Tilfinningalegt ferðalag Adele í rétta átt að sjálfri sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 20:00 Plata Adele kom út 19. nóvember síðastliðinn. Hér er hún á tónleikum í heimabæ sínum, London. Skjáskot/Instagram Adele þarf vart að kynna fyrir lesendum enda er hún ein stærsta söngkona okkar samtíma og jafnvel hægt að titla hana kanónu í tónlistarheiminum. Þessi breska kona með mögnuðu röddina hefur deilt tilfinningalífi sínu með heiminum frá því hún var 19 ára gömul og gaf út plötuna 19 en þar er að finna lög á borð við Chasing Pavements og Make You Feel My Love sem notið hafa gífurlegra vinsælda. Nú 13 árum og tveimur gull-plötum seinna var Adele að gefa út splunkunýja plötu sem ber nafnið 30 en það er vinsælt hjá söngkonunni að gefa út plötur tengdar aldri hennar. Adele er 33 ára gömul og út frá lögum hennar virðist lífið hafa reynst henni mikill kennari í gegnum ýmislegt. Adele á tónleikum árið 2007.Getty/Dave Etheridge-Barnes/ 30 inniheldur 12 lög sem hvert á fætur öðru er sungið af lífsins sálar kröftum, þar sem Adele sýnir að vanda ótrúlega tæknilega hæfni og fjölbreytni í rödd sinni. Listakonan Adele gefur hér ekkert eftir og veitir hlustendum fullkomna einlægni, hráan raunveruleika, tilfinningalífið í allri sinni mynd. Hið góða, hið slæma, hið átakanlega og hið stórkostlega. Fyrr á árinu gekk Adele í gegnum skilnað við barnsföður sinn Simon Koneck sem hefur eðlilega mikil áhrif á listsköpun hennar í þessari plötu. Einnig endurspeglar platan tengingu hennar við móðurhlutverkið og frægðina, sem er jú órjúfanlegur hluti af tilvist Adele. Mikilvægt að hlusta á lögin í réttri röð 30 segir fallega og erfiða sögu sem mikilvægt er að hlusta á í réttri röð fyrir rétta upplifun. Streymisveitan Spotify hefur nú fjarlægt svokallaðan Shuffle hnapp (sem velur lög í handahófskenndri röð) af öllum plötum veitunnar eftir að Adele bað um það. Söngkonan birti tíst um þetta og sagði þetta vera hennar einu beiðni í þessum síbreytilega tónlistarbransa. Mikilvægt sé að hafa það í huga að tónlistarfólk byggir upp plötur sínar sem heild með mikla hugsun að baki, þar sem hvert lag segir sögu sem heldur svo áfram yfir í næsta lag. Það er svo sannarlega tilfellið með 30. Hún byrjar sögu sína á laginu Strangers By Nature. Lagið minnir á gamla gullöld Hollywood og gæti virkað vel sem intro í gamalli kvikmynd. Now that all the dust has settled I rebut all my rebuttals, No one knows what it’s like to be us syngur Adele á hrífandi hátt og gefur tóninn fyrir plötuna, þar sem hún ætlar sér að ‘hrekja allar hrakningar’ sínar. Í lok lagsins segist hún svo tilbúin að byrja söguna sína. View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Undirrituð hefur nú farið tvisvar í gegnum plötuna í heild sinni og upplifir hvert lag sem ákveðinn tilfinningarússíbana. Þrátt fyrir að Adele takist að koma tilfinningum sínum og rödd áleiðis með óaðfinnanlegum hætti í gegnum listsköpun laganna er samt sem áður rými fyrir hlustendur til að túlka og tengja út frá eigin líðan, reynslu og lífi. Adele er mætt til að segja sinn sannleika og deila sínum breytingum og sinni þróun með alheiminum. Alheimi sem hefur fylgst með henni þroskast og þróast síðustu 13 ár en Adele vísar einmitt í hvað hún var í raun ung þegar hún varð þessi heimsfræga stjarna og hvernig það var þá lítið rými til að skynja heiminn og sjálfa sig óháð frægðinni. Hún hafði engan tíma til að velja það sem hún valdi að gera, eins og hún syngur um í laginu Easy on Me. View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Einlægni og berskjöldun Adele tengir mikið við náttúruna og það sem er stærra en við, það sem við höfum ekki stjórn á. Vötn, hafið, myrkur, kuldi, ljós, hlýja - lífið er risa stórt og við getum svo sannarlega ekki haft stjórn á öllu. Í gegnum plötuna notast hún við hljóðupptökur á hráan og listrænan hátt, bæði tal upptökur af sjálfri sér að tjá hinar ýmsu tilfinningar sem og einlægar samræður við son sinn, litlu ástina hennar, í laginu My Little Love. Mæðgin eiga þar virkilega fallegar samræður þar sem Adele leyfir sér að vera einlæg og berskjölduð við son sinn og segir að hún muni alltaf elska pabba hans því hann gaf henni hann. Lögin halda áfram að segja sögu og þegar komið er að fjórða lagi plötunnar, Cry Your Heart Out, virðist Adele horfast í augu við þær erfiðu tilfinningar sem hún er að upplifa. Að líða eins og slæmu tilfinningarnar muni ekki hverfa, að langa ekki að vera í kringum neinn og að sakna sjálfrar sín eins og hún tjáir í textanum: Hvenær mun mér líða eins og sjálfri mér aftur? Í viðlaginu syngur hún svo um að gráta bara úr sér hjartað, það muni þrífa andlitið vel og bætir við að þegar þú veist ekki alveg hvað á að gera sé best að fylgja eigin takti. Í lok lagsins kemst hún svo að virkilega fallegri niðurstöðu, að ást sé einlæg og engar tilfinningar séu til einskis. En þegar allt kemur til alls ertu alltaf með sjálfri þér og þess vegna er mikilvægt að hlúa vel að sér. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í ástarsorg. Fylgja eigin takti og hlúa vel að sér. Og muna að allt líður hjá. Í laginu ‘Oh My God’ koma angistir ástarinnar bersýnilega fram. Adele vill setja sjálfa sig í fyrsta sæti en upplifir miklar flækjur innra með sér. Að elska einhvern en líða eins og það sé ekki rétt, að vera hrædd og óörugg. Baráttan milli himnaríkis og helvítis er henni ofviða, eins og hjá öllum öðrum. Línan sem mér fannst hvað sterkust í þessu lagi kjarnar sjálfstæðisbaráttu Adele á öflugan hátt: ‘I’m a fool, but they all think I’m blind. I’d rather be a fool than leave myself behind. I don’t have to explain myself to you. I’m a grown woman and I do what I want to do.’ POWER TO YOU ADELE! Heimurinn var ekki með þeim í liði Ástin er vissulega flókið fyrirbæri sem getur verið erfitt að átta sig á og ná utan um. Lagið Can I Get it, sem er sjötta lag plötunnar, einkennist af ósýnilegri kynferðislegri orku og leitast Adele þar eftir elskhuga til að strjúka burt með henni og setja þau brot sem hún myndar aftur saman. Þegar við komum svo inn í I drink wine, næsta lag plötunnar, fer Adele að kafa djúpt inn í fyrrum samband sitt. Hún veltir fyrir sér hvernig einstaklingur geti mótast svo mikið af ákvörðunum sem aðrir taka fyrir hann og hvernig þau bæði urðu að útgáfum sem hvorugu þeirra líkaði við. Heimurinn var ekki með þeim í liði. Í þessu lagi tjáir Adele að hún ætli að hætta að reyna að vera einhver önnur manneskja og þurfi að reyna að komast yfir sjálfa sig. Eitthvað sem getur verið mjög erfitt. Hvernig á maður alltaf að vita hver maður er, sérstaklega ef svona ótrúlega margir hafa haft skoðun á því svona lengi? Þó að engin skotheld niðurstaða komi út úr laginu vonar hún að þau finni frið með tímanum þar sem því meira sem þau reyna því minna virðast þau finna út úr hlutunum. Ákveður að standa með sjálfri sér Amy Winehouse er önnur kanóna breskrar tónlistarsögu og arfleifð hennar virðist meðal annars hafa skilað sér í næsta lag hjá Adele, All Night Parking (with Erroll Garner) Interlude. Lagið býr yfir miklum Winehouse víbrum þar sem Adele syngur um krafta ástarinnar og mátt hrifningarinnar. Að dreyma um einhvern allar nætur og þrá einhvern á óþægilegan hátt, ást og innri átök, sem fara aldrei vel saman. Þegar við komumst svo á næsta lag, Woman Like Me, virðist sjálfsöryggi Adele vera orðið meira. Hún stendur með sjálfri sér og ætlar ekki að leyfa öðrum að ákvarða virði sitt. Það er ekki henni að kenna að hann vilji ekki þróast og sé of latur til að sinna þessu sambandi. Þau bera ábyrgð á sér sjálfum en ekki hvort öðru og með þessari uppljómun nær Adele mikilvægri niðurstöðu, þar sem hún hafði áður vilja bjarga honum - vera nákvæmlega það sem hann þurfti. Enn fremur segir hún að með honum hafi hún í fyrsta skipti leyft sér að vera berskjölduð og opna hjartað sitt. Hún áttar sig á því að þrátt fyrir að þessi ást hafi ekki enst þá var þetta mikilvægt afrek fyrir hana sjálfa sem mun fylgja henni. Nú mun hún geta elskað einhvern annan á einlægan og kraftmikinn hátt. Lífið heldur áfram að vera öflugur kennari! View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Nú erum við farin að nálgast lok þessa listaverks en enn eru þrjú lög eftir sem eiga það öll sameiginlegt að vera lengra en sex mínútur hvert. Lagið Hold On býr yfir miklum tilfinningaflækjum og efasemdum þar sem Adele virðist sár út í sjálfa sig og segist þreytt á að berjast við sjálfa sig og geta þar með ómögulega unnið. Í erindunum rífur hún sig svolítið niður en er þó bara að vera einlæg með það hvernig henni líður með sjálfri sér. Hún er ekki sátt við sig og finnst hún vera sinn versti óvinur. Í viðlögunum finnum við þó fyrir umhyggju og skilningi í eigin garð þar sem hún syngur um að hún muni komast í gegnum þetta. Tíminn þarf bara að vinna með henni og þolinmæðin en hún er ennþá sterk, sársaukinn getur verið miskunnsamur og ástin mun koma aftur. Lagið To Be Loved kjarnar hvað það getur verið erfitt að horfast í augu við sjálfa sig og ganga í burtu þegar eitthvað innst inni segir manni að það sé hið rétta. Adele velur hér að “tapa” í þessum leik ástarinnar með því að standa með sjálfri sér. Enginn getur gert það fyrir hana og það veit hún vel. Þetta eru mikilvæg skilaboð fyrir alla. Adele er hrædd en samt sem áður hugrökk og opin fyrir framtíðinni. Hún ætlar að vera sú sem grípur sjálfa sig núna. Hún heldur kyrru fyrir og lætur storminn ríða yfir, heldur hjarta sínu öruggi þangað til rétti tíminn kemur. Ástin fékk hana til að missa sjónar á sjálfri sér og því hvað skiptir hana máli. Hún vildi gera allt til að láta ástina ganga upp, reyndi eins og hún gat, en þegar það kemur að ástinni skiptir mestu máli að elska sjálfa sig á einlægan hátt. Því ef þú elskar þig ekki hvernig ætlarðu að elska einhvern annan? (RuPaul á þessa línu skuldlaust) Adele og Simon á góðri stundu.Getty/Kevin Mazur Mun geta elskað aftur Og þá er komið að lokaatriðinu. Síðasta lagi plötunnar. Rúsínan í pylsuendanum. Love is a Game. Sex mínútur og 43 sekúndur. Ástin er leikur sem flón taka þátt í og Adele vill ekki vera flón. Óraunhæfar væntingar fyrrum elskhuga hennar hafa verið ómögulegar og segir hún í upphafi lags að henni finnist sorglegt hversu erfitt sé fyrir hana að læra að þroskast. Þegar ekkert magn af ást getur látið henni líða vel þá er kominn tími á einhverja endurskoðun sem og kemur fram í síðasta erindi lagsins. I can love me, I can love again, I love me now like I loved him. I’m a fool for that, You know I, you know I’m gonna do it. Oh-oh, oh-oh, I’d do it all again like I did it. Já, hún getur svo sannarlega elskað aftur en mun vonandi aldrei gleyma því að elska sjálfa sig. Við óskum Adele að sjálfsögðu alls hins allra besta í framtíð ástarinnar og vonum að hún haldi ótrauð áfram við að standa með sjálfri sér og koma vel fram við mannlegu, dásamlegu sjálfa sig þrátt fyrir heimsfrægðina, athyglina og flóknu tilveruna. Sambandsslit eru oftast óumflýjanlega erfið þrátt fyrir að ákvörðunin sé rétt. Að upplifa missi, manneskjan sem stóð þér næst er farin, og á sama tíma að finna sig upp á nýtt. Að standa með sér í gegnum erfiðleikana, að taka erfiðar ákvarðanir þar sem ekkert er svart á hvítu, að finna umburðarlyndi og kærleik í eigin garð, að læra af mistökum, að endurheimta sig og átta sig á því hver maður er. Allt skiptir þetta svo miklu máli í ferðalagi lífsins. Adele hefur hér leyft sér að fara í gegnum ótrúlega fallegt og djúpstætt ferðalag sem henni tekst á algjörlega snilldarlegan hátt að koma til skila í gegnum þá mögnuðu listsköpun sem þessi plata hennar ‘30’ er. Tónlist Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Adele gefur út plötuna 30 og grætir aðdáendur Söngkonan Adele gaf í dag út plötu sína 30. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir útgáfunni en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015. 19. nóvember 2021 10:04 Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Þessi breska kona með mögnuðu röddina hefur deilt tilfinningalífi sínu með heiminum frá því hún var 19 ára gömul og gaf út plötuna 19 en þar er að finna lög á borð við Chasing Pavements og Make You Feel My Love sem notið hafa gífurlegra vinsælda. Nú 13 árum og tveimur gull-plötum seinna var Adele að gefa út splunkunýja plötu sem ber nafnið 30 en það er vinsælt hjá söngkonunni að gefa út plötur tengdar aldri hennar. Adele er 33 ára gömul og út frá lögum hennar virðist lífið hafa reynst henni mikill kennari í gegnum ýmislegt. Adele á tónleikum árið 2007.Getty/Dave Etheridge-Barnes/ 30 inniheldur 12 lög sem hvert á fætur öðru er sungið af lífsins sálar kröftum, þar sem Adele sýnir að vanda ótrúlega tæknilega hæfni og fjölbreytni í rödd sinni. Listakonan Adele gefur hér ekkert eftir og veitir hlustendum fullkomna einlægni, hráan raunveruleika, tilfinningalífið í allri sinni mynd. Hið góða, hið slæma, hið átakanlega og hið stórkostlega. Fyrr á árinu gekk Adele í gegnum skilnað við barnsföður sinn Simon Koneck sem hefur eðlilega mikil áhrif á listsköpun hennar í þessari plötu. Einnig endurspeglar platan tengingu hennar við móðurhlutverkið og frægðina, sem er jú órjúfanlegur hluti af tilvist Adele. Mikilvægt að hlusta á lögin í réttri röð 30 segir fallega og erfiða sögu sem mikilvægt er að hlusta á í réttri röð fyrir rétta upplifun. Streymisveitan Spotify hefur nú fjarlægt svokallaðan Shuffle hnapp (sem velur lög í handahófskenndri röð) af öllum plötum veitunnar eftir að Adele bað um það. Söngkonan birti tíst um þetta og sagði þetta vera hennar einu beiðni í þessum síbreytilega tónlistarbransa. Mikilvægt sé að hafa það í huga að tónlistarfólk byggir upp plötur sínar sem heild með mikla hugsun að baki, þar sem hvert lag segir sögu sem heldur svo áfram yfir í næsta lag. Það er svo sannarlega tilfellið með 30. Hún byrjar sögu sína á laginu Strangers By Nature. Lagið minnir á gamla gullöld Hollywood og gæti virkað vel sem intro í gamalli kvikmynd. Now that all the dust has settled I rebut all my rebuttals, No one knows what it’s like to be us syngur Adele á hrífandi hátt og gefur tóninn fyrir plötuna, þar sem hún ætlar sér að ‘hrekja allar hrakningar’ sínar. Í lok lagsins segist hún svo tilbúin að byrja söguna sína. View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Undirrituð hefur nú farið tvisvar í gegnum plötuna í heild sinni og upplifir hvert lag sem ákveðinn tilfinningarússíbana. Þrátt fyrir að Adele takist að koma tilfinningum sínum og rödd áleiðis með óaðfinnanlegum hætti í gegnum listsköpun laganna er samt sem áður rými fyrir hlustendur til að túlka og tengja út frá eigin líðan, reynslu og lífi. Adele er mætt til að segja sinn sannleika og deila sínum breytingum og sinni þróun með alheiminum. Alheimi sem hefur fylgst með henni þroskast og þróast síðustu 13 ár en Adele vísar einmitt í hvað hún var í raun ung þegar hún varð þessi heimsfræga stjarna og hvernig það var þá lítið rými til að skynja heiminn og sjálfa sig óháð frægðinni. Hún hafði engan tíma til að velja það sem hún valdi að gera, eins og hún syngur um í laginu Easy on Me. View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Einlægni og berskjöldun Adele tengir mikið við náttúruna og það sem er stærra en við, það sem við höfum ekki stjórn á. Vötn, hafið, myrkur, kuldi, ljós, hlýja - lífið er risa stórt og við getum svo sannarlega ekki haft stjórn á öllu. Í gegnum plötuna notast hún við hljóðupptökur á hráan og listrænan hátt, bæði tal upptökur af sjálfri sér að tjá hinar ýmsu tilfinningar sem og einlægar samræður við son sinn, litlu ástina hennar, í laginu My Little Love. Mæðgin eiga þar virkilega fallegar samræður þar sem Adele leyfir sér að vera einlæg og berskjölduð við son sinn og segir að hún muni alltaf elska pabba hans því hann gaf henni hann. Lögin halda áfram að segja sögu og þegar komið er að fjórða lagi plötunnar, Cry Your Heart Out, virðist Adele horfast í augu við þær erfiðu tilfinningar sem hún er að upplifa. Að líða eins og slæmu tilfinningarnar muni ekki hverfa, að langa ekki að vera í kringum neinn og að sakna sjálfrar sín eins og hún tjáir í textanum: Hvenær mun mér líða eins og sjálfri mér aftur? Í viðlaginu syngur hún svo um að gráta bara úr sér hjartað, það muni þrífa andlitið vel og bætir við að þegar þú veist ekki alveg hvað á að gera sé best að fylgja eigin takti. Í lok lagsins kemst hún svo að virkilega fallegri niðurstöðu, að ást sé einlæg og engar tilfinningar séu til einskis. En þegar allt kemur til alls ertu alltaf með sjálfri þér og þess vegna er mikilvægt að hlúa vel að sér. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í ástarsorg. Fylgja eigin takti og hlúa vel að sér. Og muna að allt líður hjá. Í laginu ‘Oh My God’ koma angistir ástarinnar bersýnilega fram. Adele vill setja sjálfa sig í fyrsta sæti en upplifir miklar flækjur innra með sér. Að elska einhvern en líða eins og það sé ekki rétt, að vera hrædd og óörugg. Baráttan milli himnaríkis og helvítis er henni ofviða, eins og hjá öllum öðrum. Línan sem mér fannst hvað sterkust í þessu lagi kjarnar sjálfstæðisbaráttu Adele á öflugan hátt: ‘I’m a fool, but they all think I’m blind. I’d rather be a fool than leave myself behind. I don’t have to explain myself to you. I’m a grown woman and I do what I want to do.’ POWER TO YOU ADELE! Heimurinn var ekki með þeim í liði Ástin er vissulega flókið fyrirbæri sem getur verið erfitt að átta sig á og ná utan um. Lagið Can I Get it, sem er sjötta lag plötunnar, einkennist af ósýnilegri kynferðislegri orku og leitast Adele þar eftir elskhuga til að strjúka burt með henni og setja þau brot sem hún myndar aftur saman. Þegar við komum svo inn í I drink wine, næsta lag plötunnar, fer Adele að kafa djúpt inn í fyrrum samband sitt. Hún veltir fyrir sér hvernig einstaklingur geti mótast svo mikið af ákvörðunum sem aðrir taka fyrir hann og hvernig þau bæði urðu að útgáfum sem hvorugu þeirra líkaði við. Heimurinn var ekki með þeim í liði. Í þessu lagi tjáir Adele að hún ætli að hætta að reyna að vera einhver önnur manneskja og þurfi að reyna að komast yfir sjálfa sig. Eitthvað sem getur verið mjög erfitt. Hvernig á maður alltaf að vita hver maður er, sérstaklega ef svona ótrúlega margir hafa haft skoðun á því svona lengi? Þó að engin skotheld niðurstaða komi út úr laginu vonar hún að þau finni frið með tímanum þar sem því meira sem þau reyna því minna virðast þau finna út úr hlutunum. Ákveður að standa með sjálfri sér Amy Winehouse er önnur kanóna breskrar tónlistarsögu og arfleifð hennar virðist meðal annars hafa skilað sér í næsta lag hjá Adele, All Night Parking (with Erroll Garner) Interlude. Lagið býr yfir miklum Winehouse víbrum þar sem Adele syngur um krafta ástarinnar og mátt hrifningarinnar. Að dreyma um einhvern allar nætur og þrá einhvern á óþægilegan hátt, ást og innri átök, sem fara aldrei vel saman. Þegar við komumst svo á næsta lag, Woman Like Me, virðist sjálfsöryggi Adele vera orðið meira. Hún stendur með sjálfri sér og ætlar ekki að leyfa öðrum að ákvarða virði sitt. Það er ekki henni að kenna að hann vilji ekki þróast og sé of latur til að sinna þessu sambandi. Þau bera ábyrgð á sér sjálfum en ekki hvort öðru og með þessari uppljómun nær Adele mikilvægri niðurstöðu, þar sem hún hafði áður vilja bjarga honum - vera nákvæmlega það sem hann þurfti. Enn fremur segir hún að með honum hafi hún í fyrsta skipti leyft sér að vera berskjölduð og opna hjartað sitt. Hún áttar sig á því að þrátt fyrir að þessi ást hafi ekki enst þá var þetta mikilvægt afrek fyrir hana sjálfa sem mun fylgja henni. Nú mun hún geta elskað einhvern annan á einlægan og kraftmikinn hátt. Lífið heldur áfram að vera öflugur kennari! View this post on Instagram A post shared by Adele (@adele) Nú erum við farin að nálgast lok þessa listaverks en enn eru þrjú lög eftir sem eiga það öll sameiginlegt að vera lengra en sex mínútur hvert. Lagið Hold On býr yfir miklum tilfinningaflækjum og efasemdum þar sem Adele virðist sár út í sjálfa sig og segist þreytt á að berjast við sjálfa sig og geta þar með ómögulega unnið. Í erindunum rífur hún sig svolítið niður en er þó bara að vera einlæg með það hvernig henni líður með sjálfri sér. Hún er ekki sátt við sig og finnst hún vera sinn versti óvinur. Í viðlögunum finnum við þó fyrir umhyggju og skilningi í eigin garð þar sem hún syngur um að hún muni komast í gegnum þetta. Tíminn þarf bara að vinna með henni og þolinmæðin en hún er ennþá sterk, sársaukinn getur verið miskunnsamur og ástin mun koma aftur. Lagið To Be Loved kjarnar hvað það getur verið erfitt að horfast í augu við sjálfa sig og ganga í burtu þegar eitthvað innst inni segir manni að það sé hið rétta. Adele velur hér að “tapa” í þessum leik ástarinnar með því að standa með sjálfri sér. Enginn getur gert það fyrir hana og það veit hún vel. Þetta eru mikilvæg skilaboð fyrir alla. Adele er hrædd en samt sem áður hugrökk og opin fyrir framtíðinni. Hún ætlar að vera sú sem grípur sjálfa sig núna. Hún heldur kyrru fyrir og lætur storminn ríða yfir, heldur hjarta sínu öruggi þangað til rétti tíminn kemur. Ástin fékk hana til að missa sjónar á sjálfri sér og því hvað skiptir hana máli. Hún vildi gera allt til að láta ástina ganga upp, reyndi eins og hún gat, en þegar það kemur að ástinni skiptir mestu máli að elska sjálfa sig á einlægan hátt. Því ef þú elskar þig ekki hvernig ætlarðu að elska einhvern annan? (RuPaul á þessa línu skuldlaust) Adele og Simon á góðri stundu.Getty/Kevin Mazur Mun geta elskað aftur Og þá er komið að lokaatriðinu. Síðasta lagi plötunnar. Rúsínan í pylsuendanum. Love is a Game. Sex mínútur og 43 sekúndur. Ástin er leikur sem flón taka þátt í og Adele vill ekki vera flón. Óraunhæfar væntingar fyrrum elskhuga hennar hafa verið ómögulegar og segir hún í upphafi lags að henni finnist sorglegt hversu erfitt sé fyrir hana að læra að þroskast. Þegar ekkert magn af ást getur látið henni líða vel þá er kominn tími á einhverja endurskoðun sem og kemur fram í síðasta erindi lagsins. I can love me, I can love again, I love me now like I loved him. I’m a fool for that, You know I, you know I’m gonna do it. Oh-oh, oh-oh, I’d do it all again like I did it. Já, hún getur svo sannarlega elskað aftur en mun vonandi aldrei gleyma því að elska sjálfa sig. Við óskum Adele að sjálfsögðu alls hins allra besta í framtíð ástarinnar og vonum að hún haldi ótrauð áfram við að standa með sjálfri sér og koma vel fram við mannlegu, dásamlegu sjálfa sig þrátt fyrir heimsfrægðina, athyglina og flóknu tilveruna. Sambandsslit eru oftast óumflýjanlega erfið þrátt fyrir að ákvörðunin sé rétt. Að upplifa missi, manneskjan sem stóð þér næst er farin, og á sama tíma að finna sig upp á nýtt. Að standa með sér í gegnum erfiðleikana, að taka erfiðar ákvarðanir þar sem ekkert er svart á hvítu, að finna umburðarlyndi og kærleik í eigin garð, að læra af mistökum, að endurheimta sig og átta sig á því hver maður er. Allt skiptir þetta svo miklu máli í ferðalagi lífsins. Adele hefur hér leyft sér að fara í gegnum ótrúlega fallegt og djúpstætt ferðalag sem henni tekst á algjörlega snilldarlegan hátt að koma til skila í gegnum þá mögnuðu listsköpun sem þessi plata hennar ‘30’ er.
Tónlist Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Adele gefur út plötuna 30 og grætir aðdáendur Söngkonan Adele gaf í dag út plötu sína 30. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir útgáfunni en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015. 19. nóvember 2021 10:04 Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32
Adele gefur út plötuna 30 og grætir aðdáendur Söngkonan Adele gaf í dag út plötu sína 30. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir útgáfunni en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015. 19. nóvember 2021 10:04
Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15