum áttum að sömu niðurstöðu. Þannig að hinar eiginlegu tillögur gætu orðið færri en álitin. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar reiknar með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf geti lokið í síðasta lagi annað kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar segir gert ráð fyrir að meirihluti nefndarinnar leggi til að kjörbréf allra sextíu og þriggja þingmanna verði staðfest. Enda væri ekki hægt að draga þá ályktun af rannsókn málsins að ógilda bæri kosninguna í Norðvesturkjördæmi. „Það hafa komið fram gallar á framkvæmdinni þar en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir gallar sem þar er um að ræða hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Lagaskilyrðið gengur nákvæmlega út á það,“ segir Birgir. Umræðan fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun gæti orðið löng og fari fram samkvæmt þingsköpum um aðra umræðu lagafrumvarpa þótt hann teldi þingmenn ekki endilega vera að búast við langri umræðu. „Það er alla vega ljóst að bæði nefndarmenn og jafnvel aðrir þingmenn vilja með einhverjum hætti tjá skoðanir sínar. Það er nú samt enginn að búast við því að þetta verði margra daga umræða. Heldur gera men ráð fyrir að þetta klárist á morgun.“ Að atkvæðagreiðslan fari fram á morgun, menn reikna frekar með því? „Já, það er gert ráð fyrir að það verði hægt að ganga þannig frá að atkvæðagreiðsla verði ekki seinna en annað kvöld,“ segir Birgir Ármannsson. Ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á morgun verður að öll kjörbréf verði samþykkt gætu stjórnarflokkarnir mögulega kynnt nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á laugardag. Það er að því gefnu að þær stofnanir flokkanna sem þurfa að leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann nái að gera það á föstudag. Að öðrum kosti mun það dragast fram yfir helgi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kjörbréfanefnd Alþingis kom saman til stutts fundar klukkan hálf tíu í morgun. Eftir fyrsta fund nefndarinnar í gær liggur fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins mynda meirihluta í nefndinni um að leggja til að Alþingi samþykki öll útgefin kjörbréf Landskjörstjórnar eftir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Einnig er ljóst að nokkur minnihlutaálit gætu komið fram þar sem nefndarmenn færa rök úr ólíkum áttum að sömu niðurstöðu. Þannig að hinar eiginlegu tillögur gætu orðið færri en álitin. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar reiknar með að atkvæðagreiðslu um kjörbréf geti lokið í síðasta lagi annað kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar segir gert ráð fyrir að meirihluti nefndarinnar leggi til að kjörbréf allra sextíu og þriggja þingmanna verði staðfest. Enda væri ekki hægt að draga þá ályktun af rannsókn málsins að ógilda bæri kosninguna í Norðvesturkjördæmi. „Það hafa komið fram gallar á framkvæmdinni þar en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þeir gallar sem þar er um að ræða hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Lagaskilyrðið gengur nákvæmlega út á það,“ segir Birgir. Umræðan fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun gæti orðið löng og fari fram samkvæmt þingsköpum um aðra umræðu lagafrumvarpa þótt hann teldi þingmenn ekki endilega vera að búast við langri umræðu. „Það er alla vega ljóst að bæði nefndarmenn og jafnvel aðrir þingmenn vilja með einhverjum hætti tjá skoðanir sínar. Það er nú samt enginn að búast við því að þetta verði margra daga umræða. Heldur gera men ráð fyrir að þetta klárist á morgun.“ Að atkvæðagreiðslan fari fram á morgun, menn reikna frekar með því? „Já, það er gert ráð fyrir að það verði hægt að ganga þannig frá að atkvæðagreiðsla verði ekki seinna en annað kvöld,“ segir Birgir Ármannsson. Ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á morgun verður að öll kjörbréf verði samþykkt gætu stjórnarflokkarnir mögulega kynnt nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á laugardag. Það er að því gefnu að þær stofnanir flokkanna sem þurfa að leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann nái að gera það á föstudag. Að öðrum kosti mun það dragast fram yfir helgi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33 Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02 Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00 Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Alvarlegast hvernig staðið var að vörslu kjörgagna Alvarlegasti annmarkinn á framkvæmd alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi þann 25. september lýtur að vörslu kjörgagna á meðan yfirkjörstjórn yfirgaf talningarstað daginn eftir kjördag. Þetta er niðurstaða undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem lauk störfum í gær. 23. nóvember 2021 21:33
Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. 23. nóvember 2021 21:02
Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. 23. nóvember 2021 20:00
Bein útsending: Rætt við þingmenn í kjörbréfanefnd Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag eftir eitt lengsta þinghlé síðari ára. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerð sína vegna framkvæmdar kosninga í Norðvesturkjördæmi einnig í dag en reikna má með tveimur og jafnvel fleiri álitum frá nefndarfólki. 23. nóvember 2021 14:39