Lífið samstarf

Fer með hlutverk forföður síns

Stöð 2
Kit Harrington fer með hlutverk Robert Catesby í þáttunum Gunpowder.
Kit Harrington fer með hlutverk Robert Catesby í þáttunum Gunpowder.

Þáttaröðin Gunpowder er nýkomin inn á Stöð 2+. Þættirnir byggja á sönnum atburðum og gerast í upphafi 17. aldar þegar England var klofið í trúarmálum. Hópur manna ákveður að ráða Jakob fyrsta Englandskonung af dögum með því að sprengja upp höllina í Westminster, en þegar hafði honum verið sýnd nokkur misheppnuð banatilræði.

Liv Taylor fer með aðalhlutverk í þáttunum ásamt Kit Harrington, sem er líklega best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jon Snow í margverðlaunuðu þáttunum Game of Thrones sem einnig eru aðgengilegir á Stöð 2+. 

Hann er þó ekki sá eini úr Game of Thrones, en leikararnir Mark Gatiss og Kevin Eldon, sem fóru með hlutverk Tycho Nestoris og Camello, koma einnig fram.

Kit Harrington fer með hlutverk Robert Catesby sem var einn af leiðtogum hópsins sem skipulagði þessa árás. Það er sturluð staðreynd að Kit er einmitt afkomandi Robert Catesby í móðurlegg, en fullt nafn hans er Christopher Catesby Harrington.


Stöð 2+ er efnisveita sem inniheldur mikinn fjölda af hágæða efni fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna yfir 1000 kvikmyndir og hátt í 500 þáttaraðir, m.a. úr smiðju HBO, BBC og ITV. Stöð 2+ er stærsta efnisveita landsins með íslenskt sjónvarpsefni. Nýtt efni bætist við á hverjum degi og þú horfir hvar sem er, þegar þér hentar. Tryggðu þér áskrift á stod2.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.