Skreytum hús: Gamaldags stofa tekin í gegn frá grunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Í fjórða þætti af þriðju þáttaröð Skreytum hús fór Soffía Dögg í verkefni sem reyndist einstaklega krefjandi. Skreytum hús Almar Blær Bjarnason og Telma Sól Hall voru að festa kaupa sinni fyrstu eign og eru að taka allt í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að græja stofuna sem er virkilega skemmtileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Fyrst að hún var byrjuð á stofunni komst hún reyndar ekki hjá því að taka hjónaherbergið með, húsráðendum til mikillar lukku. Útkomuna má sjá í fjórða þætti af Skreytum hús, en þátturinn kom inn á Vísi og Stöð 2+ í dag. „Það var bara allt upprunalegt, frá 1993. Þetta var samt ekkert skelfilegt, bara gult og gamaldags,“ útskýrir Almar. Telmu fannst eignin barn síns tíma og því vildu þau byrja á að rífa allt út úr stofunni og gera hana að sínu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Stofa frá grunni „Þar sem þetta var fyrsta íbúðin þeirra þá áttu þau ekki mikið af húsgögnum. Þau áttu sófa og hægindastól og síðan sjónvarpsskáp. Þá er það upptalið,“ sagði Soffía áður en hún fór af stað í búðirnar. Parið var spenntast að „flytja inn í heimili en ekki hús.“ Alrýmið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús Stofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Byrjað var á að mála, setja lista, leggja parket og setja upp IKEA eldhúsinnréttingu. Þá var komið að því að skreyta rýmið, sem vill til að er sérgrein Soffíu. Svefnherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús „Þau eru búin að vera rosalega dugleg þannig að nú er komið að mér að vera dugleg og klára þetta fyrir þau.“ Svefnherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús Munurinn var alveg magnaður eftir að hún hafði farið um eins og stormsveipur. Falleg húsgögn, ljósar og léttar gardínur og smekklegir skrautmunir gerðu rýmið að fallegu opnu eldhúsi og stofu. Stofan eftir breytingarSkreytum hús „Ég var ekki að búast við þessu,“ viðurkenndi Telma þegar hún sá stofuna eftir breytingar. Bæði voru þau hálf kjaftstopp. „Þetta fór langt fram úr vonum allavega,“ sagði Almar. Eldhús eftir breytingu.Skreytum hús „Vá hvað ég er glöð,“ sagði Telma. „Þetta er örugglega sætasta stofa sem ég hef farið í á ævi minni.“ Stofan eftir breytingar.Skreytum hús „Við ætluðum að snúa þessu öllu allt öðruvísi sem hefði nýst miklu verr. Síðan kom Soffía og eiginlega bjargaði þessu,“ sagði Almar um breytingarnar á heimilinu. Svefnherbergið eftir breytingarSkreytum hús „Ég verð að viðurkenna að þetta var eitt af þeim meira krefjandi en það gerir þetta bara meira eftirminnilegra og skemmtilegra,“ sagði Soffía sátt í lokin. Svefnherbergið eftir breytingarSkreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta eigninni. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00 Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Fyrst að hún var byrjuð á stofunni komst hún reyndar ekki hjá því að taka hjónaherbergið með, húsráðendum til mikillar lukku. Útkomuna má sjá í fjórða þætti af Skreytum hús, en þátturinn kom inn á Vísi og Stöð 2+ í dag. „Það var bara allt upprunalegt, frá 1993. Þetta var samt ekkert skelfilegt, bara gult og gamaldags,“ útskýrir Almar. Telmu fannst eignin barn síns tíma og því vildu þau byrja á að rífa allt út úr stofunni og gera hana að sínu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. Klippa: Skreytum hús - Stofa frá grunni „Þar sem þetta var fyrsta íbúðin þeirra þá áttu þau ekki mikið af húsgögnum. Þau áttu sófa og hægindastól og síðan sjónvarpsskáp. Þá er það upptalið,“ sagði Soffía áður en hún fór af stað í búðirnar. Parið var spenntast að „flytja inn í heimili en ekki hús.“ Alrýmið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús Stofan fyrir breytingarnar.Skreytum hús Byrjað var á að mála, setja lista, leggja parket og setja upp IKEA eldhúsinnréttingu. Þá var komið að því að skreyta rýmið, sem vill til að er sérgrein Soffíu. Svefnherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús „Þau eru búin að vera rosalega dugleg þannig að nú er komið að mér að vera dugleg og klára þetta fyrir þau.“ Svefnherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús Munurinn var alveg magnaður eftir að hún hafði farið um eins og stormsveipur. Falleg húsgögn, ljósar og léttar gardínur og smekklegir skrautmunir gerðu rýmið að fallegu opnu eldhúsi og stofu. Stofan eftir breytingarSkreytum hús „Ég var ekki að búast við þessu,“ viðurkenndi Telma þegar hún sá stofuna eftir breytingar. Bæði voru þau hálf kjaftstopp. „Þetta fór langt fram úr vonum allavega,“ sagði Almar. Eldhús eftir breytingu.Skreytum hús „Vá hvað ég er glöð,“ sagði Telma. „Þetta er örugglega sætasta stofa sem ég hef farið í á ævi minni.“ Stofan eftir breytingar.Skreytum hús „Við ætluðum að snúa þessu öllu allt öðruvísi sem hefði nýst miklu verr. Síðan kom Soffía og eiginlega bjargaði þessu,“ sagði Almar um breytingarnar á heimilinu. Svefnherbergið eftir breytingarSkreytum hús „Ég verð að viðurkenna að þetta var eitt af þeim meira krefjandi en það gerir þetta bara meira eftirminnilegra og skemmtilegra,“ sagði Soffía sátt í lokin. Svefnherbergið eftir breytingarSkreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta eigninni. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00 Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01 Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00
Barnaherbergi tekin í gegn í Fossvogi: „Þetta er æði“ Helga Dís og fjölskylda eru búin að vera taka í gegn fallega íbúð í Fossvoginum síðustu mánuði. Eins og svo oft áður voru barnaherbergin hausverkur. 3. nóvember 2021 07:01
Íbúð Bigga löggu breytt í draumaheimilið: „Ég er agndofa“ „Það er ekki oft sem ég fæ útkall frá lögreglunni,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir þáttastjórnandi Skreytum hús. Í fyrsta þættinum í nýrri þáttaröð gerir hún íbúð að draumaheimili. 27. október 2021 07:00