Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:57 Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og á hættustig eftir að einn lagðist inn á gjörgæslu smitaður af Covid-19. Sá er í öndunarvél. Vísir/Tryggvi Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57