Innlent

Aftur skelfur jörð við Vatnafjöll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Athygli vekur að stóri skjálftinn fyrir sléttri viku varð klukkan 13:21 eða á nákvæmlega sama tíma dags og í dag.
Athygli vekur að stóri skjálftinn fyrir sléttri viku varð klukkan 13:21 eða á nákvæmlega sama tíma dags og í dag. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti 3,8 að stærð varð einn kílómetra Norðnorðvestur af Vatnafjöllum klukkan 13:21 í dag. Skjálftinn fannst vel á svæðinu og meðal annars í Þjórsárdal.

Skjálfti 5,2 að stærð var á sömu slóðum fyrir sléttri viku. Þá sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur sagði þá um týpískan Suðurlandsskjálfta að ræða.

Hryna hefur verið í Vatnafjöllum síðan þá og fjölmargir skjálftar í morgun. Þeirra stærstur var 3,3 á tólfta tímanum en alls hafa fjórir skjálftar verið af stærð þrír eða hærri.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir hrynuna halda áfram. Fjórir skjálftar hafa verið þrír eða stærri í dag. 

Merki hafi verið um að dragast væri úr hrynunni en svo virðist nú ekki lengur.


Tengdar fréttir

Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu

Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×