Er hægt að eignast vörumerkið Jamaíka og selja ís undir því nafni? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2021 11:28 Ísland og breska verslunarkeðjan Iceland hafa átt í deilum um notkun á orðinu ICELAND. Vísir Eitt af þeim álitaefnum sem fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) þarf að taka afstöðu til í deilu Íslands og verslunarkeðjunnar Iceland Foods er hvort að ásættanlegt sé að selja banana undir nafni Íslands eða ís undir nafni Jamaíku. Er þetta hluti af alls fjórtán álitaefnum, eða grundvallarspurningum, sem kærunefnd EUIPO telur að áfrýjunarnefndin, sem skipuð er níu einstaklingum, þurfi að skýra nánar þegar kemur að skráningu vörumerkja. Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að áralangri deilu Íslands og Iceland Foods væri ekki lokið, þar sem breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta niðurstöðu kærunefndar EUIPO sem féll Íslandi í vil árið 2019. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Málið má rekja til þess að Iceland Foods skráði vörumerkið ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli einkaréttarins kvartaði fyrirtækið ítrekað undan íslenskum aðilum sem notuðu orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Krafa Íslands var að skráning Iceland Foods á vörumerkinu Iceland yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð til þess að byrja með. Ísland hafði betur gegn bresku verslunarkeðjunni árið 2019. Sem fyrr segir áfrýjaði Iceland Foods þessari niðurstöðu til kærunefndar EUIPO. Kærunefndin vísaði málinu til meðferðar hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar (e. Grand Board of Appeals). Telja mikilvægt að fá skorið úr álitamálunum Í ákvörðun kærunefndinnar um að vísa málinu til fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar segir að svo virðist sem að samkvæmt lögum sem gildi innan Evrópusambandsins sé ekki að finna nein ákvæði sem verndi nöfn einstaka ríkja á afdráttarlausan hátt á borð við til dæmis fána þeirra. Metur hún það því að það sé mikilvægt að fjölskipaða áfrýjunarnefndin taki afstöðu til málsins. Yfirvöld á Íslandi vildu meina að skráning Icelands foods á vörumerkinu Iceland hafi haft áhrif á kynningaherferðina Inspired by Iceland, sem ætlað var að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn.Skjáskot. Fór kærunefndin fram á að fá svar við ákveðnum grundvallarspurningum sem tengist skráningu vörumerkja sem tengist landfræðilegum heitum. Tekið er fram að þetta sé mikilvægt þar sem kærunefndin hafi meðal annars þurft að taka afstöðu til þess hvort að landfræðilega heitið Ísland hafi verið, eða gæti hafa verið, skilið af almenningi sem lýsandi vísbending um að viðkomandi vörur, seldar undir vörumerkinu ICELAND, væru íslenskar að uppruna. Álitamálin eða grundvallarspurningarnar fjórtán tengjast því flest þessu álitamáli. En hvað með banana og Ísland? Má þar nefna þá spurningu sem vitnað var í fremst í þessari grein. Þar vill kærunefndin fá að vita hvort að það skipti máli í þessu samhengi ef tiltekið landfræðilegt heiti sé þekkt fyrir ákveðnar vörutegundir eða þjónustu og sé þar af leiðandi tengt við þær vörutegundir eða þjónustu í huga neytenda. Sem dæmi spyr nefndin áðurnefndrar spurningar; hvort að Ísland geti verið ásættanlegt nafn á skráðu vörumerki fyrir banana eða hvort að Jamaíka geti verið ásættanlegt nafn á skráðu vörumerki fyrir ís. Hvorugar þjóðir eru sérstaklega vel þekktar fyrir framleiðslu á þessum vörum. Þessu tengt þarf fjölskipaða áfrýjunarnefndin einnig að taka afstöðu til þess hversu ítarlega EUIPO þurfi að skoða tengingu á milli ríkjaheitis og ákveðinna vörutegunda og þjónustu og mögulegrar framtíðartengingar sem kunni að verða til. Sem fyrr segir eru álitamálin fjórtán en kærunefnd EUIPO tekur þó fram að þau séu þó ekki tæmandi listi yfir álitamál sem tengist skráningu ríkjaheitis sem vörumerkis. Ekki er ljóst hvenær niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar er að vænta. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er það háð ákveðinni óvissu þó ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en á næsta ári eða jafn vel því þarnæsta. Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Er þetta hluti af alls fjórtán álitaefnum, eða grundvallarspurningum, sem kærunefnd EUIPO telur að áfrýjunarnefndin, sem skipuð er níu einstaklingum, þurfi að skýra nánar þegar kemur að skráningu vörumerkja. Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að áralangri deilu Íslands og Iceland Foods væri ekki lokið, þar sem breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta niðurstöðu kærunefndar EUIPO sem féll Íslandi í vil árið 2019. Í afar stuttu máli snýst deilan um það hvort að fyrirtæki geti slegið eign sinni á nafn fullvalda ríkis. Málið má rekja til þess að Iceland Foods skráði vörumerkið ICELAND í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Á grundvelli einkaréttarins kvartaði fyrirtækið ítrekað undan íslenskum aðilum sem notuðu orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Krafa Íslands var að skráning Iceland Foods á vörumerkinu Iceland yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð til þess að byrja með. Ísland hafði betur gegn bresku verslunarkeðjunni árið 2019. Sem fyrr segir áfrýjaði Iceland Foods þessari niðurstöðu til kærunefndar EUIPO. Kærunefndin vísaði málinu til meðferðar hinnar fjölskipuðu áfrýjunarnefndar (e. Grand Board of Appeals). Telja mikilvægt að fá skorið úr álitamálunum Í ákvörðun kærunefndinnar um að vísa málinu til fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar segir að svo virðist sem að samkvæmt lögum sem gildi innan Evrópusambandsins sé ekki að finna nein ákvæði sem verndi nöfn einstaka ríkja á afdráttarlausan hátt á borð við til dæmis fána þeirra. Metur hún það því að það sé mikilvægt að fjölskipaða áfrýjunarnefndin taki afstöðu til málsins. Yfirvöld á Íslandi vildu meina að skráning Icelands foods á vörumerkinu Iceland hafi haft áhrif á kynningaherferðina Inspired by Iceland, sem ætlað var að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn.Skjáskot. Fór kærunefndin fram á að fá svar við ákveðnum grundvallarspurningum sem tengist skráningu vörumerkja sem tengist landfræðilegum heitum. Tekið er fram að þetta sé mikilvægt þar sem kærunefndin hafi meðal annars þurft að taka afstöðu til þess hvort að landfræðilega heitið Ísland hafi verið, eða gæti hafa verið, skilið af almenningi sem lýsandi vísbending um að viðkomandi vörur, seldar undir vörumerkinu ICELAND, væru íslenskar að uppruna. Álitamálin eða grundvallarspurningarnar fjórtán tengjast því flest þessu álitamáli. En hvað með banana og Ísland? Má þar nefna þá spurningu sem vitnað var í fremst í þessari grein. Þar vill kærunefndin fá að vita hvort að það skipti máli í þessu samhengi ef tiltekið landfræðilegt heiti sé þekkt fyrir ákveðnar vörutegundir eða þjónustu og sé þar af leiðandi tengt við þær vörutegundir eða þjónustu í huga neytenda. Sem dæmi spyr nefndin áðurnefndrar spurningar; hvort að Ísland geti verið ásættanlegt nafn á skráðu vörumerki fyrir banana eða hvort að Jamaíka geti verið ásættanlegt nafn á skráðu vörumerki fyrir ís. Hvorugar þjóðir eru sérstaklega vel þekktar fyrir framleiðslu á þessum vörum. Þessu tengt þarf fjölskipaða áfrýjunarnefndin einnig að taka afstöðu til þess hversu ítarlega EUIPO þurfi að skoða tengingu á milli ríkjaheitis og ákveðinna vörutegunda og þjónustu og mögulegrar framtíðartengingar sem kunni að verða til. Sem fyrr segir eru álitamálin fjórtán en kærunefnd EUIPO tekur þó fram að þau séu þó ekki tæmandi listi yfir álitamál sem tengist skráningu ríkjaheitis sem vörumerkis. Ekki er ljóst hvenær niðurstöðu fjölskipuðu áfrýjunarnefndarinnar er að vænta. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er það háð ákveðinni óvissu þó ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en á næsta ári eða jafn vel því þarnæsta.
Deila Íslands og Iceland Foods Utanríkismál Tengdar fréttir Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Deilu Íslands og Iceland Foods ekki lokið Deilu íslenskra yfirvalda og bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods um yfirráð yfir orðinu Iceland er ekki lokið. Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópu er með málið til umfjöllunar eftir að breska verslunarkeðjan áfrýjaði á síðasta ári úrskurði sem féll Íslandi í vil árið 2019. 2. nóvember 2021 09:00