Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 19:51 Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark United í kvöld. Eric Alonso/Getty Images Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Heimamenn í Villareal byrjuðu leikinn betur og virtust lengi vel líklegri til að taka forsytuna. Liðið hélt boltanum betur og skapaði sér betri færi en gestirnir frá Manchester áttu erfitt með að koma sér fram völlinn fyrsta hálftíma leiksins. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið og því var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. vipaða sögu var að segja af seinni hálfleik og heimamenn í Villareal héldu áfram að sækja að marki gestanna. David De Gea gerði nokkrum sinnum vel í marki United og sá til þess að heimamenn náðu ekki að taka forystuna. Á 66. mínútu gerði Michael Carrick, bráðabirgðastjóri United, tvöfalda skiptingu. Þá komu þeir Bruno Fernandes og Marcus Rashford inn í lið United og það hleypti lífi í sóknarleik gestanna. Fyrsta mark leiksins kom loksins á 78. mínútu, en þar var að verki Cristiano Ronaldo fyrir United eftir mistök og sofandahátt Etienne Capoue í vörn Villareal. Jadon Sancho innsyglaði svo sigur United á 90. mínútu þegar hann setti boltann í slánna og inn eftir stoðsendingu frá varamanninum Bruno Fernandes. Lokatölur urðu því 2-0, en Manchester United er nú öruggt með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Villareal mætir Atalanta í lokaleik riðilsins, en þar er um að ræða hreinan úrslitaleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. Heimamenn í Villareal byrjuðu leikinn betur og virtust lengi vel líklegri til að taka forsytuna. Liðið hélt boltanum betur og skapaði sér betri færi en gestirnir frá Manchester áttu erfitt með að koma sér fram völlinn fyrsta hálftíma leiksins. Hvorugu liðinu tókst þó að koma boltanum í netið og því var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. vipaða sögu var að segja af seinni hálfleik og heimamenn í Villareal héldu áfram að sækja að marki gestanna. David De Gea gerði nokkrum sinnum vel í marki United og sá til þess að heimamenn náðu ekki að taka forystuna. Á 66. mínútu gerði Michael Carrick, bráðabirgðastjóri United, tvöfalda skiptingu. Þá komu þeir Bruno Fernandes og Marcus Rashford inn í lið United og það hleypti lífi í sóknarleik gestanna. Fyrsta mark leiksins kom loksins á 78. mínútu, en þar var að verki Cristiano Ronaldo fyrir United eftir mistök og sofandahátt Etienne Capoue í vörn Villareal. Jadon Sancho innsyglaði svo sigur United á 90. mínútu þegar hann setti boltann í slánna og inn eftir stoðsendingu frá varamanninum Bruno Fernandes. Lokatölur urðu því 2-0, en Manchester United er nú öruggt með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Villareal mætir Atalanta í lokaleik riðilsins, en þar er um að ræða hreinan úrslitaleik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti