Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 19:08 Mikið hefur verið fjallað um Sælukot í fjölmiðlum í dag. stöð2 Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. Móðir stúlkunnar segir að dóttir hennar hafi í þrígang sagt henni frá meintum brotum starfsmannsins. Hún vill dóttur sinnar vegna ekki koma fram undir nafni. Yfirheyrði barnið Fyrsta atvikið gerðist í september í fyrra þegar stúlkan var þriggja ára. Í kjölfarið var málið tilkynnt til barnaverndar, en starfsmanninum var ekki vikið úr starfi. Móðirin segir að rekstraraðili leikskólans hafi ákveðið upp á eigin spýtur að yfirheyra dóttur hennar vegna málsins. „Og [rekstraraðilinn] hringir svo í mig og segir að hún hafi talað við barnið og að þær hafi komist að því að þetta hafi bara verið draumur. Og svo nokkrum vikum seinna sæki ég barnið í leikskólann og hún kemur inn í bíl grátandi og segir mér frá því að hún vilji ekki knúsa þennan starfsmann og að rekstraraðilinn hafi látið hana knúsa hann. Hljómaði eins og að hún hafi verið að láta þau sættast,“ sagði móðir stúlkunnar. Hringdi daglega og spurði hvenær starfsmaðurinn mætti snúa aftur Í júní á þessu ári fer stúlkan að sýna kynferðislega hegðun sem hún sagðist hafa lært af starfsmanninum. „Hún reynir að kyssa mig fullorðinskossi. Ég ýti henni frá mér og spyr hvað þetta hafi verið og þá segir hún að starfsmaðurinn hafi kennt henni þetta.“ Þá tilkynnir móðirin málið til barnaverndar í annað sinn og fer fram á að starfsmaðurinn verði sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Rekstrarstjóri leikskólans verður við því. „Á meðan er hún að hringja í mig nánast daglega og spurja hvenær hann megi koma aftur í vinnuna og hann sé svo þunglyndur yfir þessu öllu saman. Segir að hann gæti ekki hafa gert þetta því hann grét svo mikið þegar hún talaði við hann.“ Kærði málið til lögreglu Í sumar sagði stúlkan móður sinni frá þriðja og alvarlegasta atvikinu og ákveður móðirin þá að taka hana úr leikskólanum og kærir málið til lögreglu. Hún gerir öðrum foreldrum viðvart um atvikin þar sem rekstrarstjóri leikskólans sagðist lögum samkvæmt ekki mega upplýsa foreldra um málið. Margir foreldrar verði þá uggangi og krefjast foreldrafundar. „Og þar meðal annars koma fram nýjar reglur um að það megi ekki kyssa börnin á munninn og að starfsfólk megi ekki fara eitt af lóðinni með börnin.“ Borgin og leikskólinn hafi brugðist Hún segir stjórn leikskólans og Reykjavíkurborg hafa brugðist í málinu. „Alls staðar í kerfinu finnur maður ekki stuðning. Maður heyrir alltaf: „Hvað ef hann gerði þetta ekki í staðinn fyrir hvað ef hann gerði þetta.“ Líkt og Vísir greindi frá í gær sendu foreldrar og fyrrverandi starfsmenn bréf á Menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og fleiri þar sem þess er krafist að leikskólanum verði lokað. Í bréfinu lýsa þau yfir verulegum áhyggjum af aðbúnaði barna á leikskólanum og segja að börnin séu í hættu á hverjum degi. Leikskólastjóri Sælukots hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal en staðfesti að starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrot starfi ekki lengur á leikskólanum. Reykjavíkurborg hefur eftirlitshlutverk. Samkvæmt Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er verið að framkvæma úttekt á leikskólanum og munu fulltrúar borgarinnar funda með stjórnendum leikskólans í vikunni. Fréttastofa ræddi við mann sem var í foreldraráði Sælukots árið 2011 sem sagði að ráðið hefði á sínum tíma oft bent Menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg á slæman aðbúnað í leikskólanum en að lítið hafi verið um breytingar. Allt of mörg börn á hvern starfsmann Leiðbeinandi sem starfaði á Sælukoti í fyrra er mjög gagnrýnin á stjórnendur Sælukots og segir starfsmannamál einnig í ólagi. „Rosalega mörg börn voru á hvern starfsmann. Við megum bara hafa fjögur börn á hvern kennara en við vorum með tíu. Við vorum bara tvær sem sáum um ungbarnadeildina og það var enginn fagmenntaður kennari en eins og Reykjavíkurborg gefur út þá eiga að vera minnst 2/3 fagmenntaðir kennarar en það var ekki einu sinni einn,“ sagði Kristbjörg Helgadóttir, leiðbeinandi. Þá segir hún að mörg kjarasamningsbundin réttindi hafi ekki verið virt. Starfsmenn hafi sjaldan fengið að fullnýta matarhlé. „Ég komst síðan að því að starfsreynslan mín til sex ára var ekki metin til launa sem er kjarasamningsbrot. Og svo var líka enginn trúnaðarmaður.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. 14. nóvember 2021 22:10 Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Móðir stúlkunnar segir að dóttir hennar hafi í þrígang sagt henni frá meintum brotum starfsmannsins. Hún vill dóttur sinnar vegna ekki koma fram undir nafni. Yfirheyrði barnið Fyrsta atvikið gerðist í september í fyrra þegar stúlkan var þriggja ára. Í kjölfarið var málið tilkynnt til barnaverndar, en starfsmanninum var ekki vikið úr starfi. Móðirin segir að rekstraraðili leikskólans hafi ákveðið upp á eigin spýtur að yfirheyra dóttur hennar vegna málsins. „Og [rekstraraðilinn] hringir svo í mig og segir að hún hafi talað við barnið og að þær hafi komist að því að þetta hafi bara verið draumur. Og svo nokkrum vikum seinna sæki ég barnið í leikskólann og hún kemur inn í bíl grátandi og segir mér frá því að hún vilji ekki knúsa þennan starfsmann og að rekstraraðilinn hafi látið hana knúsa hann. Hljómaði eins og að hún hafi verið að láta þau sættast,“ sagði móðir stúlkunnar. Hringdi daglega og spurði hvenær starfsmaðurinn mætti snúa aftur Í júní á þessu ári fer stúlkan að sýna kynferðislega hegðun sem hún sagðist hafa lært af starfsmanninum. „Hún reynir að kyssa mig fullorðinskossi. Ég ýti henni frá mér og spyr hvað þetta hafi verið og þá segir hún að starfsmaðurinn hafi kennt henni þetta.“ Þá tilkynnir móðirin málið til barnaverndar í annað sinn og fer fram á að starfsmaðurinn verði sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Rekstrarstjóri leikskólans verður við því. „Á meðan er hún að hringja í mig nánast daglega og spurja hvenær hann megi koma aftur í vinnuna og hann sé svo þunglyndur yfir þessu öllu saman. Segir að hann gæti ekki hafa gert þetta því hann grét svo mikið þegar hún talaði við hann.“ Kærði málið til lögreglu Í sumar sagði stúlkan móður sinni frá þriðja og alvarlegasta atvikinu og ákveður móðirin þá að taka hana úr leikskólanum og kærir málið til lögreglu. Hún gerir öðrum foreldrum viðvart um atvikin þar sem rekstrarstjóri leikskólans sagðist lögum samkvæmt ekki mega upplýsa foreldra um málið. Margir foreldrar verði þá uggangi og krefjast foreldrafundar. „Og þar meðal annars koma fram nýjar reglur um að það megi ekki kyssa börnin á munninn og að starfsfólk megi ekki fara eitt af lóðinni með börnin.“ Borgin og leikskólinn hafi brugðist Hún segir stjórn leikskólans og Reykjavíkurborg hafa brugðist í málinu. „Alls staðar í kerfinu finnur maður ekki stuðning. Maður heyrir alltaf: „Hvað ef hann gerði þetta ekki í staðinn fyrir hvað ef hann gerði þetta.“ Líkt og Vísir greindi frá í gær sendu foreldrar og fyrrverandi starfsmenn bréf á Menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og fleiri þar sem þess er krafist að leikskólanum verði lokað. Í bréfinu lýsa þau yfir verulegum áhyggjum af aðbúnaði barna á leikskólanum og segja að börnin séu í hættu á hverjum degi. Leikskólastjóri Sælukots hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal en staðfesti að starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrot starfi ekki lengur á leikskólanum. Reykjavíkurborg hefur eftirlitshlutverk. Samkvæmt Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er verið að framkvæma úttekt á leikskólanum og munu fulltrúar borgarinnar funda með stjórnendum leikskólans í vikunni. Fréttastofa ræddi við mann sem var í foreldraráði Sælukots árið 2011 sem sagði að ráðið hefði á sínum tíma oft bent Menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg á slæman aðbúnað í leikskólanum en að lítið hafi verið um breytingar. Allt of mörg börn á hvern starfsmann Leiðbeinandi sem starfaði á Sælukoti í fyrra er mjög gagnrýnin á stjórnendur Sælukots og segir starfsmannamál einnig í ólagi. „Rosalega mörg börn voru á hvern starfsmann. Við megum bara hafa fjögur börn á hvern kennara en við vorum með tíu. Við vorum bara tvær sem sáum um ungbarnadeildina og það var enginn fagmenntaður kennari en eins og Reykjavíkurborg gefur út þá eiga að vera minnst 2/3 fagmenntaðir kennarar en það var ekki einu sinni einn,“ sagði Kristbjörg Helgadóttir, leiðbeinandi. Þá segir hún að mörg kjarasamningsbundin réttindi hafi ekki verið virt. Starfsmenn hafi sjaldan fengið að fullnýta matarhlé. „Ég komst síðan að því að starfsreynslan mín til sex ára var ekki metin til launa sem er kjarasamningsbrot. Og svo var líka enginn trúnaðarmaður.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06 Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. 14. nóvember 2021 22:10 Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. 15. nóvember 2021 13:06
Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. 14. nóvember 2021 22:10
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16