Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 20:01 Björn Ófeigsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir mættu öll í örvunarsprautu í Laugardalshöll í morgun. Samsett/Stöð 2 Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. 152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20