Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2021 09:06 Báðir bankar spá áframhaldandi hækkunum. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55