Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 19:31 Óskar Örn Hauksson segir það hafa verið eitt af því erfiðasta sem hann hefur gert að yfirgefa KR. Mynd/Skjáskot Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið. „Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Sjá meira
„Ég held að þetta hafi bara tekið eðlilegan tíma. Það var að mörgu að hyggja og þetta varð bara niðurstaðan eftir mikla umhugsun,“ sagði Óskar Örn í samtali við Stöð 2, aðspurður að því hvort að samningaferlið við Stjörnuna hafi tekið langan tíma. Hann segir það hafa verið erfitt að kveðja KR eftir öll þessi ár hjá félaginu. „Já, það er bara með því erfiðara sem ég hef gert.“ „Ég er bara stoltur af því að geta valið á milli tveggja góðra liða. Valið var mitt og ég bara stend og fell með því.“ En hvað var það sem heillaði Óskar við Stjörnuna? „Í fyrsta lagi vildu þeir bara mikið fá mig. Ég þekki Gústa og spilaði með honum fyrsta tímabilið mitt með KR þannig að við förum langt aftur. Ég þekki Jökul sem er með honum og svo er bara kraftur í mönnum þarna í kring og aðstaðan tip-top.“ „Þeir eru að fara í flottustu höll á landinu og það er allt til alls og góður grunnur þarna fyrir. Þannig að ég held að það sé góður grunnur fyrir því að gera gott mót.“ Eins og áður segir skrifaði Óskar undir tveggja ára samning við Garðarbæjarliðið, en það þýðir að hann verður orðinn 39 ára þegar samningur hans rennur út. Hann segist þó vera í góðu standi og að aldur sé í raun bara tala. „Jú, það er bara mjög gott. Ég held að bara til vitnis um það þá gat ég valið á milli þessara tveggja öflugu liða. Ég er bara í toppstandi og ætla bara að sýna það næsta sumar.“ „Ég var nú bara að lesa frétt um að Dani Alves sé á leið aftur í Barcelona, hann er að verða fertugur eða eitthvað,“ sagði Óskar léttur. „Þannig að þetta er bara orðið breytt. Í fyrsta lagi finnst mér bara gaman í fótbolta og ég held að maður fari bara langt á því. Svo þarf maður bara að hugsa um sig og nenna því. Þá getur maður held ég spilað helvíti lengi.“ Að lokum ítrekaði Óskar það að hann skilur við sitt gamla félag með söknuð í hjarta, og enn fremur að engin leiðindi hafi orðið þegar hann tók þessa ákvörðun. „Já það er klárt. KR á bara stóran sess í mínu hjarta og þetta er bara búið að vera erfitt.“ „Ég fer bara í góðu og allir sáttir og góðir vinir.“ Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Óskar Örn Hauksson
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Sjá meira