Markalaust í fyrsta Meistaradeildarleik Xavi 23. nóvember 2021 22:03 Xavi var að stýra Barcelona í fyrsta skipti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images Barcelona og Benfica gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrsta Meistaradeildarleik Börsunga undir stjórn Xavi. Úrslitin þýða að bæði lið eiga enn möguleika á að fara upp úr E-riðli. Börsungar voru meira með boltann í leiknum, en bæði lið fengu sín færi til að koma boltanum í netið. Heimamenn frá Barcelona færðu sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik og héldu áfram að pressa á gestina. Það voru þó gestirnir sem voru nálægt því að stela sigrinum þegar Haris Seferovic slapp einn í gegn á fjórðu mínútu uppbótartíma, en setti boltann framhjá. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og bæði lið eiga því enn möguleika á að komast upp úr riðlinum. Börsungar eru með sjö stig fyrir lokaumferðina, tveimur stigum meira en Benfica, sem hefur þó betri innbyrgðis árangur gegn Barcelona. Xavi og lærisveinar hans þurfa því á sigri að halda gegn Bayern München í lokaumferðinni, eða að treysta á að Benfica mistakist að sigra botnlið Dynamo Kiev. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Barcelona og Benfica gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrsta Meistaradeildarleik Börsunga undir stjórn Xavi. Úrslitin þýða að bæði lið eiga enn möguleika á að fara upp úr E-riðli. Börsungar voru meira með boltann í leiknum, en bæði lið fengu sín færi til að koma boltanum í netið. Heimamenn frá Barcelona færðu sig svo framar á völlinn í seinni hálfleik og héldu áfram að pressa á gestina. Það voru þó gestirnir sem voru nálægt því að stela sigrinum þegar Haris Seferovic slapp einn í gegn á fjórðu mínútu uppbótartíma, en setti boltann framhjá. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og bæði lið eiga því enn möguleika á að komast upp úr riðlinum. Börsungar eru með sjö stig fyrir lokaumferðina, tveimur stigum meira en Benfica, sem hefur þó betri innbyrgðis árangur gegn Barcelona. Xavi og lærisveinar hans þurfa því á sigri að halda gegn Bayern München í lokaumferðinni, eða að treysta á að Benfica mistakist að sigra botnlið Dynamo Kiev.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti