Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 12:32 Frá baráttufundi Eflingar í miðbæ Reykjavíkur vegna verkafalla. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sólveig Anna fór á fundinum á föstudag fram á að fá skriflega yfirlýsingu frá starfsfólki þar sem bornar yrðu til baka ofstækisfullar lýsingar úr ályktun trúnaðarmanna. Ella myndi hún segja af sér formennsku. Hið síðarnefnda varð niðurstaðan og tilkynnti Sólveig Anna afsögn sína á Facebook seint á sunnudagskvöld. Starfsmenn Eflingar segjast hafa unnið af heilum hug samkvæmt þeirri stefnu sem forysta félagsins hafi sett síðustu ár. „Fjöldi starfsmanna félagsins starfar hér vegna þeirrar baráttu sem Sólveig hefur háð. Þau vandamál sem starfsfólk ræddi, vildi starfsfólk leysa í samvinnu við yfirmenn. Yfirlýsingin á föstudag var ekki sett fram í þeim tilgangi að lýsa vantrausti eða hrekja nokkurn úr starfi. Hún var hugsuð sem fyrsta skref á leið til lausnar.“ Starfsfólk segist, sem endranær, vinna fyrir félagsmenn með þeirra hag fyrir brjósti. Sólveig Anna sagði á sunnudagskvöld að henni fyndist ótrúlegt að það væri í raun starfsfólk Eflingar sem væri að hrekja hana úr starfi sínu sem formaður félagsins. Starfsfólkið hafi gert það með því að leyfa andstæðingum félagsins að hossa sér á ýkjum, lygum og rangfærslum um sig og samverkafólk hennar. „Starfsfólk Eflingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögulegt að leiða sögulega og árangursríka baráttu verka- og láglaunafólks síðustu ár, mannorði mínu og trúverðugleika,“ sagði Sólveig Anna. Trúnaðarmenn Eflingar eru ekki nafngreindir í yfirlýsingunni sem send var af netfanginu kynningarmal@efling.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Agnieszka ætlar ekki að segja af sér og segir kröfu Guðmundar svívirðilega Agnieszka Ewa Ziólkowska hyggst ekki segja af sér sem varaformaður Eflingar og segir kröfu um það svívirðilega og lýsa fordómum í garð útlendinga. Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, sagði í gær að hún væri jafn ábyrg og aðrir í Eflingu og gerði því kröfu um afsögn hennar. 2. nóvember 2021 12:17