Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 08:01 Mustafa al-Khadimi lifði af banatilræði sem gert var gegn honum í morgun. AP Photo/Khalid Mohammed, File Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu. Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu.
Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46