Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:03 Frá vettvangi á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Greint var frá þessu á mbl.is en Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari hjá Héraðssaksóknara, staðfestir í samtali við fréttastofu. Ákæran hefur verið gefin út en ekki verið birt hinum ákærða og er því ekki hægt að afhenda hana. Gera má ráð fyrir að hægt verði að greina frá innihaldi hennar síðar í þessari viku Samkvæmt úrskurði um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem gefinn var út í október er maðurinn grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæran beinist að öllum þessum brotum. Maðurinn hafði 26. ágúst farið vopnaður að húsi í Dalseli á Egilsstöðum, þar sem samkvæmt heimildum fréttastofu, barnsfaðir kærustu hans er búsettur. Íbúar í nágrenninu heyrðu skothveli og á vettvangi mátti sjá augljós ummerki þess að skotið hafi verið á hús í götunni. Um klukkustund eftir að lögreglu barst tillkynning um skothvellina kom maðurinn út úr húsi í götunni, vopnaður og skaut að lögrelgu - sem þá skaut manninn. Þetta er annað sinn sem lögregla hefur skotið mann hér á landi. Fyrra skiptið var í árás í Árbæ í Reykjavík þar sem maður hafði verið að skjóta úr íbúð sinni. Hann var skotinn af lögreglu og lést í kjölfarið.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02 Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8. september 2021 19:02
Skotmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september. 30. ágúst 2021 10:35
Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50