Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:18 Hilmar Vilberg Gylfason krefur Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um tugi milljóna króna í bætur. Vísir/samsett Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira