Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2021 14:10 Viðar Þorsteinsson og Guðmundur Baldursson. Ekki er beint hægt að segja að greina hafi mátt mikla kærleika á milli þessara tveggja þegar þeir mættu í stúdíó Vísis og settust við Pallborðið. Vísir/Vilhelm Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. Ólgan innan Eflingar var til umræðu í Pallborði Vísis, sem sent var út í beinni útsendingu nú í hádeginu, en þangað mættu þeir Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri. Þeir eru á öndverðum meiði og hafa brigslyrði gengið þeirra á milli eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður Eflingar. Viðar sagði sömuleiðis upp störfum. Þau telja starfsfólk á skrifstofu hafa brugðist sér. Og Viðar lýsti því í þættinum að þau hafi búið við gíslatökumenningu undir það síðasta, á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Guðmundur áréttaði að hann hafi aðeins verið að sinna lögbundnum skyldum sínum sem stjórnarmaður Eflingar.vísir/vilhelm Fram kom í þættinum að Guðmundur hafi upphaflega komið inn í stjórn Eflingar sem stuðningsmaður hinnar nýju forystu félagsins, eftir að Sólveig Anna sigraði með yfirburðum í kosningum innan Eflingar, öðru fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, árið 2018. Guðmundur telur að greiða hefði mátt úr málum Margir hafa reynt að skilja hvað gekk á, hvað leiddi til þess að Sólveig og Viðar hurfu frá borði. Ýmislegt hafði gengið en hreyfing komst á sem leiddi til þess að Guðmundur fór að bera sig eftir ályktun sem trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofum Eflingar, en þar starfa um 50 til 60 manns, sendu Viðari og Sólveigu í júní í sumar þar sem lýst var óánægju meðal starfsliðs skrifstofunnar með stjórnarhætti. Guðmundur sagði að það hefðu verið mistök hjá forystunni að að leggjast gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktun trúnaðarmanna. Ef svo hefði verið hefði aldrei komið til þess að þau Viðar og Sólveig Anna færu frá félaginu. Það hefði verið hægt að leysa málin. Hann taldi spurður afleitt að þau væru hætt og það með þessum hætti. Hægt er að sjá umræðuna í heild sinni hér neðar. Ofstækisfullt orðalag Fram kom í máli Viðars að honum hafi brugðið þegar hann sá téða ályktun en hann hafnar því alfarið að hann hafi hunsað innihald hennar. Þvert á móti hafi verið brugðist faglega við því. Hann rakti hvernig og sagði að sér kæmi mjög á óvart að trúnaðarmennirnir Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir héldu áfram að tala linnulaust um að ekki hafi verið brugðist við: Krefjast þess að þessi sterku orð, „ofstækisfullt orðalag,“ eins og Viðar lýsir texta ályktunarinnar, hafi átt rétt á sér og ekki með nokkru móti viljað viðurkenna að hafi verið brugðist vel við og höndlað faglega. Pallborðið. Gestir Heimis Más voru þeir Guðmundur Baldursson og Viðar Þorsteinsson. Reynt var að komast til botns í því hvað gerðist innan Eflingar sem leiddi til þess að Viðar og Sólveig Anna fóru frá verkalýðsfélaginu.vísir/vilhelm Eins og fram hefur komið var haldinn starfsmannafundur hjá Eflingu á föstudag í síðustu viku. Þar fór Sólveig Anna fram á „lágmarks stuðning starfsmanna" sagði Viðar. Ella myndi hún segja af sér formennsku sem hún síðan gerði á sunnudagskvöld. Viðar lýsti ályktuninni eins og hún hafi komið honum og Sólveigu Önnu fyrir sjónir og hvers vegna þau hafi tekið hana svo alvarlega og raun ber nú vitni. „Þetta eru ásakanir sem ganga út yfir allan þjófabálk í orðalagi og lýsingum. Grafalvarlegar ásakanir um framgöngu stjórnenda sem allir munu skilja sem vísun til mín og Sólveigar þar sem okkur er lýst sem einhvers konar ómennum. Mér varð það strax ljóst hvernig það yrði túlkað og í hvaða samhengi það yrði sett og hvers konar sirkús færi af stað,“ segir Viðar. Alvarlegar ásakanir Þeim hafi verið það alveg ljóst hvernig það yrði fram sett fram. Þau hafi staði frammi fyrir miklu verkefni, því að breyta Eflingu í að gera félagið aðgengilegt þeim sem ekki hefðu íslensku að móðurmáli og svo í að verða baráttusamtök en ekki óvirk þjónustustofa. Þetta þýddi breytingar á starfsmannahaldi og samsetningu stjórnar. Öldurót og hann hefði á því skilning að einhverjir yrðu sjóveikir. Þrátt fyrir að endurnýjun hafi farið fram í starfmannahaldi taldi Viðar að enn eimdi eftir af viðhorfum frá fyrrverandi starfsmönnum sem hefðu verið afar handgengnir gömlu forystunni. Áhrifamiklir stjórnendur innan félagsins hafi stigið fram og lýst því fjálglega að á þeim hefði verið brotið með skelfilegum hætti. Með fulltingi Láru V. Júlíusdóttur sem af mörgum væri talinn helsti sérfræðingur í vinnumálalöggjöf. Viðar segir að Sólveig Anna hafi óskað þess að trúnaðarmenn og starfsfólk drægi úr þeim mjög svo alvarlegu ásökunum sem settar eru fram í bréfinu, en ekki hafi verið við það komandi. Og því fór sem fór.Vísir/vilhelm Viðar sagði að slíkar atlögur hafi komið að utan en það hafi skilið eftir sig djúp spor; skapað ákveðna stemmningu og hugarfar og svo virtist sem fólk á skrifstofunni hafi metið það sem svo að hægt væri að saka þau Sólveigu Önnu um hvað eina án þess að færa rök fyrir því, þá hafi það orðið ofan á. „Þetta býr til ákveðna stemmningu og ákveðið hugarfar. Gíslatökumenningu. Háttsemi sem segir, þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt.“ Fundu snöggan blett Viðar sagði að þau hafi getað tekið árásum en ásökunum, sem hann taldi ekki eiga við rök að styðjast, innanbúðar þar sem þau voru sökuð um að brjóta alvarlega af sér gagnvart sínu starfsfólki færi með trúverðugleikann sem væri svo nauðsynlegur þeim ef þau ættu að geta látið til sín taka í sambærilegum málum hjá skjólstæðingum sínum. Þau hafi verið vængstýfð og ekki átt annan kost. Umboð þeirra væri laskað. Sólveig Anna hafi óskað þess, á starfsmannafundinum, að dregið yrði úr þessum ásökunum sem ljóst væri að yrðu notaðar yrðu gegn Eflingu en ekki hafi verið við það komandi. Því hafi verið hafnað. Guðmundur sagðist spurður harma það hvernig fór og ítrekaði að hann teldi að það hefði mátt afstýra þessu. Þá taldi hann fráleitt að afstaða starfsfólks Eflingar hafi verið eins konar liður í atlögu og árásum fyrrverandi forystu verkalýðsfélagsins. Þetta hafi einfaldlega verið óhönduglega afgreitt. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnustaðamenning Pallborðið Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Segir að auðveldlega hefði mátt leysa vandann hjá Eflingu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist eins og fleiri vera sleginn vegna afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar og uppsagnar Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. 2. nóvember 2021 11:25 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólgan innan Eflingar var til umræðu í Pallborði Vísis, sem sent var út í beinni útsendingu nú í hádeginu, en þangað mættu þeir Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu og Viðar Þorsteinsson fráfarandi framkvæmdastjóri. Þeir eru á öndverðum meiði og hafa brigslyrði gengið þeirra á milli eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér sem formaður Eflingar. Viðar sagði sömuleiðis upp störfum. Þau telja starfsfólk á skrifstofu hafa brugðist sér. Og Viðar lýsti því í þættinum að þau hafi búið við gíslatökumenningu undir það síðasta, á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Guðmundur áréttaði að hann hafi aðeins verið að sinna lögbundnum skyldum sínum sem stjórnarmaður Eflingar.vísir/vilhelm Fram kom í þættinum að Guðmundur hafi upphaflega komið inn í stjórn Eflingar sem stuðningsmaður hinnar nýju forystu félagsins, eftir að Sólveig Anna sigraði með yfirburðum í kosningum innan Eflingar, öðru fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, árið 2018. Guðmundur telur að greiða hefði mátt úr málum Margir hafa reynt að skilja hvað gekk á, hvað leiddi til þess að Sólveig og Viðar hurfu frá borði. Ýmislegt hafði gengið en hreyfing komst á sem leiddi til þess að Guðmundur fór að bera sig eftir ályktun sem trúnaðarmenn starfsmanna á skrifstofum Eflingar, en þar starfa um 50 til 60 manns, sendu Viðari og Sólveigu í júní í sumar þar sem lýst var óánægju meðal starfsliðs skrifstofunnar með stjórnarhætti. Guðmundur sagði að það hefðu verið mistök hjá forystunni að að leggjast gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktun trúnaðarmanna. Ef svo hefði verið hefði aldrei komið til þess að þau Viðar og Sólveig Anna færu frá félaginu. Það hefði verið hægt að leysa málin. Hann taldi spurður afleitt að þau væru hætt og það með þessum hætti. Hægt er að sjá umræðuna í heild sinni hér neðar. Ofstækisfullt orðalag Fram kom í máli Viðars að honum hafi brugðið þegar hann sá téða ályktun en hann hafnar því alfarið að hann hafi hunsað innihald hennar. Þvert á móti hafi verið brugðist faglega við því. Hann rakti hvernig og sagði að sér kæmi mjög á óvart að trúnaðarmennirnir Ragnheiður Valgarðsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir héldu áfram að tala linnulaust um að ekki hafi verið brugðist við: Krefjast þess að þessi sterku orð, „ofstækisfullt orðalag,“ eins og Viðar lýsir texta ályktunarinnar, hafi átt rétt á sér og ekki með nokkru móti viljað viðurkenna að hafi verið brugðist vel við og höndlað faglega. Pallborðið. Gestir Heimis Más voru þeir Guðmundur Baldursson og Viðar Þorsteinsson. Reynt var að komast til botns í því hvað gerðist innan Eflingar sem leiddi til þess að Viðar og Sólveig Anna fóru frá verkalýðsfélaginu.vísir/vilhelm Eins og fram hefur komið var haldinn starfsmannafundur hjá Eflingu á föstudag í síðustu viku. Þar fór Sólveig Anna fram á „lágmarks stuðning starfsmanna" sagði Viðar. Ella myndi hún segja af sér formennsku sem hún síðan gerði á sunnudagskvöld. Viðar lýsti ályktuninni eins og hún hafi komið honum og Sólveigu Önnu fyrir sjónir og hvers vegna þau hafi tekið hana svo alvarlega og raun ber nú vitni. „Þetta eru ásakanir sem ganga út yfir allan þjófabálk í orðalagi og lýsingum. Grafalvarlegar ásakanir um framgöngu stjórnenda sem allir munu skilja sem vísun til mín og Sólveigar þar sem okkur er lýst sem einhvers konar ómennum. Mér varð það strax ljóst hvernig það yrði túlkað og í hvaða samhengi það yrði sett og hvers konar sirkús færi af stað,“ segir Viðar. Alvarlegar ásakanir Þeim hafi verið það alveg ljóst hvernig það yrði fram sett fram. Þau hafi staði frammi fyrir miklu verkefni, því að breyta Eflingu í að gera félagið aðgengilegt þeim sem ekki hefðu íslensku að móðurmáli og svo í að verða baráttusamtök en ekki óvirk þjónustustofa. Þetta þýddi breytingar á starfsmannahaldi og samsetningu stjórnar. Öldurót og hann hefði á því skilning að einhverjir yrðu sjóveikir. Þrátt fyrir að endurnýjun hafi farið fram í starfmannahaldi taldi Viðar að enn eimdi eftir af viðhorfum frá fyrrverandi starfsmönnum sem hefðu verið afar handgengnir gömlu forystunni. Áhrifamiklir stjórnendur innan félagsins hafi stigið fram og lýst því fjálglega að á þeim hefði verið brotið með skelfilegum hætti. Með fulltingi Láru V. Júlíusdóttur sem af mörgum væri talinn helsti sérfræðingur í vinnumálalöggjöf. Viðar segir að Sólveig Anna hafi óskað þess að trúnaðarmenn og starfsfólk drægi úr þeim mjög svo alvarlegu ásökunum sem settar eru fram í bréfinu, en ekki hafi verið við það komandi. Og því fór sem fór.Vísir/vilhelm Viðar sagði að slíkar atlögur hafi komið að utan en það hafi skilið eftir sig djúp spor; skapað ákveðna stemmningu og hugarfar og svo virtist sem fólk á skrifstofunni hafi metið það sem svo að hægt væri að saka þau Sólveigu Önnu um hvað eina án þess að færa rök fyrir því, þá hafi það orðið ofan á. „Þetta býr til ákveðna stemmningu og ákveðið hugarfar. Gíslatökumenningu. Háttsemi sem segir, þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt.“ Fundu snöggan blett Viðar sagði að þau hafi getað tekið árásum en ásökunum, sem hann taldi ekki eiga við rök að styðjast, innanbúðar þar sem þau voru sökuð um að brjóta alvarlega af sér gagnvart sínu starfsfólki færi með trúverðugleikann sem væri svo nauðsynlegur þeim ef þau ættu að geta látið til sín taka í sambærilegum málum hjá skjólstæðingum sínum. Þau hafi verið vængstýfð og ekki átt annan kost. Umboð þeirra væri laskað. Sólveig Anna hafi óskað þess, á starfsmannafundinum, að dregið yrði úr þessum ásökunum sem ljóst væri að yrðu notaðar yrðu gegn Eflingu en ekki hafi verið við það komandi. Því hafi verið hafnað. Guðmundur sagðist spurður harma það hvernig fór og ítrekaði að hann teldi að það hefði mátt afstýra þessu. Þá taldi hann fráleitt að afstaða starfsfólks Eflingar hafi verið eins konar liður í atlögu og árásum fyrrverandi forystu verkalýðsfélagsins. Þetta hafi einfaldlega verið óhönduglega afgreitt.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnustaðamenning Pallborðið Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Segir að auðveldlega hefði mátt leysa vandann hjá Eflingu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist eins og fleiri vera sleginn vegna afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar og uppsagnar Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. 2. nóvember 2021 11:25 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17
Segir að auðveldlega hefði mátt leysa vandann hjá Eflingu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist eins og fleiri vera sleginn vegna afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar og uppsagnar Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra. 2. nóvember 2021 11:25