Erlent

Fyrsta dauðs­­fall í tengslum við eld­­gosið á La Palma

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Yfir sjö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku.
Yfir sjö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Getty Images

Eldri maður lét lífið í tengslum við eldgosið á eyjunni La Palma á Spáni í vikunni. Maðurinn var 72 ára gamall.

Maðurinn er talinn hafa dottið af húsþaki þegar hann var að þrífa ösku af húsi sínu í El Paso á vesturhluta eyjarinnar.

Hús mannsins var á svæði sem lokað hafði verið vegna gossins, en íbúar fengu leyfi til að dytta að eignum sínum og gefa dýrum að borða, sem eftir höfðu orðið á svæðinu.

Sergio Rodriguez, borgarstjóri El Paso, staðfestir dauðsfallið og segir það til rannsóknar. Meðal kenninga er að maðurinn hafi hlotið brennisteinseitrun.


Tengdar fréttir

Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku

Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×