Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 11:45 Mikil spenna er enn á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira