Fótbolti

Hent niður í grasið eftir að hafa hæðst að and­stæðingnum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þorleifur leikur fyrir Duke í bandaríska háskólafótboltanum.
Þorleifur leikur fyrir Duke í bandaríska háskólafótboltanum. Duke

Myndband af Þorleifi Úlfarssyni, leikmanni Duke í bandaríska háskólafótboltanum, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu hæðist Þorleifur að markverði andstæðinga sinna í leik og fær það í kjölfarið óþvegið frá öðrum leikmanni andstæðingsins.

Atvikið átti sér stað í leik Duke og UCLA, sem lauk með 2-1 sigri Þorleifs og félaga. Þar gerir Þorleifur stólpagrín að tilraunum markvarðar UCLA til þess að verja boltann, eftir að Duke komst 2-1 yfir í leiknum.

Þorleifur hoppaði ítrekað og hermdi eftir tilburðum markvarðarins. Liðsfélagi þess síðarnefnda tók afar illa í athæfið, hljóð að Þorvarði og keyrði hann í jörðina. Þorvarður lá óvígur eftir á vellinum og leikmaðurinn sem hrinti honum fékk að líta rauða spjaldið.

Myndband af atvikinu hefur vakið athygli knattspyrnuáhangenda á Twitter og fengið yfir sjö þúsund „like“ frá því það var birt fyrr í dag, á síðu sem er sérstaklega tileinkuð „trúðslátum“ inni á fótboltavellinum.

Þorleifur er fæddur árið 2000 og hefur leikið á fjórða tug meistaraflokksleikja hér á landi, með Augnabliki, Breiðabliki og Víkingi Ólafsvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×