Stuðningsmaður kærður fyrir líkamsárás en leikmaðurinn fékk rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:30 Funso Ojo var hissa á rauða spjaldinu og hann var ekki sá eini. Getty/Scott Baxter Þau geta stundum verið frekar ósanngjörn rauðu spjöldin sem knattspyrnuleikmenn fá og gott dæmi um það var í leik Aberdeen og Dundee United í skosku deildinni um helgina. Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Skoski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Skoski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira