Evrópumeistararnir komnir með annan fótinn áfram eftir torsóttan sigur í Svíþjóð 2. nóvember 2021 19:42 Hakim Ziyech tryggði Chelsea sigurinn í kvöld. David Lidstrom/Getty Images Evrópumeistarar Chelsea eru svo gott sem komnir upp úr H-riðli eftir 1-0 sigur gegn Malmö í Svíþjóð. Chelsea-menn voru sterkari aðilinn í leiknum, en erfiðlega gekk að brjóta Svíana á bak aftur. Gestirnir í Chelsea fengu þó nokkur álitleg færi, en allt kom fyrir ekki og staðan var því markalaust í hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og þeir bláklæddu frá Lundúnum héldu áfram að sækja. Það skilaði sér á 56. mínútu þegar Callum Hudson-Odoi átti frábæran sprett og kom boltanum fyrir markið. Þar var mættur Hakim Ziyech og hann þurfti ekkert að gera nema stýra boltanum í autt markið. Þetta reyndist fyrsta og seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Chelsea. Liði hefur nú níu stig í öðru sæti H-riðils eftir fjóra leiki, sex stigum meira en Zenit sem situr í þriðja sæti. Tapi Zenit gegn Juventus í kvöld þarf Chelsea aðeins eitt stig úr seinustu tveim leikjum sínum til að komast áfram í 16-liða úrslit. Malmö situr hins vegar á botni H-riðils án stiga og er úr leik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Chelsea eru svo gott sem komnir upp úr H-riðli eftir 1-0 sigur gegn Malmö í Svíþjóð. Chelsea-menn voru sterkari aðilinn í leiknum, en erfiðlega gekk að brjóta Svíana á bak aftur. Gestirnir í Chelsea fengu þó nokkur álitleg færi, en allt kom fyrir ekki og staðan var því markalaust í hálfleik. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og þeir bláklæddu frá Lundúnum héldu áfram að sækja. Það skilaði sér á 56. mínútu þegar Callum Hudson-Odoi átti frábæran sprett og kom boltanum fyrir markið. Þar var mættur Hakim Ziyech og hann þurfti ekkert að gera nema stýra boltanum í autt markið. Þetta reyndist fyrsta og seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Chelsea. Liði hefur nú níu stig í öðru sæti H-riðils eftir fjóra leiki, sex stigum meira en Zenit sem situr í þriðja sæti. Tapi Zenit gegn Juventus í kvöld þarf Chelsea aðeins eitt stig úr seinustu tveim leikjum sínum til að komast áfram í 16-liða úrslit. Malmö situr hins vegar á botni H-riðils án stiga og er úr leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti