Evrópumeistararnir lyftu sér á toppinn með öruggum sigri gegn Juventus 23. nóvember 2021 21:53 Callum Hudson-Odoi og Reece James skoruðu báðir fyrir Chelsea í kvöld. Mike Hewitt/Getty Images Evrópumeistarar Chelsea unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Juventus í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Á 25. mínútu tók Hakim Ziyech hornspyrnu fyrir Chelsea. Boltinn datt fyrir Trevoh Chalobah eftir viðkomuí Antonio Rüdiger og Chalobah kláraði færið vel. Liðsmenn Juventus voru allt annað en sáttir við að markið fengi að standa, en eins og sást í endursýningu fór boltinn klárlega í hönd Rüdiger áður en Chalobah kom boltanum í netið. Dómari leiksins mat það þó svo að Rüdiger hafi verið með höndina upp við líkaman og því var staðan orðin 1-0. Þannig var staðan í hálfleik, en seinni hálfleikur var ekki nema um tíu mínútna gamall þegar Reece James var búinn að tvöfalda forystu Evrópumeistaranna. Hann fékk þá boltann hægra megin í teignum og hamraði honum í fjærhornið af mikilli nákvæmni. Callum Hudson-Odoi breytti stöðunni svo í 3-0 þremur mínútum síðar þegar hann setti boltann framhjá Wojciech Szczesny í marki Juventus eftir að þrír eða fjórir leikmenn Chelsea höfðu fengið að klappa boltanum inni í teig. Timo Werner gulltryggði svo 4-0 sigur Chelsea með marki í uppbótartíma. Chelsea er nú með 12 stig á toppi H-riðils, líkt og Juventus. Úrslit riðilsins munu því ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þegar Chelsea mætir Malmö og Juventus mætir Zenit. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Chelsea unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Juventus í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Á 25. mínútu tók Hakim Ziyech hornspyrnu fyrir Chelsea. Boltinn datt fyrir Trevoh Chalobah eftir viðkomuí Antonio Rüdiger og Chalobah kláraði færið vel. Liðsmenn Juventus voru allt annað en sáttir við að markið fengi að standa, en eins og sást í endursýningu fór boltinn klárlega í hönd Rüdiger áður en Chalobah kom boltanum í netið. Dómari leiksins mat það þó svo að Rüdiger hafi verið með höndina upp við líkaman og því var staðan orðin 1-0. Þannig var staðan í hálfleik, en seinni hálfleikur var ekki nema um tíu mínútna gamall þegar Reece James var búinn að tvöfalda forystu Evrópumeistaranna. Hann fékk þá boltann hægra megin í teignum og hamraði honum í fjærhornið af mikilli nákvæmni. Callum Hudson-Odoi breytti stöðunni svo í 3-0 þremur mínútum síðar þegar hann setti boltann framhjá Wojciech Szczesny í marki Juventus eftir að þrír eða fjórir leikmenn Chelsea höfðu fengið að klappa boltanum inni í teig. Timo Werner gulltryggði svo 4-0 sigur Chelsea með marki í uppbótartíma. Chelsea er nú með 12 stig á toppi H-riðils, líkt og Juventus. Úrslit riðilsins munu því ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni þegar Chelsea mætir Malmö og Juventus mætir Zenit.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti