Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:29 Skjálftinn varð við Vatnafjöll sunnan af Heklu klukkan 13:21. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa fylgt þeim stærsta, af stærðinni 2,7 og 2 á svipuðu svæði og sá stóri. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Vatnafjöll frá því í hádeginu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á Suðvesturhorninu, allt frá Vestmannaeyjum og yfir í Hafnarfjörð. Þá fundu veðurfræðingar Veðurstofunnar vel fyrir honum í Öskjuhlíðinni. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að í gögnunum sem Veðurstofan er nú að rýna í, sem ná 30 ár aftur í tímann, sjáist ekki svona stór skjálfti í fljótu bragði. Vitað er um alla vega einn skjálfta frá 1987 sem var 5,8 að stærð á svæðinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands telur að skjálftinn undir Vatnafjöllum á öðrum tímanum sé týpískur Suðurlandsskjálfti. Hann telur hann ekki tengjast Heklu Jóna Sigþórsdóttir starfsmaður í Vínbúðinni á Hvolsvelli segir að allt hafi hrist og skolfið. Ekkert hafi þó farið í gólfið. „Þetta var mjög mikið, óvenjumikið,“ segir Jóna og lýsir skjálftanum sem löngum. „Þetta var svolítið lengi að gerast og svo eitt gott högg.“ Áfram er fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Rangárþing ytra Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira