Katrín vill „svartan fössara“ Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 14:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sínar skoðanir á Black Friday, eins og sagt var framan af. Vísir/Vilhelm/MS Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. „Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til. Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til.
Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00