Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2021 08:10 Meðal gagnanna eru punktar frá öðrum föngum þar sem þeir lýsa því sem Epstein er að gera á hverjum tíma. Myndin sýnir klefa Epstein eftir að hann lést. Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Þetta sýna gögn sem New York Times hefur undir höndum en þau gefa mynd af síðasta mánuðinum sem Epstein var á lífi. Samkvæmt gögnunum sagðist Epstein í samtali við sálfræðing í fangelsinu ekki hafa nokkurn áhuga á að taka eigið líf; hann væri „heigull“ og þyldi ekki sársauka. Samtalið átti sér stað nokkrum vikum eftir að hann gerði sjálfsvígstilraun og tveimur vikum áður en hann lést. Jeffrey Epstein. Það kvöld sagðist Epstein langa til að tala við móður sína í síma en hún var í raun löngu látin. Þess í stað hringdi hann í kærustu sína. Um nóttina var hann látinn vera einn í klefa, þrátt fyrir fyrirmæli um að hann ætti að hafa klefafélaga. Samkvæmt gögnunum varði Epstein löngum stundum í fundarherbergjum með lögmönnum sínum, kvartaði undan appelsínugulum fangabúningnum, svefnerfiðleikum og klósettinu í klefanum sínum. Þá ræddi hann við starfsmenn og fanga um áhuga sinn á stærðfræði og eðlisfræði og veitti þeim fjárfestingaráð. Honum varð einnig tíðrætt um frægt fólk sem hann umgekkst áður. New York Times segir gögnin ekki renna stoðum undir þær samsæriskenningar að Epstein hafi verið ráðinn bani en hins vegar sé ljóst að mörg mistök hafi verið gerð. Á innskráningarblaði var Epstein til að mynda lýst sem svörtum og þá var gefið til kynna að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, þrátt fyrir að hann væri sannarlega skráður kynferðisbrotamaður í Flórída. Ekki var fylgst með símtölum hans eins og reglur fangelsisins kveða á um. Í skýrslu fangelsissálfræðinga segir að Epstein hafi byggt sjálfsmynd sína á auð sínum og völdum og tengslum við aðra þekkta einstaklinga. Stöðumissir, skortur á samskiptum við aðra og líkurnar á langri fangelsvist hafi líklega átt þátt í því að svo fór sem fór. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira