Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 80-89 | Íslandsmeistararnir höfðu betur gegn deildarmeisturunum Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:39 vísir/bára Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan níu stiga sigur, 89-80, er liðið heimsótti taplaust lið Keflavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Gestirnir komu gífurlega orkumiklir inn í þennan leik. Luciano Massarelli leikmaður Þórs, var allt í öllu í sóknarleik þeirra í upphafi og skoraði hann fyrstu sjö stig Þórs á fyrstu þremur mínútunum. Þrátt fyrir þrjá tapaða bolta í fyrsta leikhlutanum hjá Þór þá hélt góð þriggja stiga nýting þeirra þeim í forystu nánast allan fyrsta leikhlutan. Hægt og rólega juku þeir forskot sitt sem var mest undir lok leikhlutans í 11 stigum, 18-29. Glynn Watson og Luciano Massarelli voru þar stigahæstir með sitthvor sjö stigin. Öflugur fyrsti leikhluti Þórs lagði grunninn að sigrinum þeirra í kvöld. Keflvíkingar komu grimmir út í annan leikhluta og virtust staðráðnir í að saxa á forskot Þórs sem þeir náðu minnst niður í 4 stig eftir þriggja stiga körfu Ágústs Orrasonar þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta í stöðunni 27-31. Við tók áhlaup gestanna sem náðu 0-8 kafla næstu mínútuna og voru skyndilega komnir í tíu stiga forskot. Þetta var svolítið saga annars leikhluta þar sem forskot Þórs sveiflaðist á milli þess að vera 5-11 stig. Keflvíkingar sýndu þó örlítið betri leik í öðrum leikhluta miðað við þann fyrri hjá liðinu, en Keflavík vann þennan fjórðung með 2 stigum, 23-21 og liðin gengu til búningsherbergja með 9 stig á milli sín, 41-50. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir frá Þorlákshöfn áfram að finna lausnir á varnarleik Keflavíkur sem þótti ekki nógu góður í kvöld. Þór náði mest að koma forystu sinni upp í 17 stig í stöðunni 45-62 þegar alls voru rúmar 23 mínútur búnar af leiknum. Það var jafnframt mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Áhlaupi Keflavíkur var ávallt svarað með öðru áhlaupi Þórs en gestirnir unnu þriðja leikhluta með einu stigi, 21-22. Því var tíu stiga munur á milli liðanna fyrir lokaleikhlutann. Framan af var fjórði leikhluti sá besti hjá heimamönnum. Keflavík tókst að saxa vel á tíu stiga forskot Þórs hægt og rólega en þeir komust í fyrsta skipti yfir í leiknum frá því í fyrsta leikhlutanum í stöðunni 80-79 með tveimur vítaskotum frá Arnóri Sveinssyni þegar þrjár mínútur voru eftir. Lengra fór áhlaup Keflavíkur í fjórða leikhluta ekki því heimamenn skoruðu ekki eina einustu körfu eftir þetta. Þórsarar settu síðustu tíu stig leiksins og á þeim kafla var Glynn Watson allt í öllu með sjö af þessum tíu stigum. Fór svo að Þór vann níu stiga sigur, 80-89. Af hverju vann Þór? Liðin voru jöfn í flestum tölfræðiþáttum, nema hvað að gestirnir úr Þorlákshöfn voru með betri þriggja stiga nýtingu, 42% gegn 32% frá heimamönnum. Varnarleikurinn hjá Keflavík var ekki nógu góður og Þór náði að finna glufur með hröðu boltaspili sem opnaði vörn Keflavíkur upp á gátt oftar en einu sinni. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson og Luciano Massarelli voru stigahæstu menn vallarins með samtals 50 stig. Watson með 28 og Massarelli með 22. Watson tók þar að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Massarelli gaf 7 stoðsendingar og reif niður 6 fráköst. Glynn Watson fær flesta framlagspunkta, eða 30 talsins. Í liði Keflavíkur var David Okeke bestur, en hann kom af bekknum með 21 stig og 7 fráköst. Hvað gerist næst? Liðin spila bæði aftur eftir nákvæmlega viku, fimmtudaginn 11. nóvember. Þór fer í heimsókn til Breiðabliks í Kópavoginum á meðan Keflavík á langt ferðalag fyrir höndum norður á Akureyri þar sem þeir spila við Þór AK. „Allt of margir sem mættu ekki til leiks í kvöld“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var pirraður og svekktur með tapið í kvöld og sérstaklega hvernig hans menn komu inn í leikinn. Hjalti var heldur ekki ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Það voru allt of margir sem mættu ekki til leiks í kvöld. Við vorum rosalega flatir og ofsalega lélegir varnarlega. Luciano skoraði sjö stig í röð þar sem við erum ömurlegir í bolta ‘screen‘ vörnum. Þetta var eitthvað sem við ákvöðum að við ætluðum ekki að gera. Við ætluðum að sýna orku og það var í raun það eina sem við töluðum um en það var alls ekki þannig í þessum leik,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Það er enn þá lítið liðið að tímabilinu og Hjalti er ekki strax farinn að örvænta en hann sendi þó pillu á ákveðna leikmenn vegna lélegs varnarleiks. „Það er enn þá bara byrjun nóvember, en það eru leikmenn þarna sem þurfa að rífa sig í gagn og sýna smá lit inn á vellinum og spila varnarleik en ekki bara bíða eftir næstu sókn.“ „Varnarleikurinn er að klikka. Við erum bara að halda okkur inn í teig og mætum þeim ekki. Ef við förum að rótera þá förum við tveir í einn mann og skiljum eftir skotmann. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og fara yfir en númer eitt tvö og þrjú þá er þetta orkuleysi.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld var Hjalti spurður af því hvort hann hafi verið ánægður með eitthvað í leik sinna manna. „Já, hvernig [Arnór] Sveinsson, Gústi [Orrason] og [David] Okeke koma inn í þetta. Sérstaklega í seinni hálfleik. Það var mjög jákvætt. Að öðru leyti þá þurfum við að fá framlag frá fleirum,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson. „Þetta var rosalega erfiður sigur“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnarvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var sáttur og auðmjúkur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Þór er eina liðið sem hefur unnið Keflavík á þeirra heimavelli síðustu 20 mánuði, en þetta var í annað skipti á þessu tíma sem Þór sigrar Keflavík, í Keflavík. „Ég er hrikalega ánægður. Þetta var rosalega erfiður sigur. Við þurftum að vera hrikalega einbeittir og við töluðum um það í hálfleiknum að við vorum mjög einbeittir í fyrri hálfleik. Ég held að spilamennskan okkar í fyrsta leikhluta hafi verið það sem skóp sigurinn. Það var jafnt á öllum tölum í þessum leik. Þeir komu með sitt ‘comeback‘ og það kom stemning í lið þeirra og þeir komust yfir í 80-79 en svo skora þeir ekki síðustu þrjár mínúturnar,“ sagði Lárus í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að spila við Keflavík og þeir eru með frábært lið. Þeir komu með sitt áhlaup og ég er ánægður með það hvernig við náðum að halda aftur af þeim. Það var smá æðibunugangur á okkur á tímabili, við vorum að flýta okkur of mikið og stemningin var með þeim og húsið var með þeim.“ Domiykas Milka spilaði aðeins rúmar 16 mínútur en Milka hefur oft átt betri leiki en í kvöld. „Það kom á óvart hvað Milka spilaði lítið,“ svaraði Lárus aðspurður af því hvort eitthvað í leik Keflavíkur hafi komið honum á óvart. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik, en Blikar spila að einhverju leyti mjög svipaðan bolta og Þór. „Blikar eru náttúrlega allt öðru vísi lið [en Keflavík]. Þeir leggja meira upp úr þriggja stiga skotum og meiri hraða og við reiðum okkur líka á þriggja stiga skot og hraða. Ég held það verði mjög hraður leikur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að lokum. Subway-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan níu stiga sigur, 89-80, er liðið heimsótti taplaust lið Keflavíkur í Subway-deild karla í kvöld. Gestirnir komu gífurlega orkumiklir inn í þennan leik. Luciano Massarelli leikmaður Þórs, var allt í öllu í sóknarleik þeirra í upphafi og skoraði hann fyrstu sjö stig Þórs á fyrstu þremur mínútunum. Þrátt fyrir þrjá tapaða bolta í fyrsta leikhlutanum hjá Þór þá hélt góð þriggja stiga nýting þeirra þeim í forystu nánast allan fyrsta leikhlutan. Hægt og rólega juku þeir forskot sitt sem var mest undir lok leikhlutans í 11 stigum, 18-29. Glynn Watson og Luciano Massarelli voru þar stigahæstir með sitthvor sjö stigin. Öflugur fyrsti leikhluti Þórs lagði grunninn að sigrinum þeirra í kvöld. Keflvíkingar komu grimmir út í annan leikhluta og virtust staðráðnir í að saxa á forskot Þórs sem þeir náðu minnst niður í 4 stig eftir þriggja stiga körfu Ágústs Orrasonar þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta í stöðunni 27-31. Við tók áhlaup gestanna sem náðu 0-8 kafla næstu mínútuna og voru skyndilega komnir í tíu stiga forskot. Þetta var svolítið saga annars leikhluta þar sem forskot Þórs sveiflaðist á milli þess að vera 5-11 stig. Keflvíkingar sýndu þó örlítið betri leik í öðrum leikhluta miðað við þann fyrri hjá liðinu, en Keflavík vann þennan fjórðung með 2 stigum, 23-21 og liðin gengu til búningsherbergja með 9 stig á milli sín, 41-50. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir frá Þorlákshöfn áfram að finna lausnir á varnarleik Keflavíkur sem þótti ekki nógu góður í kvöld. Þór náði mest að koma forystu sinni upp í 17 stig í stöðunni 45-62 þegar alls voru rúmar 23 mínútur búnar af leiknum. Það var jafnframt mesti munurinn á milli liðanna í kvöld. Áhlaupi Keflavíkur var ávallt svarað með öðru áhlaupi Þórs en gestirnir unnu þriðja leikhluta með einu stigi, 21-22. Því var tíu stiga munur á milli liðanna fyrir lokaleikhlutann. Framan af var fjórði leikhluti sá besti hjá heimamönnum. Keflavík tókst að saxa vel á tíu stiga forskot Þórs hægt og rólega en þeir komust í fyrsta skipti yfir í leiknum frá því í fyrsta leikhlutanum í stöðunni 80-79 með tveimur vítaskotum frá Arnóri Sveinssyni þegar þrjár mínútur voru eftir. Lengra fór áhlaup Keflavíkur í fjórða leikhluta ekki því heimamenn skoruðu ekki eina einustu körfu eftir þetta. Þórsarar settu síðustu tíu stig leiksins og á þeim kafla var Glynn Watson allt í öllu með sjö af þessum tíu stigum. Fór svo að Þór vann níu stiga sigur, 80-89. Af hverju vann Þór? Liðin voru jöfn í flestum tölfræðiþáttum, nema hvað að gestirnir úr Þorlákshöfn voru með betri þriggja stiga nýtingu, 42% gegn 32% frá heimamönnum. Varnarleikurinn hjá Keflavík var ekki nógu góður og Þór náði að finna glufur með hröðu boltaspili sem opnaði vörn Keflavíkur upp á gátt oftar en einu sinni. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson og Luciano Massarelli voru stigahæstu menn vallarins með samtals 50 stig. Watson með 28 og Massarelli með 22. Watson tók þar að auki 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á meðan Massarelli gaf 7 stoðsendingar og reif niður 6 fráköst. Glynn Watson fær flesta framlagspunkta, eða 30 talsins. Í liði Keflavíkur var David Okeke bestur, en hann kom af bekknum með 21 stig og 7 fráköst. Hvað gerist næst? Liðin spila bæði aftur eftir nákvæmlega viku, fimmtudaginn 11. nóvember. Þór fer í heimsókn til Breiðabliks í Kópavoginum á meðan Keflavík á langt ferðalag fyrir höndum norður á Akureyri þar sem þeir spila við Þór AK. „Allt of margir sem mættu ekki til leiks í kvöld“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var pirraður og svekktur með tapið í kvöld og sérstaklega hvernig hans menn komu inn í leikinn. Hjalti var heldur ekki ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Það voru allt of margir sem mættu ekki til leiks í kvöld. Við vorum rosalega flatir og ofsalega lélegir varnarlega. Luciano skoraði sjö stig í röð þar sem við erum ömurlegir í bolta ‘screen‘ vörnum. Þetta var eitthvað sem við ákvöðum að við ætluðum ekki að gera. Við ætluðum að sýna orku og það var í raun það eina sem við töluðum um en það var alls ekki þannig í þessum leik,“ sagði Hjalti í viðtali við Vísi eftir leik. Það er enn þá lítið liðið að tímabilinu og Hjalti er ekki strax farinn að örvænta en hann sendi þó pillu á ákveðna leikmenn vegna lélegs varnarleiks. „Það er enn þá bara byrjun nóvember, en það eru leikmenn þarna sem þurfa að rífa sig í gagn og sýna smá lit inn á vellinum og spila varnarleik en ekki bara bíða eftir næstu sókn.“ „Varnarleikurinn er að klikka. Við erum bara að halda okkur inn í teig og mætum þeim ekki. Ef við förum að rótera þá förum við tveir í einn mann og skiljum eftir skotmann. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og fara yfir en númer eitt tvö og þrjú þá er þetta orkuleysi.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld var Hjalti spurður af því hvort hann hafi verið ánægður með eitthvað í leik sinna manna. „Já, hvernig [Arnór] Sveinsson, Gústi [Orrason] og [David] Okeke koma inn í þetta. Sérstaklega í seinni hálfleik. Það var mjög jákvætt. Að öðru leyti þá þurfum við að fá framlag frá fleirum,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson. „Þetta var rosalega erfiður sigur“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnarvísir/hulda margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var sáttur og auðmjúkur eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Þór er eina liðið sem hefur unnið Keflavík á þeirra heimavelli síðustu 20 mánuði, en þetta var í annað skipti á þessu tíma sem Þór sigrar Keflavík, í Keflavík. „Ég er hrikalega ánægður. Þetta var rosalega erfiður sigur. Við þurftum að vera hrikalega einbeittir og við töluðum um það í hálfleiknum að við vorum mjög einbeittir í fyrri hálfleik. Ég held að spilamennskan okkar í fyrsta leikhluta hafi verið það sem skóp sigurinn. Það var jafnt á öllum tölum í þessum leik. Þeir komu með sitt ‘comeback‘ og það kom stemning í lið þeirra og þeir komust yfir í 80-79 en svo skora þeir ekki síðustu þrjár mínúturnar,“ sagði Lárus í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum að spila við Keflavík og þeir eru með frábært lið. Þeir komu með sitt áhlaup og ég er ánægður með það hvernig við náðum að halda aftur af þeim. Það var smá æðibunugangur á okkur á tímabili, við vorum að flýta okkur of mikið og stemningin var með þeim og húsið var með þeim.“ Domiykas Milka spilaði aðeins rúmar 16 mínútur en Milka hefur oft átt betri leiki en í kvöld. „Það kom á óvart hvað Milka spilaði lítið,“ svaraði Lárus aðspurður af því hvort eitthvað í leik Keflavíkur hafi komið honum á óvart. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik, en Blikar spila að einhverju leyti mjög svipaðan bolta og Þór. „Blikar eru náttúrlega allt öðru vísi lið [en Keflavík]. Þeir leggja meira upp úr þriggja stiga skotum og meiri hraða og við reiðum okkur líka á þriggja stiga skot og hraða. Ég held það verði mjög hraður leikur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti