Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 12:09 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun. Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun.
Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira