Töldu sig verða gerð afturreka með áminningu Hólmfríður Gísladóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. nóvember 2021 07:01 Heimildarmaður Vísis segir að Björn Logi hafi ekki skilið það hvaða áhrif hegðun hans hefði; hann hefði hreinlega talið að um saklaust daður væri að ræða. Sú rannsókn sem fór fram á ásökunum læknanema á Landspítalanum á hendur Björns Loga Þórarinssonar sérfræðilæknis um kynferðislega áreitni er sú ítarlegasta sem ráðist hefur verið í innan spítalans vegna áþekkra ásakana. Þetta segir heimildarmaður Vísis sem þekkir vel til málsins. Landspítalinn vildi ekki svara spurningum um mál Björns Loga þegar eftir því var leitað en sagði málið enn til skoðunar. Hins vegar fékk Vísir þau svör að á síðustu árum hefðu níu mál er vörðuðu kynferðislega áreitni eða áreiti verið sett í formleg ferli innan spítalans og þar af væri einu ólokið. Í skriflegu svari Landspítala sagði að spítalanum væru settar þröngar skorður þegar kæmi að upplýsingagjöf um mál af umræddum toga. „Landspítala er þetta tiltekna mál litið alvarlegum augum og mikilvægt talið að lærdómur sé dreginn af því. Við megum ekki bregðast því hlutverki okkar að veita þolendum viðeigandi stuðning. Við höfum beðið þolandann í þessu máli afsökunar og erum staðráðin í að bæta okkur.“ Mátu frásögn konunnar trúverðuga Stundin fjallaði ítarlega um umrætt mál á dögunum en þar greindi læknaneminn frá því að Björn Logi hefði áreitt hana kynferðislega þegar hún hóf störf á spítalanum. Áreitnin hefði verið svo gróf og íþyngjandi að hún hefði upplifað mikla vanlíðan og ekki getað hugsað sér að vinna á spítalanum á meðan Björn Logi væri þar að störfum. Áreitnin hófst árið 2017, sagði konan í samtali við Stundina, og fólst meðal annars í óvelkomnum skilaboðum, símhringingum og myndsendingum. Konan tilkynnti áreitnina til yfirmanna í janúar á þessu ári. Í kjölfarið hófst rannsókn, sem heimildir Vísis herma að hafi meðal annars falið í sér viðtöl við vitni, konuna og Björn Loga. Rætt var við konuna og Björn Loga oftar en einu sinni og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Það var niðurstaða lögmanns Landspítalans að þrátt fyrir að Björn Logi hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni myndu gögn málsins ekki standa undir áminningu ef áminningin yrði kærð.Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konan þótti trúverðug um að Björn Logi hefði beitt hana kynferðislegri áreitni. Hins vegar lágu fá gögn fyrir málinu til stuðnings og var það niðurstaða lögmanns spítalans að ef Björn Logi yrði áminntur og hann kærði áminninguna, myndi hún varla standast. Því var ákveðið að ljúka málinu með því að senda Birni Loga harðort bréf, þar sem honum var meðal annars tjáð að hann yrði að láta af háttsemi sinni. Sagður hafa upplifað samskiptin sem „saklaust daður“ Heimildarmaður Vísis staðfestir það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum, að Björn Logi hafði áður en þetta mál kom upp verið skikkaður í nokkurs konar meðferð eða ráðgjöf vegna óviðeigandi framkomu í garð samstarfskvenna. Það sem flækti málið hins vegar var að sú ákvörðun byggði eingöngu á orðrómi sem hafði borist stjórnendum til eyrna og ábendingum frá þriðja aðila. Þegar konan bar fram formlega kvörtun í garð Björns Loga í janúar, höfðu engar aðrar formlega kvartanir borist um hegðun hans. Samkvæmt heimildum Vísis var Björn Logi hins vegar sendur í leyfi, eða vinnuframlag hans afþakkað, þegar frekari gögn bárust stjórnendum spítalans nýlega sem studdu fyrrnefndan orðróm, það er að segja gögn um eldri atvik. Meðal gagnanna voru ósæmilegar myndir sem Björn Logi er sagður hafa sent samstarfskonum. Segir Landspítalann hafa brugðist sér Í Stundinni eru þrír læknar nafngreindir sem konan segir hafa fengið tilkynningu sína um kynferðislega áreitni Björns Loga. Það eru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri kandídata. Konan segir Runólf hafa verið þann eina sem studdi sig í ferlinu en hann hefði meðal annars rætt við Björn Loga og gert honum grein fyrir því að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef hann léti hana ekki í friði. „Hann var til staðar fyrir mig. Ég gat hringt í hann og hitt hann. Hann stóð við bakið á mér og trúði mér. Sem var mér allt,“ hefur Stundin eftir konunni um Runólf. Hún segir Ólaf hins vegar hafa brugðist sér en hún hefði meðal annars upplifað að hann hefði tekið afstöðu með gerandanum. Það hefði verið eins og „blaut tuska í andlitið“. Runólfur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í gær. Ekki náðist í Ólaf. Runólfur og Ólafur hafa báðir sótt um stöðu forstjóra Landspítalans. Heimildarmaður Vísis segir að svo virðist sem Björn Logi hafi ekki skilið hvaða áhrif hegðun hans væri að hafa á þá sem hann átti í samskiptum við. Þannig hafi hann upplifað að um „saklaust daður“ væri að ræða. Mistök spítalans hafi ekki falist í neinni einni ákvörðun sem slíkri heldur fyrst og fremst að veita þolandanum ekki meiri stuðning; að nálgast málið meira út frá „skrifræðinu“ frekar en að styðja við konuna sem manneskju og samstarfsfélaga. Skoða einnig mál er varða áreitni af hálfu sjúklinga og aðstandenda Samkvæmt heimildum Vísis er staðan nú sú að verið er að reyna að finna lendingu í málinu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis kemur fram að sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál muni annast úttekt á vinnubrögðum spítalans í málinu. Þá sé verið að leggja lokahönd á nýtt verklag í áreitnismálum, sem meðal annars felur í sér skýrara og gagnsærra ferli. Þá stendur til að senda skýr skilaboð um að kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin á Landspítalanum og að gerendur verði látnir sæta ábyrgð. „Til viðbótar við það ferli sem snýr að óviðeigandi hegðun frá samstarfsfólki er jafnframt hafinn undirbúningur að aukinni vinnu með mál sem tengjast áreitni frá sjúklingum og aðstandendum, en því miður er talsvert um slík tilvik,“ segir í svarinu. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og ábyrgð þess rík. „Þolendur verða að geta treyst því að við meðhöndlum málefni þeirra á réttan hátt. Í takti við það má aldrei taka málefni gerenda neinum vettlingatökum. Landspítali líður hvorki kynferðislegt áreiti né annað ofbeldi undir nokkrum kringumstæðum. Mikilvægt er að starfsfólk finni að velferð þess og öryggi á vinnustaðnum sé alltaf í hæsta forgangi stjórnenda.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu náðist ekki í Björn Loga við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn MeToo Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þetta segir heimildarmaður Vísis sem þekkir vel til málsins. Landspítalinn vildi ekki svara spurningum um mál Björns Loga þegar eftir því var leitað en sagði málið enn til skoðunar. Hins vegar fékk Vísir þau svör að á síðustu árum hefðu níu mál er vörðuðu kynferðislega áreitni eða áreiti verið sett í formleg ferli innan spítalans og þar af væri einu ólokið. Í skriflegu svari Landspítala sagði að spítalanum væru settar þröngar skorður þegar kæmi að upplýsingagjöf um mál af umræddum toga. „Landspítala er þetta tiltekna mál litið alvarlegum augum og mikilvægt talið að lærdómur sé dreginn af því. Við megum ekki bregðast því hlutverki okkar að veita þolendum viðeigandi stuðning. Við höfum beðið þolandann í þessu máli afsökunar og erum staðráðin í að bæta okkur.“ Mátu frásögn konunnar trúverðuga Stundin fjallaði ítarlega um umrætt mál á dögunum en þar greindi læknaneminn frá því að Björn Logi hefði áreitt hana kynferðislega þegar hún hóf störf á spítalanum. Áreitnin hefði verið svo gróf og íþyngjandi að hún hefði upplifað mikla vanlíðan og ekki getað hugsað sér að vinna á spítalanum á meðan Björn Logi væri þar að störfum. Áreitnin hófst árið 2017, sagði konan í samtali við Stundina, og fólst meðal annars í óvelkomnum skilaboðum, símhringingum og myndsendingum. Konan tilkynnti áreitnina til yfirmanna í janúar á þessu ári. Í kjölfarið hófst rannsókn, sem heimildir Vísis herma að hafi meðal annars falið í sér viðtöl við vitni, konuna og Björn Loga. Rætt var við konuna og Björn Loga oftar en einu sinni og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. Það var niðurstaða lögmanns Landspítalans að þrátt fyrir að Björn Logi hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni myndu gögn málsins ekki standa undir áminningu ef áminningin yrði kærð.Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konan þótti trúverðug um að Björn Logi hefði beitt hana kynferðislegri áreitni. Hins vegar lágu fá gögn fyrir málinu til stuðnings og var það niðurstaða lögmanns spítalans að ef Björn Logi yrði áminntur og hann kærði áminninguna, myndi hún varla standast. Því var ákveðið að ljúka málinu með því að senda Birni Loga harðort bréf, þar sem honum var meðal annars tjáð að hann yrði að láta af háttsemi sinni. Sagður hafa upplifað samskiptin sem „saklaust daður“ Heimildarmaður Vísis staðfestir það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum, að Björn Logi hafði áður en þetta mál kom upp verið skikkaður í nokkurs konar meðferð eða ráðgjöf vegna óviðeigandi framkomu í garð samstarfskvenna. Það sem flækti málið hins vegar var að sú ákvörðun byggði eingöngu á orðrómi sem hafði borist stjórnendum til eyrna og ábendingum frá þriðja aðila. Þegar konan bar fram formlega kvörtun í garð Björns Loga í janúar, höfðu engar aðrar formlega kvartanir borist um hegðun hans. Samkvæmt heimildum Vísis var Björn Logi hins vegar sendur í leyfi, eða vinnuframlag hans afþakkað, þegar frekari gögn bárust stjórnendum spítalans nýlega sem studdu fyrrnefndan orðróm, það er að segja gögn um eldri atvik. Meðal gagnanna voru ósæmilegar myndir sem Björn Logi er sagður hafa sent samstarfskonum. Segir Landspítalann hafa brugðist sér Í Stundinni eru þrír læknar nafngreindir sem konan segir hafa fengið tilkynningu sína um kynferðislega áreitni Björns Loga. Það eru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri kandídata. Konan segir Runólf hafa verið þann eina sem studdi sig í ferlinu en hann hefði meðal annars rætt við Björn Loga og gert honum grein fyrir því að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef hann léti hana ekki í friði. „Hann var til staðar fyrir mig. Ég gat hringt í hann og hitt hann. Hann stóð við bakið á mér og trúði mér. Sem var mér allt,“ hefur Stundin eftir konunni um Runólf. Hún segir Ólaf hins vegar hafa brugðist sér en hún hefði meðal annars upplifað að hann hefði tekið afstöðu með gerandanum. Það hefði verið eins og „blaut tuska í andlitið“. Runólfur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í gær. Ekki náðist í Ólaf. Runólfur og Ólafur hafa báðir sótt um stöðu forstjóra Landspítalans. Heimildarmaður Vísis segir að svo virðist sem Björn Logi hafi ekki skilið hvaða áhrif hegðun hans væri að hafa á þá sem hann átti í samskiptum við. Þannig hafi hann upplifað að um „saklaust daður“ væri að ræða. Mistök spítalans hafi ekki falist í neinni einni ákvörðun sem slíkri heldur fyrst og fremst að veita þolandanum ekki meiri stuðning; að nálgast málið meira út frá „skrifræðinu“ frekar en að styðja við konuna sem manneskju og samstarfsfélaga. Skoða einnig mál er varða áreitni af hálfu sjúklinga og aðstandenda Samkvæmt heimildum Vísis er staðan nú sú að verið er að reyna að finna lendingu í málinu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Í svörum spítalans við fyrirspurn Vísis kemur fram að sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál muni annast úttekt á vinnubrögðum spítalans í málinu. Þá sé verið að leggja lokahönd á nýtt verklag í áreitnismálum, sem meðal annars felur í sér skýrara og gagnsærra ferli. Þá stendur til að senda skýr skilaboð um að kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin á Landspítalanum og að gerendur verði látnir sæta ábyrgð. „Til viðbótar við það ferli sem snýr að óviðeigandi hegðun frá samstarfsfólki er jafnframt hafinn undirbúningur að aukinni vinnu með mál sem tengjast áreitni frá sjúklingum og aðstandendum, en því miður er talsvert um slík tilvik,“ segir í svarinu. Landspítali sé þjóðarsjúkrahús og ábyrgð þess rík. „Þolendur verða að geta treyst því að við meðhöndlum málefni þeirra á réttan hátt. Í takti við það má aldrei taka málefni gerenda neinum vettlingatökum. Landspítali líður hvorki kynferðislegt áreiti né annað ofbeldi undir nokkrum kringumstæðum. Mikilvægt er að starfsfólk finni að velferð þess og öryggi á vinnustaðnum sé alltaf í hæsta forgangi stjórnenda.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu náðist ekki í Björn Loga við vinnslu fréttarinnar.
Segir Landspítalann hafa brugðist sér Í Stundinni eru þrír læknar nafngreindir sem konan segir hafa fengið tilkynningu sína um kynferðislega áreitni Björns Loga. Það eru Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs, Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri kandídata. Konan segir Runólf hafa verið þann eina sem studdi sig í ferlinu en hann hefði meðal annars rætt við Björn Loga og gert honum grein fyrir því að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef hann léti hana ekki í friði. „Hann var til staðar fyrir mig. Ég gat hringt í hann og hitt hann. Hann stóð við bakið á mér og trúði mér. Sem var mér allt,“ hefur Stundin eftir konunni um Runólf. Hún segir Ólaf hins vegar hafa brugðist sér en hún hefði meðal annars upplifað að hann hefði tekið afstöðu með gerandanum. Það hefði verið eins og „blaut tuska í andlitið“. Runólfur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í gær. Ekki náðist í Ólaf. Runólfur og Ólafur hafa báðir sótt um stöðu forstjóra Landspítalans.
Landspítalinn MeToo Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira