Menning

Von á þremur bókum til við­bótar um Lis­beth Saland­er

Atli Ísleifsson skrifar
Sænska leikkonan Noomi Rapace fór með hlutverk Lisbeth Salander í sænsku Millenium-myndunum.
Sænska leikkonan Noomi Rapace fór með hlutverk Lisbeth Salander í sænsku Millenium-myndunum.

Sænski bókaútgefandinn Polaris hefur tilkynnt að von sé á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist í Millenium-seríunni sem höfundurinn Stieg Larsson skapaði.

Frá þessu greinir útgefandinn í dag og vísar þar í samkomulag þess við félagið Moggliden sem heldur utan um eignir Larssons. Væntanlegar bækur verða númar sjö, átta og níu í bókaröðinni en enn hefur ekki verið gert opinbert hver muni skrifa bækurnar.

Stieg Larsson lést árið 2004, áður en fyrst bækurnar þrjár voru gefnar út. Bækur Larssons fóru sigurför um heiminn og náðist síðar samkomulag um útgáfu þriggja bóka til viðbótar á árunum 2015 til 2019, en það var sænski höfundurinn David Lagerkrantz sem skrifaði þær.

Bækurnar í Millenium-bókaflokknum hafa selst í rúmlega 100 milljónum eintaka og verið gefnar út í rúmlega fimmtíu löndum, meðal annars á Íslandi.

Það var útgafandinn Norstedt sem gaf út fyrstu sex bækurnar en Polaris hefur nú keypt réttinn að útgáfu næstu þriggja bóka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.