Menning

RAX Augnablik: „Af hverju leyfir þú honum ekki að lifa?“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar Axelsson kynntist grimmri veröld veiðihunda á ferðum sínum um Grænland.
Ragnar Axelsson kynntist grimmri veröld veiðihunda á ferðum sínum um Grænland. RAX

„Grænlensku hundarnir eru mjög merkilegir hundar, þetta eru hetjurnar sem að hafa haldið lífi í þeim í gegnum árin ef maður hugsar út í það þannig,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari.

Í einni af Grænlandsferðum sínum fékk RAX að gista á háaloftinu hjá Grænlenskum veiðimanni. Hann fékk að fylgja manninum eftir á daginn þegar hann fór út á ísinn að veiða, auðvitað með myndavélina sína á lofti. Fyrir utan húsið voru litlir hvolpar.

„Það var mjög kalt og einn hvolpurinn var frosinn. Ég tók hann inn, pumpaði í hann lífi og gaf honum mjólk.“

Eigandinn setti hvolpinn svo aftur út í kuldann. Næstu daga á eftir komst ljósmyndarinn að því hversu vægðarlaus veröld þessara sleðahunda er í raun og veru. Hann gerði í kjölfarið bók um þessa einstöku hundategund.

Frásögnina má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Vægðarlaus veröld sleðahundanna er tæpar fjórar mínútur að lengd.

Klippa: RAX Augnablik - Vægðarlaus veröld sleðahundanna

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

Skildi Skúla Mogensen eftir á jökli á Grænlandi: „Ég sæki ykkur í haust“

„Þegar ég er að skrásetja það sem ég er að gera þá er það yfirleitt í svarthvítu en það var ein ferð sem varð að vera í lit,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Hann náði stórkostlegum myndum af bláum vötnum á jökli á Grænlandi og fannst nauðsynlegt að sína fólki litadýrðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.