Bíða með myndun ríkisstjórnar á meðan möguleiki á uppkosningu sé fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 19:00 Vel gengur í viðræðum stjórnarflokkanna þriggja, að sögn forsætisráðherra. Verkaskipting hefur ekki verið rædd. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að fræðilegur möguleiki sé á að grípa þurfi til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi og því sé rétt að bíða með að kynna nýja ríkisstjórn þar til undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Hins vegar sé vinna hafin við að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.” Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja héldu stjórnarmyndunarviðræðum sínum áfram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag, en viðræður þeirra hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt. Fjórar vikur eru í að Alþingi eigi, lögum samkvæmt, að koma saman - óháð því hvort búið verði að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki. „Ég myndi segja að við séum búin að fara yfir alla helstu málaflokka. Við erum búin að kafa á dýptina í ýmsum málum þar sem við höfum þurft að greiða úr einhverjum flækjum,” segir Katrín Jakobsdóttir. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að setja niður texta þannig að þessu hefur miðað ágætlega og ég myndi segja að við sjáum fram á það að geta lokið ritun stjórnarsáttmála, án þess að fara út í tímasetningar, en það hyllir undir það í lok þessarar viku.” Hins vegar þurfi það að taka mið af störfum undirbúningskjörbréfanefndar, sem hefur upplýst um að hún mun starfa út næstu viku, þar sem reynt verður að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. „Ég veit auðvitað ekki hvaða niðurstöðu þeir munu komast að en það er að minnsta kosti teorískur möguleiki á að það veðri boðað til uppkosningar. Og síðan eru aðrir möguleikar en á meðan það liggur ekki fyrir þá er auðvitað eðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki mið af niðurstöðum hennar.” Engu að síður sé stjórnarsáttmálinn nú í vinnslu en verkaskipting hefur ekki verið rædd. „Við munum ekki ræða verkaskiptingu fyrr en við erum komin með þennan málefnalega grunn.”
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira